Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Qupperneq 4

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Qupperneq 4
82 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hans var aldrei dónaleg. Hann hjelt snjallar. ræður um menn og málefni, ýmist fyndnar og hæðnislegar eða þá alvarlegar og æsandi, og höfðu þær undarleg áhrif á marga þeirra, setn á hann hlustuðu — en fyrst og fremst á sjálf- an mig. Jeg minnist þess, að einu sinni sner- um við heimleiðis frá samdrykkju og var orð- ið allframorðið — var það jeg ásimt þremur ungum lávarðasonum og Rímanez. Við rákumst þá á stúlku, tötralega til fara, sem hjelt sjer í járngrindurnar fyrir framan kirkjudyr einar og grjet háslöfum. »Ó, guð minn! Guð minn góður! Hjálpaðu mjer!« veinaði hún. Einn fjelaga minna þreif í handlegg hennar með ruddalegu orðbragði, en þá gekk Rímanez á milli. »Látið hana kyrra,« sagði hann alvarlega. »Látið hana finna guð, ef hún getur það.« Stúlkan leit á hann óttaslegin og streymdu tárin niður eftir kinnum hennar. Hann laumaði tveim eða þrem gullpeningum í lófa hennar og fór hún þá að grála aftur. »Guð blessi yður!« hrópaðí hún. »Guð blessi yður!« Hann tók ofan og b>-á undarlegum, þráandi svip á hina fögru og þungbúnu ásjónu hans og gerði hana Ijúfmannlegri. »Pakka yður fyrir!« sagði hann. sPjer gerið mig yður skuldbundinn.« Hann gekk svo leiðar sinnar og við á eftir ’nonum, hálfskömmustulegir og þögulir, en þó hló einn af hinum aðalbornu kunniugjum mín- um fíflahlátur. »Pessa blessun borguðuð þjer rausnarlega, Rfmanez!« sagði hann. »Rjer gáfuð henni þrjú pund. Fjanda kornið að jeg hefði gefið henni meira en eitt, hefði jeg verið í yðar sporum.« »F>vi trúi jeg vel! svaraði Rímanez. »Rjer eigið meira skilið — miklu meira — og jeg vona að þjer fáið það! Ein blessun væri ekki til neins gagns fyrir yður, en það er hún fyrir mig.« Jeg hefi oft hugsað um þetta síðan, en þá var jeg altof skilningslaus til þess að gefa því nánari gaum. Jeg hugsaði ekki um neitt annað en sjálfan m:g og kærði mig ekki um neitt, sem ekki stóð í einhverju sambandi við mína eigin persónu eða mína eigin hagi. En samt kvaldist jeg af sífeldri órósemi innan um alt þetta svall mitt og svoneíndar skemtanir og hafði ekki verulega ánægju af neinu nema biðilsförum mínum til urgfrú Sibyl, Rað var annars ein- kennileg stúlka. Hún vissi vel um tilfinningar mínar gagnvart sjer, og samt Ijest hún ekki hafa hugmynd um þær. Hún ljet sem sjer kæmi það mjög á óvart, ef jeg sýndi henni meira en venjulega kurteisi eða leit á hana brennandi augnaráði elskhugans. Pað væri fróð- legt að vita, hvers vegna sumar konur gera sjer upp alls konar ólíkindalæti, ef um ástamál er að ræða. Pær vita þáð með sjálfum sjer, hvenær karlmaðurinn verður ástfanginn, en þær eru ekki ánægðar fyr en fullur sigur er feng- inn, þegar þær, með öðrum orðum, geta vaf- ið biðlum sínum um fingur sjer og svínbeigt þá svo, að þessir bjálfar, örvita af ástríðu, eru reiðubúnir að ganga í dauðann fyrir þeirra sakir eða fyrirgera sóma sínum, sem er enn verra. En hver em jeg, að jeg skuli vera að fást um hjegómagirni annara? — . Jeg sem er blindaður af sjálfselsku og skil ekkert og vcit ekkert, sem ekki snertir sjálfan mig. En samt sem áður — þrált fyrir alla mína sjálfselsku, og þó að alt virtist leika mjer í lyndi, var þó eitt, sem nú tók að kvelja mig og pína og olli mjer viðbjóði og örvæntingu, og þótt undarlegt megi virðast, var það ein- mitt þessi sama frægð, sem jeg hafði altaf þráð og verið hefði mín heitasta ósk. Bókin mín — þessi bók, sem jeg hafði dirfst að álíta snildarverk — hún varð nú, þegar hún var nú komin á bókamarkaðinn, að bókmentaleg- um óskapnaði, sem kvaidi mig nótt og nýtan dag. Ressi löngu lygameðmæli og skrumaug lýsingar, sem útgefandinn dreifði um alt landið, blöstu við mjer í hverju einu einasta blaði, sem jeg leit í. Rað var viðbjóðslegt! Jeg fjekk andstygð á öllu þessu skjalli og oflofi. Einu sinni rakst jeg á mikils metið tímarít; og í því

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.