Nýjar kvöldvökur - 01.07.1942, Blaðsíða 36
130
DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv.
una, sem athugaði hana gaumgæfilega. —
Honum brá ónotalega. í eitt hornið á
þurrkunni voru bókstafirnir J. R. saumað-
ir. Hann stakk henni í vasann og lét ekki
neitt á neinu bera.
Þegar þeir félgar voru nýfarnir af stað,
tóku hestar þeirra skyndilega að ókyrrast.
Hestar þessir voru báðir af mustangy-kyni
og mjög næmir að finna ef eítthvað óvænt
vai á seyði.
Diego reyndi að spekja hest sinn,,en varð
þá fyrir því slysi að gikkurinn á byssu hans
kom við söðulbogann og skotið reið af.
Afleiðingar skotsins urðu þær, að örva-
drífa hvein allt í kringum þá og nokkrir
skuggalegir menn ruddust fram úr myrkr-
inu og stöðvuðu hestana.
Diego féll af baki og hesturinn þaut yfir
hann og burt. Marquez sá við bjarma eld-
inganna að menn þessir voru apachar. Sá
hann strax að engin leið var að hjálpa fé-
laga sínum og því hyggilegast fyrir hann
sjálfan að reyna að komast undan á flótta.
Skaut hann því einn indíánann, en sló
annan í rot með byssuskeftinu. Hesturinn
varð nú laus og þaut af stað
Marquez var þó engan veginn úr allri
hættu, því að hann heyrði hófadyn að baki
sér og þegar hann leit við sá hann tvo indí-
ána rétt á eftir. Þeir höfðu handsamað hest
félaga hans og keyrðu hann sporum, svo
hratt sem auðið var, þrátt fyrir hina tvö-
földu byrði.
Eltingaleikurinn var hafinn.
Nokkru síðar varð skógurinn ekki eins
þéttur og Marquez hélt að hann væri kom-
inn frarn á bakka Colorado-fljótsins, en
þegar skógarþykkninu lauk að fullu, sá
hann að hann var kominn á hið auða, skóg-
lausa svæði sem var umhverfis hacienduna.
Nú hélt liann að sér væri borgið, en rétt
í því hnaut hesturinn og hann steyptist af
baki. Hann þreif í skyndi skammbyssu frá
söðulboganum og hentist síðan áfram. Indí-
ánarnir voru rétt á hælum honum. Sneri
hann sér því við og skaut hestinn, sem þeir
riðu á. Hesturinn steyptist um koll, en indí-
ánarnir komu standandi niður. Hófu þeir
eltingaleikinn á ný. Marquez var nú kom-
inn góðan spöl á undan. Haciendan var
skammt frá og hefði hann eflaust komizt
undan ef honum hefði ekki skyndilega
fundist allan mátt draga úr sér. Samtímis
fann hann eitthvað renna niður annan fót-
inn á sér.
Þegar hann kom að síkinu, sem lukti um
búgarðinn, ætlaði hann að þrífa í klukku-
strenginn og gera gæzlumanninum aðvart.
En það var um seinan. Hönd hans hné
máttvana niður. Honum fannst eins og
blóðið stirðna í æðum sér. Samtímis laust
þeirri hugsun niður í huga hans að orsök
þessa magnleysis væri sú, að hin eitraða ör,
sem hann hafði meðferðis> hefði sært hann,
þegar hann féll af baki og nú væru verkanir
eitursins að koma frarn.
Þessi skelfingarhugsun var hans síðasta,
því á sömu stundu dró úr honum allan
mátt. Hann rak upp hátt angistarvein og
greip dauðahaldi í stólpa vindbrúarinnar,
en steyptist síðan á höfuðið niður í síkið.
Þegar indíánarnir sáu afdrif hans sneru
þeir þegar við inn í skóginn. Það var blóð-
þorsti þeirra, sem hafði ginnt þá svo nærri
búgarðinum. Svartifálki hafði lagt strangt
bann við því að nokkur sinna manna kæmi
nærri haciendunni, fyrr en merki frá hon-
um til áhlaups væri gefið.
XI.
DELA DEI.ERIDUM TREMES.
Allan síðari hluta dagsins hafði Donna
Dolores haldið til á herbergi sínu. Hún var
buguð af sorg, eftir að vissa var fengin íyrir
því að faðir hennar væri dáinn.
Ýmsir af íbúum haciendunnar, þar á
meðal presturinn og ráðskonan höfðu gert
ítrekaðar tilraunir til að ná fundi hennar
en árangurslaust.