Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Qupperneq 15

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Qupperneq 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 45 œtla jeg að biðja yður að færa eiganda hans Lveðju mína og. þökk fytir lánið, því hestuiinn hafi orðið mjer til ómetanlegs gagns. Hann hefir borið mig að takmarki ferðar minnar’fljót- ar en jeg bjóst við og hamingjan hefir fylgt mjer í öllu.t Pessi þrjú brjef sendi jeg svo af stað sam- stundis. Því næst bjóst jeg til ferðar. Bob varð eftir hjá Sir Róbert Graham, því jeg hafði eigi lengur þörf fyrir hann. Rjett áður en jeg lagði af stað, fjekk Ellinor tnjer brjef til Percy. Svo kvaddi jeg og reið af stað með blessunarorð Róberts Grahams og dóttur hans i veganesti. Jeg leit við um Ieið og jeg gaf »Bravó« Iausan tauminn og sá jeg þá að Ellinor stóð með tárin í hinum fögru augum sínum og horfði á eftir mjer. A þriðja degi um hádegisbilið kom jeg til St. James. Jeg reið hægt yfir vindubrúna og heim að hesthúsinu. Sá jeg þar aðeins einn mann, er tók á móti hesti mínum, því að þetta var um hádegi og flestir sátu undir borðum. Jeg spurði manninn, er jeg heilsaði honum, hvernig líðanin væri á St. James. »Alt í Iagi!« svaraði hann. Svo bætti hann við: »Og hjer fáum við þá »Bravó« aftur. — Pjer hafið svei mjer ekki farið illa með hann í ferðalaginu. — Hann er spikfeitur.« »Hvernig líður eiganda hans?« spurði jeg. »í dag hefi jeg ekki sjeð hr. Sidney, en í gær var hann frískur og í góðu skapi.« Svo gekk jeg inn í setustofu embættismann- anna og læknanna. Var mjer fagnað vel og spurður spjörunum úr. — Jeg reyndi að svara svo, sem mjer var unt. — En það vakti at- hygli mína, að mjer virtist yfirlæknirinn senda mjer hornauga, sem mjer virtist eigi tortrygnings- laust. Og mjer virtist hann fremur þögull. »Pjer hafíð fengið brjefið frá mjer?« spurði jeg forstjórann. »Já, jeg íjekk það í gær með póstinum. Jeg flulti svo Sidney kveðju yðar.« «Pökk fyrir.« >Hann er fekki vel frjskur i dag,« hjelt forsijórinn áfram, »en það mundi gleðja hann, ef þjer vilduð ómaka yður upp á herbergi hans og heitsa honum.« »Já, það vil jeg gjarna,« svaraði jeg svo rólega, sem mjer var unt. Hann er vonandi ekki hættulega veikur?« «Nei, nei, ofurlítill sneríur af illkynjuðu kvefi.« »Pjer komið á mjög hentugum tíma,« mælti nú Elliotson. »Við höfum nefnilega í hyggju að leika Lear konung næsta föstudag. — Pað verður mikill hátíðisdagur.« Jeg tók nú að athuga, hve langan tíma jeg hefði til að undirbúa flótta Sidneys, ef jeg kæmi honum í framkvæmd þann dag, sem á- kveðið var að leika sjónleikinn. Pað voru fjórir og hálfur dagur, því þessi dagur var mánudagur. »Alt af viljið þið nota föstudaginn,« hrópaði nú Derby. »Jeg hefi ótrú á þeim degi. Mun- ið þið ekki eftir því, hveinig fór í íyrra.« »Pjer eruð altof hjátrúarfullur,« svaraði yfirlæknirinn. »Jæja, jæja, hafið þið þá þennan sjónleik á föstudaginn, en mjer finst þið hefðuð geta beð- ið með það til sunnudags.* »Sunnudagurinn er minn dagur,« mælti nú presturinn alvarlegur. »Einmitt það,« svaraði Derby biturt. »En jeg hjelt, að sunnudagurinn væri dagur guðs föðurs; þess vegna finst mjer einkennilegt, að síra Bromfield skuli tileinka sjer hann. Allir hlógu og presturinn líka. Pá er jeg hafði haft fataskifti og etið mið- degisverð, flýtti jeg mjer upp til Percy. Jeg drap á dyrnar og gekk svo inn fyrir. »Ert það þú?« hrópaði hann og rjetti fram báðar hendurnar. »Guði sje lof fyrir það, að þú ert komiun aftur. Pú getur ekki ímyndað þjer, hve mikið jeg hefi þráð komu þína. Og jeg veit að jeg má vænta mikils.* »Og þó ert. þú veikur!« svaraði jeg bros- andi.« Veikur! Pað var aðeins króka refsbragð til að geta frekar fengið tækifæri til ^ð tala við þig í eintúmi,*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.