Nýjar kvöldvökur - 01.04.1932, Blaðsíða 27

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1932, Blaðsíða 27
UMSKIFTINGURINN 73 »Hann er nú samt býsna stimamjúkur við kvenfólkið«, sagði Teddi af slægvizku sinni um leið og þeir gengu á hæla hús- freyju inn í dagstofuna. »Þér hefðuð átt að sjá hann í vagninum hérna um kvöld- ið. Við vorum þar með tvær vinstúlkur okkar og jafnvel vagnstjórinn var stein- hissa á ganginum í honum«. Mr. Bell var auðsjáanlega ekki alveg sannfærður ennþá um hamingjusamleg leikslok. Hann ygldi sig hroðalega fram- an í vin sinn. — »Já, var gangur á honum?« sagði Mrs. Henshaw, og starblíndi á sökudólginn. »Já, sá var nú ekki alveg af baki dott- inn með spaugið«, sagði Mr. Stokes. »Kallaði aðra þeirra elsku litlu konuna sína, og spurði hana hvað hún hefði gert við giftingarhringinn sinn«. »Það er ósatt«, sagði Mr. Bell eins og hann væri að kafna, »það sagði ég aldrei við hana«. »Ég held svo sem þú þurfir ekki að skammast þín mikið fyrir það«, sagði Mr. Stokes, einstaklega ráðvendnislega. »Þú manst bara hvað ég sagði við þig þarna í vagninum. Alfred, sagði ég si svona, þetta gerir nú ekkert til af því að þú ert ógiftur, en þú gætir verið tvíburi við einn bezta vin minn, hann Georg Henshaw, og ef sumir sæju þig núna, sagði ég, þá gætu þeir haldið að það væri hann. Sagði ég kannske ekki þetta?« »Jú«, sagði Mr. Bell, staklega ráðaleys- islega. »Og hann vildi ekki trúa mér«, hélt Mr. Stokes áfram, og sneri sér nú að húsfreyju. »Þessvegna kom ég með hann hingað til þess að sjá Georg«. »Ég vildi að ég gæti séð þá báða sam- an«, sagði Mrs. Henshaw hæglátlega. »Ég ^undi nú annars hafa haldið að þetta v«eri bóndi minn hvar sem væri«. »Það hefðuð þér nú ekki haldið ef þér hefðuð séð hann í gærkvöldk, sagði Mr. Stokes brosandi og hristi höfuðið um leið. »Var líka gangur á honum í gær- kvöldi?« spurði húsfreyja og bar fremur hratt á. »Nei!« hvíslaði Mr. Bell með þrumu- rödd. Hann skældi sig svo grimmilega fram- an í vin sinn, að það lá við að honum félli allur ketill í eld. »Ég ber aldrei sögur«, sagði hann svo og kinkaði kolli. »Ekki heldur ef ég bið yður nú vel?« sagði Mrs. Henshaw og brosti blíðlega. »Spyi-jið þér hann sjálfan«, sagði Mr. Stokes. »Ég fór í gærkvöldi«, sagði hvíslinga- maðurinn, »og labbaði aleinn í hægðum mínum kringum Viktoríugarðinn. Svo mætti ég Mr. Stokes, og við fengum okk- ur glas af öli á veitingastað. Það er nú öll sagan«. Mrs. Henshaw leit á Mr. Stokes. Mr. Stokes drap tittlinga framan í hana. »Þetta er eins satt og ég heiti e — Al- fred Bell«, sagði sá heiðursmaður, dálítið hikandi skiljanlega. »Jæja, hafðu það eins og þér sýnist«, sagði Mr. Stokes, sem var sjálfur orðinn dáh'tið hikandi, af því hve illa Mr. Bell gekkst við þessum eiginleikum, sem hann áleit að þeir hefðu orðið ásáttir um að hann ætti að hafa til að bera. »Ég vildi að maðurinn minn væri svona hæglátur á kvöldin«, sagði Mrs. Henshaw og hristi höfuðið. »Er hann það ekki?« sagði Mr. Stokes. »Mér finnst hann einmitt allt af svo und- ur hæglátur. Of hæglátur, finnst mér nú. Ég hefi aldrei þekkt hæglátari mann. Ég er svo sem nokkrum sinnum búinn að stríða honum á því«. »Þetta er bara slægð í honum«, sagði Mrs. Henshaw. »Bráðliggur allt af á að komast heim«, sagði hinn góðgjarni Mr. Stokes. 10

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.