Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Blaðsíða 37

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Blaðsíða 37
STROKUMAÐURINN. 251 ararnir ættu helzt að koma til stórborganna og iíkna fátækum — eg segi fáfróðir menn, því að það eru aðeins fáfræðingar einir, sem í fá- vizku sinni og hroka álíta, að þeir viti bet- ur hvað gera skal en hinir, sem eru þeim óendanlega miklu vitrari. Skynsamur maður, sem er laus við allan sjálfbirgingshátt, geng- ur að því vísu, að meistararnir muni hafa góða og gilda ástæðu til þess að gera það, sem þeir gera, og að saka þá um að þeir geri ekki það, sem þeim ber að gera, ber vott um ófyrirgef- anlega heimsku, þröngsýni og vanþakklæti. Meistararnir starfa á hinum æðri tilverustigum. Reir leggja aðallega og beinlínis rækt við hið insta eðli manna, og áhrif þeirra á það verður til þess að glæða líf og kraft með þvf, að sínu leyti eins og sólarylurinn hefur áhrif á vöxt blóina. Og þegar á alt er litið, er það miklu nauðsynlegra kærleiksverk, en þeir gætu gert með því að koma niður til jarðarinnar til þess að lækna sjúka og sjá fátækum fyrir fæðu, jaínvel þótt það væri í sjálfu sér þarft verk og gott. Að fá þá til þess að starfa hér í heimi væri jafnvel margfalt óskynsamlegri hagnýting á viti og kröftum, en að þröngva mestu vísinda- mönnum heimsins til þess að mylja vegagrjót af þeirri ástæðu, að það starf tilheyrði þessum heimi og yrði til almennings nota; aftur á móti yrði ekki hið vísindalega starf þeirra látið í ask- ana. Vér getum því ekki buist við, að oss komi mikil hjálp frá meisturunum, á meðan vér dvelj- um hér f heimi, þar sem þeir hafa miklu nauð- synlegra starf með höndum í æðri heimum. (Meira.) STROKUMAÐ URINN. Eftir C. Holst. Þ. G. S. íslenskaði. »Æ, hvert í logandi! — hvað gengur nú að,« tautaði Greenville herforingi og stökk ofan úr bifreið sinni. »Ekki nóg með það, að eg hefi vilst út á þessa skrattans heiði og það í kolniðaþoku, heldurþurfti bifreiðarskömm- in lika að ganga af göflunum.« Greenville færði sig úr Ioðfeldinum, tók af sér augnhlífarnar og fór að athuga vélina og hraut honum oft blótsyrði af vörum á með- an á þvf stóð. Vélin var töluvert biluð og þurfti viðgerðar við. Regar herforinginn hafði staðið um hríð álútur við verk sitt, varð hann þess var, að einhver kom aftan að honum. Leit hann þá upp og sá ókunnan mann í fangafötum standa að baki sér. Sá hafði jarnstöng mikla í hendi og reiddi hana til höggs. »Ef þér mælið orð frá munni, skal eg mola hauskúpuna á yður,« sagði komumaður. »Um það mun eg sjálfur ráða nokkru,« svaraði Greenville rólega. En þegar við sjálft lá, að höggið mundi ríða að honum, ákvað hann, hvað gera skyldi. Hann hlaut að koma vörn fyrir sig þegar í stað, því manninum var auðsjáanlega alvara að framkvæma hótun sína. Áður en komumaður kom fram áformi sínu, var tekið fast um úlnlið hans. Slíkt heljartak stóðst hann eigi, þó sterkur væri, og leið ekki á Iöngu áður en járnstöng sú hin mikla hraut úr hendi hans niður á veginn. »Hægan, drengur minn!« sagði Greenville. »Ef þú hefðir haft ofurlitla hugmynd um, hve hættuleg japönsku fangbrögðin eru, mundir þú hafa kynokað þér við að ráðast á alókunn- ann mann á þjóðvegi.« Maðurinn hné niður ináttvana og neri ákaft handlegginn »Ó herra mir.n, takið mig ekki höndum,« veinaði hann. »Eg ætlaði ekki að vinna yður hið minsta mein.ef hjá því yrði komist, en aðeins að fá að verða yður samferða í bifreið yðar. Ó verið miskunsamur herra minn, ann- ars fæ eg aldrei framar að sjá hana í þessulífi.*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.