Nýjar kvöldvökur - 01.04.1932, Blaðsíða 21

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1932, Blaðsíða 21
MANNÆTAN Á MOUNT AUSTIN 67 andi inn til Johore Bharu og' seldi skinn- ið fyrir tuttugu og fimm dollara. En það varð skammgóður vermir. Soldán komst á snoðir um þetta, og fylltist réttlátri' reiði, sem von var, því Eng Lim hafði ekki leyfi til að leggja svo göfuga skepnu að velli. En reiði soldáns snerist í full- komna heift, er hann lét senda eftir skinninu og sá að hinn guli þrjótur (Eng Lim) hafði svívirt konung dýi’anna með því að skera allar klærnar af skinninu, áður en hann seldi það. Eng Lim var að vísu vorkunn, því samkvæmt þúsund ára gömlum lækningabókum forfeðra hans, er ekki til öruggara meðal við öllum niannkynsins meinlætum, en tígrisdýrs- kló, skafin í duft, sem tekið skal inn í vatni — að undanteknu nashyrnings- horni, sem notast skal á sömu lund. En Ibrahim soldán er menntaður á Englandi, og ber enga virðingu fyrir kínverskum kerlingabókum, að minnsta kosti, hvað sem þeim malayisku líður. Og auk þess er honum allt annað en vel við Kínverja, sem ■ honum þykir nokkuð umsvifamiklir fjármálamenn i ríki sínu, að maður nú ekki tali um litinn á þei'm! Þessvegna kvað hann upp þann dóm, að skinnið skyldi upptækt frá þeim, er keypt hafði af Eng Lim, og ennfremur skyldi Eng Lim greiða fimmtíu dollara sekt í fjár- hirzlu soldáns, fyrir að hafa gengið á veiðirétt hans. — Soldán sagði okkur nokkru seinna í klúbbnum, að svo skyldi hann kenna heiðgulum, kínverskum al- múgaþrælum, að umgangast svo konung- lega villibráð, er tilheyrði soldánum ein- um og stórhöfðingjum. Hvernig við vissum að það var »mann- ®etan« frá Mount Austin, sem Eng Lim slysaði? Blátt áfram á því, að Ah Kim var fyrsti og síðasti maðurinn, sem tígr- ^sdýr tók á Mount Austin þessi ár. Því eins og ég sagði í upphafi þessa máls, hnnir tígrisdýr ekki manndrápum, er það einu sinni hefur á þeim byrjað, fyrr en eitthvað verður þeim að aldurtila. — LEIÐRÉTTING. 1 »Mannætan á Mount Austin«, í síðasta hefti af »N. Kv.« hefir misprentast á 24. bls., 2. dálki, 6.—7. línu að ofan: »sem kött- ur endurvarpast frá hörðu gólfi«, en á að vera: »sem knöttur endurvarpast frá hörðu gólfi«. Þetta eru lesendur vinsamlega beðn- ir að leiðrétta, Höf. Sameining. Nú eigum við sömu óskir og æskunnar duldu þrá. Að lífinu skulum við leika og lyfta’ okkur vængjum á. Við bergjum af sama brunni þá brennandi nautnaveig, og sálirnar syngjandi glaðar fá svölun í einum teig. Nú hugsum við sömu hugsun og hlæjum því sama að, og hvernig, sem veröldin veltist, við verðum á sama stað. Við búum í sama bænum og blundum í einni sæng, og angana sömu við ölum undir einum og sama væng. Svo eigum við sömu æfi og ellinnar stundartöf; að lokum við liggjum saman liðin — í einni gröf. G. Geirdal. 9*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.