Nýjar kvöldvökur - 01.04.1932, Blaðsíða 48

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1932, Blaðsíða 48
94 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Gamlir svipir. Ulviðrið ljórann leniur, ligg ég á fieti veikur. — Lífið er enginn leikur. Válegur veðragnýrinn veinar að hurðarbaki; um óttuskeið einn ég vaki. Skiftast á ljós og skuggar, skelfir mig byljaveður. Marvaðann tunglið treður. Svífa mér fyrir sjónir svipir af þönkum mínum, sorglega dökkir sýnum. Draumarnir frá mér flýja, fyllist ég angri’ og kvíða. Lengi’ er hver stund að líða. Það er sem tröll og tívar togist um sálu mína. — Byljirnir róminn brýna. Skuggar í skotum sveima, skima um loft og veggi, hroll kenni’ eg — sem af hreggi. Látlaust að sjúkum sækja syndir 'frá fyrri árum -— særa mig nýjum sárum. Kvalir ég um flý ekki — enginn má sköpum renna. — Brjóstið skal frjósa’ og brenna. Kvalarar hljóta’ að kveljast, kvölin sín ávalt hefnir. — Náttúran eiða efnir. Brýtur þó kvalabroddinn, brjóstinu uppreisn heitir sælan, — er syndin veitir. G. Geirdal. Gamansögur. y>öllu snúið öfugt þó«. Miðaldra bóndi kom á prestssetur, og:' spurði prestur hann tíðinda. Svaraði bóndi á þessa leið: — Ekkert að frétta, prestur góður,. nema allt illt. Bölvuð konan að bíta lömb- in — og blessuð tófan í reiðileysi heima með börnin.. Skipstjóri nokkur kom í höfn á skipi sínu og keypti síld í beitu. Fluttu hásetar síldina út í skipið, en skipstjóri varð eft- ir í landi. Eftir góða stund kom hann svo; og sá, að síldin var á þilfarinu, en sólskiit var og hiti. Varð skipstjóra mikið um sem vonlegt var, og sagði hann ærið hast- ur 1 máli: — Hvað hugsið þið, piltar, að láta síld— ina skína á sólina? Hún skaðskemmist! Gamli maöu/rinn var snjallari. Bóndi nokkur bjó á afskekktu koti, og: þótti hann ekki sannfróður, enda var hann trúgjarn vel. Fyrir framan hjá hon- um var dóttir hans. Einu sinni komu tveir unglingspiltar til bónda, og spyr hann þá frétta. Segir ann- ar að fátt sé nú tíðinda —: nema hvað þeir hafi séð. dýr eitt ókennilegt, grimmi- legt, ferlegt og mikið á vöxt — og hafí það verið á reiki ekki all-langt frá bæn- um. Bóndi segist vel geta trúað þessu. Það sé svo sem ekki í fyrsta sinn, sem eitt- hvað miður fallegt sé þarna á slæðingi. Spyr hann svo, hvernig dýrið hafi litið út. Piltarnir, sem tekið höfðu saman ráð sín um að fræða nú karlaumingjann um eitthvað, segja, að dýrið hafi verið svo hræðilegt, að þeir hafi forðast að athuga það nokkuð að ráði. Þó sé óhætt að segja svo mikið, að það hafi verið svart og loðið.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.