Nýjar kvöldvökur - 01.04.1932, Blaðsíða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1932, Blaðsíða 18
64 NÝJAR KVÖLDVÖKUR að því, er hann heyrði eigi fleiri; hélt að það hefði verið páfagaukur, eða einhver fugl, sem krökkt er af þarna við skóginn, enda bar leiti á rnilli. — Að öllum líkind- um höfðu klær tígrisdýrsins skorið háls- inn inn að beini þegar í stað, og sundur hálsæðina aðra eða báðar. Á hálsinn lýst- ur tígrisdýr flestar skepnur. Og úr stórri slagæð hlaut allt þetta blóð að hafa bun- að. Það var eins og kind hefði verið skor- in. Og frá pollinum var auðrakinn blóð- ferillinn út að girðingunni við skógar- nefið og um tuttugu fet fram með henni. Þar hafði það lyft sér yfir hana; blá strigadula blakti þar í vindinum, krækt á efsta streng gaddavírsins. Það varð úr, að við Madsen, sem báðir höfðum riffil, fórum þarna yfir girðing- una, til þess að reyna að rekja slóðina. Þegar tígrisdýr hefur drepið bráð sína, dregur það hana að vatni, étur það bezta aðeins, sé það ekki því hungraðra, slekk- ur þorstann; fer góðan spöl frá hræinu, oft langt, fær sér blund framundir sólar- lagið, og vitjar svo ætisins þegar dimmt er orðið. Þessvegna höfðurn við góða von um að geta fundið líkið eða einhverjar leifar af því. En áður en við lögðum í skóginn, sagði ég Pedersen að síma til Ibrahims, soldáns í Johore, en aðseturs- staður hans, Johore Bharu (Nýja Johore) var aðeins 16—18 kílómetra frá Rumah Bharu á Mount Austin. Ibrahim soldán er vafalaust bezta tígrisdýráskyttan og ein bezta veiðiskyttan í veröldinni. Móð- urafi hans var risavaxinn, danskur æfin- týramaður, Mads Lange, sem staðnæmd- ist þarna eystra og giftist síðast malay- iskri prinsessu, en það er nú önnur saga, — eins og Kipling kemst að orði. En það- an hefur soldán vöxtinn, því hann er risavaxinn, eftir því sem Malayar eru, sem eru töluvert lægri en norrænir menn, en þreknir og vel limaðir. Ibrahim soldán notar aldrei fíla til tígrisdýraveiða, eins og indverskir stéttarbræður hans gera. Hann fyrirlítur þá aðferð; þykir það ó- jafn leikur, að bjóða konungi frumskóg- arins. Hann lætur fjölda manns og hunda hræða þau út úr skógarþykkninu, að sér, með bumbuslætti, blikkfötubarsmíði, gjammi og öðrum skellum og gauragangi og bíður þeirra á fæti, einn með riffil sinn, um 25—30 fet frá skógarjaðrinum. En þá má hvorki auga, hönd né hjarta bila. Því tígri'sdýr eru ekki lengi að stökkva 25—30 fet og skotið verður að steindrepa, þegar í stað, því jafnvel dauð- sært tígrisdýr getur auðveldlega drepið mann, áður en hann fær tíma til að segja amen. Við þekktum soldán; hann var heiðursforseti í klúbb okkar, og fáeinir okkar höfðu verið svo heppnir, að komast að sem meðlimir í embættismannaklúbbn- um í Johore Bharu, en þar var soldán daglegur gestur. Nú skyldi Pedersen gera honum aðvart, og biðja hann að koma út eftir með veiðihunda sína og fylgdarlið, til þess að reyna að skella skolla úr fylgsninu, enda má enginn drepa tígris- dýr að soldáni fornspurðum, nema sá hinn sami eigi líf sitt að verja. Með okkur Madsen fóru þrír kínversk- ir kúlíar, sem áræðnastir voru, eða þyrst- astir í hefndarför eftir félaga sinn. Þeir hofðu að vopni högghnífa á löngum bam- busstöngum. En seinna gekk okkur að rekja slóðina, en okkur hafði grunað. Vegur okkar lá upp hæð, sem vaxin var tiltölulega lágum, en afar þéttum kjarr- gróðri. Um kjarrið hvisluðust þúsundir örmjórra stíga, eftir villisvín, hirti og önnur skógardýr. Allstaðar voru brotnar smágreinar, afrifnir kvistir og blöð. Við kunnum eftir engu að fara, nema blóð- ferlinum. Og hann var illt að rekja inn- an um hið marglita lauf og kvisti er stíg- arnir voru stráðir. Við skriðum mest á fjórum fótum, til þess að geta gluggað sem bezt eftir blóðslettunum. Og eftir

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.