Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Blaðsíða 28

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1917, Blaðsíða 28
242 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. »Hver talar um að tefja fyrir,« sagði Tómas barón, sem nú vatt sér inn í fortjaldið. »Drátturinn er þegar orðinn helst til lang- ur. Sælir þið, herra greifi og hrausti stórmeist- ari. Afsakið að eg verð tafarlaust að fylgja þessum lærða manni inn til konungs míns.« »Oöfugi herra,« sagði greifinn, »eg vil láta yður vita, að við erum sendir hingað frá kross- fararherráðinu, til þess í nafni þess að vekja athygli á þeirri hættu, sem því er samfara að leyfa heiðnutn lækni að káka við lækning- ar á konungi yðar, hvers líf er svo afardýr- mætt fyrir framgang kristinnar trúar og afdrif þessa Ieiðangurs.« Baróninn svaraði þessu stuttur í spuna og mælti: »Eg hefi eigi lagt í vana minn að eyða mörgum orðum um það, sem fastráðið er að gera skuli, og hlusta ógjarnan á mælgi annara um það; eg trúi því líka betur, sem augu mín hafa séð, heldur en getgátum annara. Eg er sannfærður um, að þessi heiðingi getur læknað konunginn, og eg efast eigi um, að hann hefir einlægan vilja til þess. Tíminn er dýrmætur, í guðsfriði herrar mínir.« Konráð greifi gerði þá athugasemd, að konungurinn hefði sagt að hann og stórmeist- arinn skyldu vera við, þegar þessi læknir kæmi til hans. Baróninn hafði talað hljóðskraf við varð- manninn, að líkindum til þess að frétta hann um hvort greifinn mundi' segja satt. Svo mælti hann: »Ef þið viljið doka lítið eitt við, herrar mínir, er ykkur leyft að koma með inn til konungsins, en eg læt ykkur vita, að ef þið á nokkurn hátt truflið störf þessa ágæta læknis, þá mun eg eigi hlífast við, þrátt fyrir ykkar háu stöðu, að koma ykkur þegar brott úr tjaldi Ríkarðar konungs, Rví svo sannfærður er eg um læknandi áhrif þessara meðala, sem læknir þessi notar, að eg mundi jafnvel ekki hlífast við að þvinga konunginn til að nota þau, svo sannarlega sem María mey hjálpar mér. Gangið svo inn til konungs, E1 Hakim.« Læknirinn hlýddi tafarlaust. Stórmeistar- inn horfði með gre.tijujvip á þennan rudda- Iega hermann, en svo litu þeir hvor til annars, greifinn og hann, og dröttuðust á eftir inn í konungstjaldið. ‘ Kenneth riddara fanst hann hafa einhvern rétt til að vera nálægur og fylgdi þessum höfðingjum eftir inn, þótt enginn hvetti hann til þess. Hann nam staðar bak yið hina hermennina, því hann fann, að hann stóð neðar en þeir að metorðum. Ríkarður konungur hafði beðið með óþreyju eftir komu læknisins, eins og sjúklingar venju- legast gera, er þeir eiga von á frægum læknum. Pegar El Hakim kom inn til hans ásamt bar- óninum og hinum tveim tilgreindu herramönn- um, hrópaði hann: »Hó, hó! Rið komið, mín- ir göfugu samherjar, til þess að sjá Ríkarð konung gera hið stóra stökk út í hina ógegnsæju móðu, og eg heilsa ykkur tveim sem sendiherrum ráðsins, og annaðhvort fáið þið bráðlega að sjá Ríkarð konung meðal yðar í sinni fyrri mynd, eða þið fáið að bera lík hans til grafar. Kæri Tómas, þú hefir þakkir konungs þínsfyr- ir að hafa fylgt lækni Saladíns hingað, hvort heldur eg lifi eða dey. En hver stendur þar á bak við sendiherrana, veikin hefur daprað sjón mína; er það ekki skotski ofurhuginn, sem hugsar sér að klifra til himins án stiga. Hann er líka velkominn hingað. Og svo herra Hak- im; til starfa, til starfa!« Læknirinn, sem áður hafði fengið greini- legar upplýsingar um, hvernig veikin hagaði sér, athugaði um stund æðaslátt konungs, en allir viðstaddir voru hljóðir á meðan. Síðan tók læknir bikar fylti hann lindarvatni og tók svo rauða punginn úr barmi sér og hélt hon- um niðri í bikarnum þar til ólga var komin i vatnið, þá myndaði hann sig til að rétta konungi bikarinn. Konungur varð fyrri lil og mælti: »Bíddu lítið eitt enn þá, þú hefir at- hugað æðaslátt minn, lát mig nú athuga þinn. Eg þekki líka ofurlítið til læknislistarinnar eins og góðum riddara sæmir. Umsvifalaust rétti Arabinn fram sína grenlu- legu hönd, og hún huldist um stund í hinum breiða, þrýstna hnefa konungsins, sem svo mælti:

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.