Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Qupperneq 3
XVIII. árg.
Akureyri, júní 1925.
6. hefti.
Flagð undir fögru skinni.
Eftir Marie Corelli.
(Framliald).
XVI.
Mjer er næstum ómögulegt að lýsa því æsta
og órólega hugarástandi, sem nú tók að leggj-
ast á mig með degi hverjum. Jeg þóttist nú
eiga vissa uppfylling óska minna, en samt varð
skapið óstöðugra en vindurinn og jeg var aldrei
ánægður tvo tíma samfleytt. Jeg tók þátt í öll-
um þeim skemtunum, sem þá tíðkuðust meðal
ungra manna, er fleygja sjer eins og angur-
gapar út í foræði lífsins, aðeins til þess að
tolla í tískunni. Jeg gerðist mesta spilafífl ein-
göngu vegna þess, að margir »helstu« menn-
irnir meða’l »the upper ten« töldu það merki
manndóms og karlmensku að gefa sig allan
við spilunum.
»Jeg hata þá piltana, sem tíma ekki að tapa
fáeinum pundum í spilum,* sagði einn af þess-
um »heldri«, titluðu beinösnum við mig. ^Pað'
ber vott um bleyðimensku og smásálarskap.*
Jeg Ijel leiðast af þessum »nýja« siðalær-
dómi, og þar sem jeg vildi hvorki vera kend-
ur við bleyðimensku eða smásálarskap, þá leið
varla svo nokkurt kvöld, að jeg tæki ekki þátt
1 »Baccarat« eða öðrum áhættuspilum og tap-
aði góðviljuglega þeim »fáu« pundum, sem
raunar skiftu hundruðum, hvað mig snerti og
vann svo aftur stöku sinnum, svo að allmargir
»aðalbornir« slarkarar og hávelborin spilafífl
^omust í »drengskaparskuld« við mig og láta
menn sjer annara um að borga þær skuldir á
rjettum tíma en nokkrar aðrar skuldir, enda
þótt þær sjeu óborgaðar enn, hvað mig snertir.
Lika veðjaði jeg hiklaust um alt, sem annars
er hægt að veðja um, sótti misindissamkomur
og Ijet hálfberar koniaksangandi dansmeyjar
og auðvirðilega söngknæpuloddara vjela af mjer
gimsteina fyrir nokkur þúsund pund — alt til
þess að standa ekki fjelögum mínum á baki í
»smekkvísi« og »heimsþekkingu«, því að þetta
var kallað að »vera með« og álitið ómissandi
skemtur.um heldri manna. Hamingjan góða! —
Hvílíkir gagnslausir þojparar! — Og samt um-
gengumst við beztu og merkustu menn lands-
ins — hinar fegurstu hefðarkonur í London
brostu við okkur, smjöðruðu fyrir okkur og
buðu okkur á heimili sín — okkur, sem vor-
um ataðir í löstum og ólifnaði — okkur, þess-
um »ungu heldri stjettar mönnum«, sem hver
ærlegur skóari, er vinnur baki brotnu fyrir dag-
legu brauði, hefði mátt hrækja á, ef hann hefði
þekt líferni okkar eins og það var — hefði
mátt hrækja á okkur með fyrirlitningu og gremju
yfir því, að slíkir mannhundur skyldu fá að
leika lausum hala! Rímanez tók einstaka sinn-
um þátt í skemtunum okkar, en þó mjög sjald-
an, og tók jeg eftir því, að hann slepti þá
lausum taumunum að segja mátti og var ólm-
astur okkar allra. En aldrei var hann rudda-
legur — eins og vid, þó að hann slepti sjer.
Hlátur hans, djúpur og þýður, misti einkis af
hljómfegurð sinni og var alls ólíkur hinum
»siðfáguðu« asna hrinum okkar. Framkoma
11