Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Síða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Síða 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 35 inn að ganga trn'g dauðþreyttann að leita að Þjer.« Jeg tók kveðju hans. »Vertu velkominn! Jeg vona að þú takir þjer sæti og forsmáir ekki einn bita.« »Þakka þjer kærlega fyrir. Jeg hefi ekki bragðað þurt nje vott í liðlangan morgun.« »Svo að þú hefir verið að Ieita að mjer,« tók jeg svo til máls til þess að leiða talið að öðru. »Já, svei mjer þá. Jeg hefi leitað að þjer af hinu mesta kappi.« »Pað gleður mig stórlega, ef þú hefir gert það fyrir vináttu sakir.« »Getur þú ímyndað þjer annað? En jeg verð þó að játa, að í þetta skifti hefi jeg ekki leitað þín einungis vegna vináttu olckar. Jeg hefi erindi við þig. Jeg er í hálfgerðri klípu.« »Nú, nú. Hvernig er henni varið? Á jeg ef til vill að fara í bónorðsför fyrir þig til ...?« »Jeg veit við hverja þú átt,« tók hann fram 1 fyrir mjer og roðnaði. »En þess þarftu ekki. Sú þraut er yfirstigin.« »Ja æja. Jeg óska þjer annars af öllu hjarta til hamingju. En hvað er það þá, sem jeg get liðsint þjer?« »Þegar þú hefir heyrt alla söguna, þá munt þú færastur til þess að ráða fram úr, hvað gera skuli. Svo er mál með vexti, að þegar Karin ætlaði í gærkveldi út í borgina í erindum ...« »Jú, jú, jeg skil,« greip jeg gletnislega fram • fyrir honum. »Jæja. Rað þýðir víst ekki að neita því, að hún ætlaði að hitta mig samkvæmt umtali okk- ar og var nú á leiðinni til mín. En skamt frá bústað konungs kom vel búinn herramaður til hennar og ávarpaði hana, og hversu sem hún reyndi að hérða göngu sína og á annan hátt láta hann á sjér skilja, að hún vildi ekkert við hann tala eða gefa sig að honum, gat hún ekki losað sig við hann. Hún fór þá að hlaupa, en hann herti þá göngu sína að sama skapi. Skugginn fylgir engum manni betur en þessi þorpari fylgdi kærustunni minni eftir.« »Nú, og hvað var hann að segja?« »Hvað hann sagði? Hann þuldi ástarjátn- ingu sína yfir henni og svo ört, að jeg hefði þurft heilt ár til þess að segja helminginn af henni.* »Jæja. Svo að þú hefir þá þarna slæman keppinaut?« »Jeg veit ekki. En annars er jeg öruggur fyrir því, að jeg get reitt mig á litlu kærust- una mína. En svo að jeg haldi áfram. Af nokkrum orðum, sem hann sagði í hálfgerðu ógáti, var grunur hennar vakinn um, að annað lægi á bak við vaðal hans en tóm ástarjátning- in. Og eins og þú veist, er Karin vel gáfuð stúlka. Henni flaug i hug alt í einu, að reyna að komast fyrir hjá þessum manni, hvað hon- um byggi eiginlega í brjósti og komast fyrir leyndarmál hans. Hún ljet því svo sem hún tryði á ástafleypur hans og ljet auk þess í veðri vaka, að hún væri ekki ófús á að skenkja hon- um eitthvað af ást sinni, því að hann væri meira en í meðallagi myndarlegur. En eitt var það, sem hún þverneitaði honum um, hversu innilega sem hann bað hana . . .« »Bíddu augnablik! Rú mátt ekki sleppa neinu úr. Hvað var það, sem hún ljet ekki undan honum með?« Jeg verð að játa, að jeg spurði vin minn þessarar spurningar einungis til þess að koma honum í vandræði, því að jeg vissi fullvel, hvað hann fór. >Hvað er þetta, maður?« mælti hann bros- andi. »Geturðu ekki skilið, að hann vildi kyssa stúlkuna, þorparinn? Jeg get nú í rauninni eltki láð honum það, því að — ja — það kemur í rauninni ekki sögunni við! — En það fór nú svo, að Karin litla gat komið mannin- um á þá trú, að hún mundi ekki altaf verða jafn fráhverf honum. Pá opnaði hann hjarta sitt fyrir henni. Sagði að hann hefði fyrir löngu kosið sjer hana úr hópi allra annara stúlkna, en því miður gæti hann ekki gifst henni strax, því að hann væri mjög fátækur. En ef hún vildi og væri hugrökk, þá gæti hún með lítilli fyrirhöfn þokað þessari hindrun úr vegi fyrir hamingju þeirra beggja. Karin Ijet 5*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.