Nýjar kvöldvökur - 01.07.1942, Blaðsíða 32
126
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv„
hreyfðu sig hvergi og litu ekki upp, þegar
Don Jaime var leiddur inn. Engin svip-
brigði vöru sjáanleg á andlitum þeirra. Þeir
vissu hvað var að gerast, en það var ekki
samboðið virðingu þeirra að láta nokkra
hnýsni á sér sjá.
Augu allra annarra hvíldu á Don Jaime,
sem fylgdi Svartafálka eftir, upplitsdjarfur
og vasklegur í hreyfingum.
„Svartifálki heilsar hinum vitru höfð-
ingjum ættar sinnar'1, mælti Svartifálki og
leiddi Don Jaime að bálinu.
„Svartifálki er hraustur stríðsmaður og
mikill höfðingi; öldungaráð apachanna
býður hann velkominn".
„Þessi hvíti maður hefir fallið í hendur
vorar“, mælti Svartifálki og benti á Don
Jaime.
„Hvers vegna lét ekki Svartifálki hann
deyja? Hvers vegna tók hann ekki höfuð-
leður hans, en gaf dýrum skógarins það,
sem þeim bar með réttu?“
„Tungur hvítra manna eru eitraðar, en
hjörtu þeirra blauð. Þessi hvíti maður skal
verða hlutaður í sundur, við píslarstaurinn,
af konum vorum og börnum“.
„Vel mælt“, svaraði öldungurinn, „Svarti-
fálki er vitur höfðingi".
„Hvíti maðurinn er sonur ókunna manns-
ins, sem endur fyrir löngu reisti bú á bökk-
um straumsins mikla. Hann er einnig bróð-
ir perlunnar í Sonora.. Svarti fákur skal
hefna misgjörða og misþyrminga föður Itans
á syninum".
„Höfðingjar peko-anna og bræður þeirra
apacharnir hafa sagt hvítu mönnunum stríð
á hendur‘‘, hélt Svartifálki áfram og rödd
hans líktist mest reiðiurri jagúarins. „F.nd-
ur fyrir löngu tók Svartifálki að sér að líta
eftir því landsvæði, sem ættfaðir hvítu
mannanna rændi frá oss. í einni slíkri ferð
féll hann í hendur hinna hvítu og var varp-
að í fangelsi og ekki látinn laus fyrr en eftir
langan tíma, svívirtur og hrakinn".
Höfðinginn svifti sig klæðum og sýndi
indíánunum bak sitt og herðar, sem skráð-
ar voru skírum rúnum hræðilegrar mis-
þyrmingar.
Reiðinöldur fór um mannfjöldann við
þessa sjón.
En Don Jaime, sem ekkert þóttist skilja,.
óskaði þess í hjarta sínu að faðir sinn hefði
ekki látið sér nægja slíka hirtingu, heldur
hefði hann látið ganga að þessum blóð-
þyrsta og hefnigjarna indíána dauðum.
„Svartafálka þyrstir í hefnd“, mælti einn
höfðinginn. „Allir íbúar haciendunnar, að
fjárhirðum og konum þeirra og börnum
meðtöldum — skulu svarðflettast. Hreysi
þeirra skulu jöfnuð við jörðu og á haciend-
unni sjálfri skal ekki steinn standa yfir
steini“.
„Þannig skal það vera!“ æptu allir gömlu
indíánarnir samtímis.
„Aðeins einu skal hlíft! Fegurstu perl-
unni í Sonoru. Svartifálki er ölvaður af
fegurð hennar. Hún skal verða kona hans
og ala honum börn“.
Don Jaime hnykkti við, þegar hann
heyrði þessi orð. Hann þóttist vita að átt
væri við haciendu föður hans og við systur
hans.
• „Hvers vegna að hlífa einum hvítum?
Meðal apachanna er nóg af fögrum konum,
sem fúslega mundu fylgja Svartafálka til
gamma hans. Óg hefir hann ekki tekið
Skógarblóm í tölu kvenna sinna?“
„Skógarblóm varð ekki kona Svartafálka.
Þegar hún hafði verið flutt til gamma hans.
snart hinn mikli andi hana og slökkti ljós
vitsmuna hennar. Svartifálki er trúr kenni-
setningum feðra sinna og virðir helgi hins
vitskerta. En þó hann hafi nógar rauðar
konur í gamma sínum, vill Svartifálki eiga
hvíta konu ög perlan í Sonora hefir hleypt
hjarta hans í bál.
Gamli maðurinn ætlaði að segja eitthvað,
en þá reis annar á fætur og mælti:
„Hvers vegna ræða indíánarnir um kven-
fólk, í stað þess að hafast eitthvað að? Dag-