Nýjar kvöldvökur - 01.07.1942, Blaðsíða 35
N. Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
129
stóð innst í rjóðrinu. Skammt frá því lá
hundurinn og engdist sundur og saman.
Kvaladrættirnir fóru þó smám saman mink-t
andi og að síðustu hreyfði hann sig varla.
„Hann hefir verið skotinn með eiturör“,
mælti Marquez.
„Hvernig veistu það?“ spurði Diego
„Indíánarnir auðkenna eiturörvar sínar,
með hárbrúsk, svo að þær þekkist frá öðr-
um. Við skulum rannsaka staðinn betur."
Diego aftraði honum.
„Hvað er að?“ spurði Marquez.
„Sórðu ekki mannsandlitið þarna bak
við sumaktréð?"
„Hvaða vitleysa. Þú ert farinn að sjá of-
sjónir. Annars getum við gengið úr skugga
um það."
Þeir skriðu nú eins og slöngur nær, og
«ér til mikillar furðu sá Marquez að félagi
hans hafði haft rétt fyrir sér.
Það var ekki einn, heldur sex kraftalegir
apachar inni í rjóðrinu. Höfuðskraut þeirra
og búningur allur benti til þess að þeir
væru búnir í hernað.
Þessir sex indíánar gengu nú til hundsins
og einn þeiiTa gerði tilraun til að ná af hon-
um hálsbandinu, sem honum tókst þó ekki.
Dró hann þá hníf úr slíðrum og skar haus-
inn af. Félagar hans litu hann öfundaraug-
um. Hálsbandið var hinn mesti kjörgripur.
Það var úr kopar. fóðrað innan með rauðu
klæði og greipt fögrum steinum.
Einn indíánanna mælti:
„Er ekki hálsbandið eign okkar allra?“
Sá sem náð hafði hálsbandinu leit upp
veiðilega og ætlaði að svara, en annar varð
fyrri til að svara fyrir hann:
,.Grái úlfur hefir drepið hundinn. Háls-
bandið er hans eign“.
Rauðskinnarnir hurfu að svo búhu í
skóginn.
Nokkru síðar áræddu þeir Diego og
Marquez að koma nau'. Fóru jreir mjög
gætilega, eins og þeir ættu von á árás á
hverri stundu. Marquez tók örina og festi
hana við belti sitt, þannig, að oddur henn-
ar gæti ekki orðið áð slysi.
Því næst héldu þeir til baka til hestanna.
„Við verðuum að halda leitinni að Don
Jaime áfram", mælti Marquez hugsandi.
„Hvar! í skóginum, fullum af indíánum?
Nei, vinur, það geri ég ekki. Heldur skul-
um við hraða för okkar til liaciendunnar
og gera húsmóðir okkar, hinni fögru
Donnu Dolores aðvart. Haciendan er í yfir-
vofandi hættu“.
Marquez var á báðum áttum. Skyldurnar
við Don Jaime og við systur hans toguðust
á í huga hans.
„Við getum leitað að Don Jaime á morg-
un“, mælti Diego. „Óveðrinu verður þá
slotað og okkur tekst þá auðveldlega að
finna hann“.
„Við skulum þá fara til haciendunnar.
En það verður enginn hægðarleikur að
finna hana í þessu útliti".
Þeir keyrðu hestana sporum.
Meðan þessu fór fram hafði dimmt mjög
af nóttu. Óveðrið geysaði nú í algleymingi
í frumskóginum eins og áður er sagt.
Þegar þeir félagar höfðu riðið greitt eftir
skógimim í klukkustund og könnuðust ekki
við sig, mælti Diego:
„Við höfum villst, þetta er ekki leiðin
heim“.
„Það lítur út fyrir að svo sé. Ég tel því
hyggilegast fyrir okkur að láta fyrirberast
undir einhverju trénu og bíða þess að ó-
veðrinu sloti og að birti af degi“.
„Ef við höldum áfram má vera að við
hittum á rétta leið“.
„Ég fer ekki lengra", svaraði Marquez
ákveðinn. „Ef þú villt halda áfram. þá
máttu það mín vegna“.
Hann vissi ve-3 að Diego mundi ekki yfir-
gefa sig. F.nda stöðvuðu þeir hestana sam-
tímis. Rétt í þeim svifum/sáu þeir eitthvað
hvítt á jörðinni. Dige steig af baki og tók
það upp. Það var hvít handþurrka, en ötuð
blóði. Diego rétti félaga sínum handþúrrk-
17