Nýjar kvöldvökur - 01.04.1932, Blaðsíða 42

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1932, Blaðsíða 42
88 NÝJAR KVÖLDVÖKUR ætti að fyrirgefa, einkum þar sem maður hennar sæi mjög eftir því að hafa móðg- að hana. Margt fleira sagði hann við hana og varð þeirra viðræða löng, en Snjófríður sat við sinn keip og vildi eng- um sáttum taka, svo að prestur gat engu um þokað í það sinn. Síðar um veturinn gerði prestur aðra tilraun til sátta, en allt fór á sömu leið og áður. Um vorið kom prestur því enn til leiðar, að sátta- fundur var haldinn með þeim hjónum í Fjósatungu í bænhúsi því hinu forna, sem þá stóð enn þar á hólnum fyrir neð- an bæinn, þar sem Guðmundur Davíðsson byggði nýjan bæ löngu síðar, eftir 1870. Á fundi þessum voru þau bæði viðstödd, Sigurður og Snjófríður, séra Sigurður og bóndinn í Fjósatungu. Prestur byrjaði enn að nýju að telja um fyrir Snjófríði; var hann mælskur vel og hugðist að láta til skarar skriða. Fór svo um síðir að hjónin sættust heilum sáttum, en það setti Snjófríður upp, að Sigurður færi frá Kambfelli; kvaðst hún aldrei hafa kunn- að við sig þar. Fór Sigurður frá Kamb- felli 1815 og settist að hjá börnum sínum, sem hann hafði átt með fyrri konu sinni. Bjuggu tvö börn hans í Skógargerði fyr- ir norðan; var hann þar í tvö ár. Þá var hann orðinn blindur og hafði ekki lengur skjól hjá börnum sínum. Sagði hann sig þá til sveitar og var ómági á Hálshreppi í 26 ár, allt af á Hálsi hjá séra Sigurði, vini sínum. — Sigurður blindi dó 30. dag júlímán. 1843, vetri miður en níræður. Einu sinni þegar Sigurður var í Sel- landi, smalaði hann Reykjafjall með Bjarna mági sínum; það var seint um haust. Urðu þeir þá varir við ókunnugt lamb; var það grár lambgeldingur og misstu þeir hann inn í stóran viðarrunna á Fitjalækjarbökkum; þá var þar mikill viður á stóru svæði. Náðu þeir ekki lamb- inu með neinum ráðum; var oft gerð til- raun til þess, en heppnaðist ekki, því að það hljóp æfinlega inn í viðinn og faldf sig þar. Gekk það af hinn fyrsta vetur og svo hinn annan. Á þriðja hausti tókst þeim Sigurði og Bjarna loksins að hand- sama sauð þenna; var hann þá afbragð- fallegur og bar langt af öllum sauðum á þeim aldri. Fóru þeir með hann heim í Reyki og skáru hann þegar, því að ekki kunni hann að éta hey og ekki hugsandi að sleppa honum, svo villtur sem hann var. Sauð þenna átti maður inni í Eyja- firði. Létu þeir mágar eigandann vita um þetta; brá hann þegar við og kom norð- ur að Reykjum. Var hann hinn reiðasti og skammaði Bjama fyrir að hafa skor- ið sauðinn, og svo var hann vondur, að Bjarni varð ráðalaus með hann. Sendi hann því eftir Sigurði í Sellandi í því trausti, að hann mundi geta lægt rostann í Eyfirðingnum. Sigurður kom og spurði Bjarna, hvort hann ætti ekki brennivín; kvaðst Bjarni eiga svo sem einn pela og bað Sigurður hann þá að láta sig fá hann það skjótasta, til þess að hressa sig á, áður en hann fari að fást við mannskratt- ann. Að því búnu gekk Sigurður til bað- stofu og var þar gesturinn fyrir; tóku þeir að rífast allhrottalega og deildu allt kvöldið, en að lyktum hafði Sigurður þjappað svo að honum, að hann bauð sætt; skyldu þeir mágar hafa helming af sauðnum. — Maður þessi var einn af þeim náungum, sem Jörundur Hunda- dagakóngur leysti úr tukthúsi í Reykja- vík, þegar hann sýslaði hér 1809. 26. Frá Jóakim á Sigtúnum og eftirleit á Bleiksmýrardal. Jóakim hét maður; hann bjó á Sigtún- um í Eyjafirði. Þeir Jóakim og Bjarni á Reykjum voru miklir vinir og heimsóttu oft hvor annan. Drengir Bjarna voni tímum saman á Sigtúnum; var þá Jóa- kim að kenna þeim að lesa.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.