Nýjar kvöldvökur - 01.07.1942, Blaðsíða 40

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1942, Blaðsíða 40
134 DÆTUR FRUMSKÓGARINS N. Kv. djörfung halda á lofti merki föður míns og bróður." „Það verður í það nrinnsta affafasælast að ganga æðrulaust móti hættunni og treysta varðveizlu Drottins,“ svaráði faðir Matteo. „Hlaðið byssurnar!“ kallaði Dolores til þjónanna. Óhljóðin í skóginum voru þögnuð í bili. En sú grafarþögn, sem ríkti á eftir var ugg- vænleg og boðaði ekki neitt gott. Reykjar- bólstrarnir stigu án afláts upp úr skóginum. Af og til sló á þá dreyrrauðum bjarma, sem gaf til kynna hverskonar hernaðarstarf urín- ið var á heimilum hinna\ fátæku starfs- manna búgarðsins. Donna Dolores hafði gripið tvíhíeypu í hönd og gyrt sig veiðimannabelti. í því hékk skotfærataska og veiðihnífur. Þannig búin og með leiftrandi augu líktist hún mest valkyrju heiðindóms. Hin tápmikla stúlka vék ekki undan þeittt hættum, sem ógnuðu henni. Á þessari stundu áhættu og ábyrgðar varð sorgin yfir missi föður og bróður að víkja fyrir öðrum óskyldum 'tilfinningum. Hún var — eins og mörg ung stúlka Vestursins — skilborin dótir frumskógarins. Þernunum, ásamt Donnu Lutetíu og Rosauru, var skipt niður við skotaugun. Hverri þeirra var fengin byssa í hönd. Þær voru að sjálfsögðu óvanar vopnaburði, en gátu þó ef til vill orðið að nokkru gagni, ef til áhlaups kæmi. Faðir Matteo náði í gamlan og þungan byssuhólk, sem hann virtist varla mundi lofta, en hann handlék hann með undra- verðuin léttleika. Nóttin var senn á encfa. Svalur, hressandi morgunblær barst yfir héraðið. í sama mund og fyrstu sólargeislarnir léku um skóginn, þustu á mörgum stöðum stór.ir hópar af indíánum fram á berangrið kringum hacíenduna, ráku þeir upp tryll- ingslegt heróp og fófu að öllu ófriðlega. . f '. döf"" Donna Dolores fölnaði af skelfinga, þeg- ar hún sá hina ægilegu villimannahjörð og heyrði öskur þeirra. En ótti hennar var skammvinnur, hún herti upp hugann og kallaði hljómskærri röddu: „Skjótið! Allir samtímis!" Þegar þessi skipun var gefin, voru rauð- skinnarnir á að gizka í fimm hundruð feta fjarlægð. Mót venju þustu þeir nú fram í þéttum hópum, sennilega í þeirri góðu trú að öllu væri óhætt, því að fáir mundu vera fyrir til varnar. Svartifálki eggjaði menn sína- fast. Harín j^ekkti mætavel ægimátt skotvopna í höndum hvítra manna og bjóst við skothríð á hverri stundu. Taldi hann sigurvænlegra að vera þá kominn með lið sitt sem næst veggjum búgarðsinsogásemflestumstöðum. En þá hljómaði skipun Donnu Dolores. Fallbyssurnar tvær, þótt smáar væru, spúðu samtímis fullri hleðslu af járnarusli og öðru slíku góðgæti móti hinum vígreifu indíánum. Hávaðinn var ægilegur, því í næstu andrá kváðu við skot úr öílum skot- augum byggingarinnar og kúlurnar þutu kveinandi inn í raðir árásarmannanna. Þegar mesd púðurreykurinn dvínaði, mátti sjá indíánana á hröðum flótta til skógar, þar á meðal Svartafálka. Hann var viti sínu fjær af reiði yfir bleyðimennsku fé- laga sinría og hjó með tomahawöxi sinni til hægri og vinstri, svo að jafnvel hans eigin menn hnigu dauðir til jarðar. En ekkert gat dregið úr þeirri skelfingu, sem lostið hafði indíánana við skothríðina. I ríávígi eru indíánarnir allra manna kaldrifjaðastir og skeytingarlausastir um líf sitt, en sé liðsmunur svo mikill að vonlaust sé um sigur, þá telja þeir mannlegt og vansalaust að flýja. Þar sem fremstu raðir indíánanna höfðu staðið í byrj'un atlögunnar, lá nú dyngja af dauðum mönnum. Þá sem særzt höfðu, höfðu indíánarnir tekið með sér, þrátt fyrir allt.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.