Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Qupperneq 9

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Qupperneq 9
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 87 »Já, en guð er non est og prinsinn er esf,» sagði jeg í hálfkæringi. Hann brosti háðslega. »A, haldið þjer það?« spuiði hann. »En þessi skoðun yðar er ekki frumleg, því að margir »andans menn< hafa verið sömu skoð- unar. Fólk sem engan viðbúnað hefir til þess að ganga fyrir guð, eða að fara í kirkju eða »guðshús«, sem það svo kallar, það hefir þó ætíð þá afsökun, að það sjer hann ekki — það sjer ekki annað en prestinn, og það er nú ekki alveg það sama.« Jeg gat ekki svarað honum neinu, því að nú stöðvaðist vagninn og stigum við út úr honum hjá höllinn'. Liðsforinginn, sem áður er getið, leiðbeindi okkur og var okkur skipað meðal mestu stórhöfðingjanna, svo að við þyrft- um ekki að bíða áheyrnar lengi, og þann stutta biðtíma notaði jeg til þess, að athuga svip þeirra og tilburði. Sumir þeirra voru feimnir og sumir reigingslegir og fáeinir nafntogaðir byllingamenn báru sig til rjett eins og það væri þeim einum að þakka, að konungsfólkið gat leyft sjer alla þe;sa viðhöfn og serimoníur. Sumir höfðu kastað á sig hirðbúningnum í flýti, svo að s lk pippírinn, sem skraddarinn hafði vafið um gyltu hnappana til þess að ekki fjelli á þá, sat enn kyr. Þeir tóku sarnt eftir þessu áður en það var um seinan, og voru nú að plokka hann burt og fleygja honum á gólfið og var hlægilegt að sjá til þeirra. Allir sneru sjer við og slörðu á Lúcíó, því að hann dió að sjer hvers manns athygli. Þeg- ar við komutn loksins inn í hásætissalinn og stóðum þar, sem okkur var skipað, gætti jeg þess vel, að hinn höfðinglegi vinur minn stæði fyrir framan mig, því að mig langaði mjög mikið til að sjá, hver áhrif hann hefði á kon- ungsfólkið. Jeg gat sjeð prinsinn af Wales mjög greinilega, þaðan sem jeg stóð og virt- ist hann háíignarlegur ásýndum, þar seni hann sat í fullum einkennisskrúða með ýms tignar- merki ghtrandi á sínu breiða brjósti. Mörgurn hefir sýnst honum svipa mjög til Hinriks átt- unda og sýndist mjer það einnig og miklu fremur, en jeg hafði búist við. F*ó var andlits- svipur hans miklu góðmannlegri, en jafnframt eitthvað þunglyn.dislegur, eins og eitthvað am- aði að honum, þó að hanr. vildi ekki láta á því bera. Hitt konungsfólkið sat þar hjá hon- um á hásætispallinum og var langtum tilkomu- minna á að líta. Flest af því virtist vera eða Ijest vera reigingslegt og tilgerðarlegt og krnkaði að- eins kolli við hvern gest, er fram hjá gekkj en ekki var hægt að sjá neinn ánægjuvott eða góðvildar í svip þess. En það leyndi sjer ekki í svip og látæði ríkiserfingjans að voldugasta keisararíki veraldarinnar, að hann bauð alla hjartanlega velkomna. Mjer virtist útlit hans bera vott um dulinn en þó óbilugan kjark og karlmensku- hug, og var hann þó, eins og menn f hans stöðu ávall hljóta að vera, umkringdur þarna af allskonar skýjaglópum, sníkjugestum, höfð- ingjasleikjum og eigingjörnum hræsnurum, sem aldrei hefði komið til hugar að hætta lífi sínu í hans þágu nema þá í eigin hagsmuna skyni. Jafnvel nú er mjer ómögulegt að gera mjer Ijósa grein fyrir þeirri einkennilegu geðshrær- ingu, sem greip mig, þegar að því kom, að við skildum ganga fyr r prinsinn. — Jeg sá, að fjelagi minn gekk fram og heyrði dróttset- ann nefna nafn hans — »Lúcíó Rímanez prins« — en þá — ja þá fanst mjer alt í einu ein- hverri dauðakyrð slá á alt og alla, og alt eins og helstirðna í hinum skrautlega sal. Öllum varð litið á hinn tignarlega og glæs lega vin minn og hann hneigði sig svo hæversklega, að hneigingar annara virtust afkáralegar f sam- anburði við kveðju hans. Hann nam staðar eitt atignablik frammi fyrir hásætinu, leit á prinsinn eins og hann vildi láta hann ganga úr skugga um, að það væri hann — Rímanez — sjálfur, sem hjer væri kominn — og þá dró alt í einu ský fyrir sólu og huldi sólargeislann, sem alt að þessu hafði lagt inn í salinn. ískalt myrkur og þögn virtist fara um herbergið, allra augu störðu á Rímanez og enginn hreyfði legg eða lið. Þessi dauðaþögn var jafn stutt og hún var átakanleg — prinsinn af Wales hrökk við

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.