Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Blaðsíða 32
246 NÝJAR KVÖLDVÖKUP. ungi næst, t. d. Tómas barón, og svo fyrir það, að mér var kunnugt um, að konungi af ann- ari ástæðu var eigi um hann gefið.« j>Já, þetta net átti nú að riðast allkænlega, en það get eg sagt yður, að með þessu ítalska loðbandi bindið þið aldrei þennan Samson frá eyjunum. F*ið verðið að spinna nýtt reipi úr haldgóðu efni, ætlið þið að fjötra hann. Eða sástu ekki, að þessi sendimaður, sem átti að vera svo kænlega valinn, einmitt hefir fært þessum konungi með nautssvírann lækni, sem viðbúið er að komi honum aftur á fætur. Og fái hann heilsuna aftur, heldur hann vafalaust herferðinni áfram, og hvaða höfðingi þorir þá að snúa við^ þegar Ríkarður geysar af stað? Pótt ekki væri fyrir annað en þeiin þætti skömm að því að skerast úr leik, þegar á ætti að herða. Enda þótt þeir engu ófúsari berðust undir merki djöfulsins en hans.« »Verið óhræddur, ef læknir þessi ekki gerir kraftaverk, verður Ríkarður eigi heilbrigður svo bráðlega, og áður en það verður, munum við koma því svo fyrir, að alt samband slitni milli Filips konungs og hans, eða að minsta kosti Austurríkismanna og hans, og það svo greini- lega, að það band verði eigi hnýtt aftur. Kom- ist Ríkarður konungur aftur á lappir, sem eg verð nú að efast um, ætti að vera svo í pott- inn búið, að hann einungis gæti blásið sínu eigin liði til framsóknar, en ekki eins og áður komið öllum hernum af stað með sínum eld- lega áhuga og herfrægðarskva!dri.« »Pér hafið góða viðleitni að spenna bogann, en bogi yðar er of linur og örfar yðar ná ekki markinu.« Stórmeistarinn nam staðar alt í einu, litað- ist um með flóttasvip til þess að sjá hvort eng- inn væri í nánd, svo greip hann í hönd greif- ans, horfði fast á hann og sagði meðáherslu: íRíkarður konungur má aldrei komast á fæt- urna aftur!« Oreifinn hrökk við. Hann fölnaði í andliti og fæturnar skulfu undir honum. Templaraherr- ann gaf honum nánar gætur, og á hinu hörku- lega andliti hans vettaði fyrir hæðnisbrosi. »Vitið þér hverjum þér eruð líkur, Konráð greifi. — Eigi eruð þér líkir hinum slægvitra og hrausta greifa af Montserrat, — ekki manni, sem vill vera leiðandi í höfðingjaráði og hafa áhrif á forlög ríkja og þjóða. — Nei, þér líkist námssveini, sem rekst á særingarorð í galdrabók meistara síns, stamar það og særir djöfulinn fram, og þegar hann svo stendur frammi fyrir honum óviðbúinn, fölnar hann og skelfur eins og þér.« Greifinn herti upp hugann og sagði með hálfum hug, að ef ekkert örugt meðal fyndist, þá hefði stórmeistarinn bent á það, sem fljótast mætti ná með hinu setta markmiði. — »En hei- laga jómfrú María. Allir mundu bölva okkur, öll Evrópa mundi bölva okkur ofan frá páfan- um og niður til hins aumasta ölmusumanns, sem í allri sinni fátækt og vesaldómi teldu sig lánsama að vera hvorki þér eða Konráð af Montserrat.« »Lítið þér þannig á þetta mál,« sagði Stór- meistarinn, »ættum við að geta komið okkur saman um, að ekkert hefði farið okkar á milli um þessar framtíðarhorfur. Okkur hefir dreymt, en nú vöknum við og draumsjónin er horfin.« »Hún getur aldrei horfið.« »0—nei, hertogakróna og aðrir skrautgripir, er svo göfugri stöðu fylgja, verða eigi léttilega teknir frá hugarsjónum hégómagjarnra manna.« »Fyrst mun eg reyna að fá friðnum slitið millum Austurríkis og Englands,« sagði greif- inn.« Eftir þessar samræður kvöddust þessir herrar. Stórmeistarinn gekk í hægðum sínum til tjalda sinna og var brátt horfinn í myrkur austurlanda næturinmr, sem svo snögglega dettur á eftir sólsetur. Greifinn stóð eftir hugsandi Hann var stoltur, metorðagjarn, samviskulaus og kænti, en að náttúrufari var hann eigi grimm- ur, og hataði grimdarverk. Honum var sárt um mannorð sitt, þótt hann aðhyltist eigi þær grundvallarreglur eða dygðir, sem tryggast fegra orðstýr manna og útvega þeim gott nafn. »Eg hefi sannarlega í ógáti sært djöfulinn

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.