Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Qupperneq 12

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1924, Qupperneq 12
42 NÝJAR KVÖLDVOKUR. Faðir hennar sat á stól við hvílu hennar. Hann stóð nú upp og benti mjer að setjast þar. Jeg settist eins og í leiðslu og fann að augu hennar hvíldu á mjer. »Já, ungfrú Graham,* mælti jeg loks. Jeg er kominn hingað sem læknir yðar og vona eftir að geta fært yður bata.« »Jeg veit ekki, hvort það hefir verið rjett að gera boð eftir yður,« mælti hún svo. »En jeg gæti ef til vill borið traust til yðar. Jeg veit annars ekki hvað jeg er að segja.« Hún horfði altaf á mig. Svo sagði hún alt í einu: »Rjer eiuð eitthvað svo einkennilegur á svip- inn, eins og pabbi áðan . . . leyndardómsfullir . . . fyrirgefið mjer, herra minn, má jeg spyrja yður einnar spurningar: Eruð þjer í raun og veru Iæknir?« »Rví spyrjið þjtr að því?« »Jeg veit ekki. Rað er eins og þjer sjeuð að hugsa um eitthvað annað, en jeg er heldur ekki veik!« »Eruð þjer ekki veik, ungfrú?« mælti jeg, »og þó sje jeg að yður líður mjög illa?« »Virðist yður það?« »Já, jeg sje það glögt, en jeg bið yður ungfrú, að vera vongóðar, því ef til vill get jeg dregið úr þjáningum yðar og,« bætti jeg við hikandi, »ef til vill fært yður fullan bata.« »Þjer lofið meiru en þjer getið tfnl,« svaraði hún. »Rví það er eigi unt, hve góður maður sem þjer eruð, og hve mikið sem þjer viljið gera fyrir mig. Pað er ekki hægt. Nei, þjer þurfið ekki að hrista höfuðið, því þjer megið trúa þessu. Ó! — Einu sinni var jeg hraust og frjáls eins og hindin í skóginum . . . en svo kom óhamingjan og jeg varð veik — sjúk af óhamingju. Hamingjuna getið þjer ekki fært mjer aflur og öðruvísi er ekki hægt að lækna m'gi og það getur enginn.« »Ró ef til vill enginn maður geti það, þá er máttur guðs svo mikill og vegir hans svo margir, að hann getur gert það ómögulega.« »Pað getur hann. En jeg er hætt að vona í þessu lífi. Seg!ð mjer eitt: Hafið þjer nokk urn tíma elskað? — En jeg þarf víst ekki að spyrja yður þess, því þjer eruð vafalaust giltur.« »Giftur? Nei, það er jeg ekkí, ungfrú, en þrátt fyrir það, get jeg vel skilið mátt kærleikans og hve mikið tap getur haft að segja í því efni.« »Getið þjer skilið? — Nei, nei, herra minn. Það getur enginn skijið, sem eigi hefir reynt það sjálfur, og fyrst þjer ekki hafið elskað, getið þjer eigi vitað, hvílíkan sjúkdóm ástin getur framleitt. Og því getið þjer eigi lækn- að hann. — Eti þjer sögðuð áðan, að þjer væruð ekki giftur. — Pabbi, þú sagðir mjer þó að herra B . . . væri giítur og ætti börn.« Nú varð stundaiþögn. — Jeg sá að hún horfði á íöður smn með eftirvænt.ngu og að hann vissi eig' hverju hann skyldi svara. »Pað er misskilningur,« mælt; jeg loks ró- lega. »Hefir faðir yðar ekki sagt yður, að jeg er ekki læknirinn, semigert var boð eftir, held- ur...« hjer þagnaði jeg um stund »... heidúr maðurinn sein átti að fá brjefið, sem kom hmg- að í morgun.« »Hvað — hvað!« hrópaði hún áður en jeg gat sagt meira og hún hóf sig upp í hvil- unni og greip um handlegg minn. — »Hvað — hvað segið jojer — var brjefið írá Dunsdale til yðar?« »Já,« svaraði jeg svo rólega, sem mjer var unt, »og lijer er brjefið, og tvö önnur, eldri.« Hún greip þau eins og í lelðslu og leit ut- anáskriftina. »Guð minn góður!« hrópaði hún og fól andlit.ð í höndum sjer. »Ungírú Éllinor — Ellinor! — Hlustið þjer á mig — jeg hefi eigi lokið máli mínu.« »Nei, nei, jeg vil ekki hlusta á yður. Eilt- hvað hefir komið fyrir, eitthvað ægilegt — voðalegt.« — »Jeg sver við guðs nafn að svo er eigi — þvert á móti.« »Hver hefir opnað þessi brjef?« spurði hún svo og horfði nær því ógnandi i augu mjer. »Jeíí — frá Dunsdale,t — mælti jeg hægt og lagði áheislu á tvö síðustu oiöin.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.