Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Blaðsíða 41

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Blaðsíða 41
STROKUMAÐURINN. 255 »Hvenær komst þú hingað, Jimmy?* > Eg kom í fyrra. Pegar eg — eg varð aftur frjáls maður, fékk eg enga atvinnu, enda var eg opinber glæpamaður. Eg átti kunningja hér og fór svo til Aigier. Rér megið ekki reið- ast mér, herra, en eg fæ ekki skilið, hvers vegtra jafn tigin maður. og þér — — — « »Æ, vinur minn, það er löng saga. Eg kom til að reyna að gleyma — eða falla með sæmd. En hvorugt hefir hepnast til þessa.o vHverju vildi foringinn gleyma?« spurði Jimmi blátt áfram. »Já, vinur minn. Pað var ung og yndisleg Mary, eins og hún Mary þín. Hún átti bróður — slæmur náungi — hafði rangt við í spilum. Eg vissi að hún mundi aldrei fá afborið það, ef það kæmist upp. — En hún vissi ekki hve vænt mér þótti um hana. Svo — svo neitaði eg ekki, að eg ætti spilið. Eg vildi hlífa henni — skilur þú það ? — Hlífa henni við sorg og smán — og—já, svo fór eg hingað, En hverjir eru nú þarna á ferðinni? Skjóttu, Jimmy. Nú eru þeir að hefja árás á ný, djöflarnir þeir arna.« Jimmy skaut og hermennirnir þustu að úr öllum áttum og tóku sér stöðu í skotgröfinni. Hófst nú hin harðasta skothríð. Öll lægðin breyttist á svipstundu í blikandi eldhaf, og skot- hvellirnir blönduðust saman við óp ogeggjun- arköll Arabanna, sem sóttu á vígið. Heyrðust þó fyrirskipanir Prebelle foringja alt af mjög greinilega, þrátt fyrir hávaðann, og Arabar urðu frá að hverfa hvað eftir annað. En mannfallið var ofboðslegt. Einu sinni á meðan orustan stóð sem hæst, varð Prebelle reikað þar fram hjá, er Jimmy stóð. »Fáum vér staðist árásir þeirra?« spurði Jimmy. »Vér fáum að falla með hreysti, Jimmy,« svaraði hann. »Skotfæri vor eru mjög að þrot- um komin. En mundu það, drengur minn, að láta þá ekki handsama þig lifandi. — Geymdu eitt skot handa sjálfum þér.« Síðan þaut hann á burt. Orustan hélt áfram sem ákafast. Byssusting- urinn hans Jimmy var allur blóði roðinn og blóðið rann í iækjum niður andlit hans. Alt í einu heyrði hann þunga stunu að baki sér, og er hann Ieit við, sá hann foringjann hníga niður. »Eg hefi fengið kúlu í fótinn, Jimmy, og er bráðum úr sögunni. Hesturinn minn stendur að tjaldabaki. Taktu hann og reyndu að kom- ast til Oran. Segðu þeim, að við höfum dáið þeim dauða, erhraustum hermönnumsæmirbest.« Prebelle foringi féll í ómegin. Arabar hörf- uðu undan i bili. Jimmi litaðist um. Nú var ekki annað eftir af herdeildinni, en tæpir tveir tugir vígfærra manna. »Ætti eg að láta hann lenda í klónum á þeim,« tautaði hann. »Hann, sem kom því til leiðar, að hún Mary míii dó róleg. Nei, það skai aldrei verða.« Síðan tók hann foringjann, sem enn lá í óviti, og bar hann þangað sem hesturinn stóð. »Vertu nú stiltur, fákur minn,« tautaði hann á meðan hann var að koma foringjanum á hest- bak. »Stiltur, vinur minn, stiltur!« Svo batt hann foringjann í söðulinn með ístaðsólunum, og stökk síðan sjálfur á bak fyrir aftan hann. Mátti það ekki tæpara standa. Nú þegar hann og foringinn voru farnir af vígvellinum, var vörn þeirra manna lokið. Hann heyrði að Ar- abarnir voru að spyrja hver annan um, hvar »þrumusverðið« mundi vera. Hann þreif um byssuhlaupið báðum hönd- um, notaði skeftið fyrir kylfu og ruddi sér braut gegnum óvinafylkinguna. Stóðu vopnin á hon- um á báðar hliðar, en svo rösklegar voru að- farir hans, að hann komst óskaddaður út á víðavang. Lágu þá margir Arabar eftir í valn- um. Hafði byssa Jimmy komið helst til nærri höfuðkúpum þeirra. »Hertu þig nú, fákur minn!« hrópaði Jimmy og þeysti svo sem mest hann mátti. Brátt heyrði hann jódunur að baki sér. Höfðu Arabar veitt honum eftirför og voru allfjölmennir. Sá hann skjótt, að ógreitt mundi um undankomu, þar eð hestur hans tók nú mjög að niæðast undir hinni þungu byrði. Spölkorn framundan var einstigi eitt. Póttist Jimmy vel mega verjast þaðan um hríð, og þá voru aðeins 15 kilo- metrar eftir ti! Oran Pegar hann kom í einstigið, stökk hann af

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.