Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Blaðsíða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 91 »Hvað gengur að þjer, drengur minn? Hefirðu tannkýli? A lur kjálkinn á þjer er stokkbólg- * inn!« »Nei, herra minn, það er ekkert hættulegt,« svaraði drengurinn. »Ójú! Víst er eitthvað að þjer. Það hlýtur að vera tannpína. — Opnaðu munninn og lof mjer að sjá!« , Drengurinn opnaði munninn, þótt tregur vaeri hann til þess, og sá þá í gríðarmikla tó- bakstuggu. »Já, jeg sje það! Jeg sje það! Og Ijótt er það. Það þarf að skola duglega á þjer munn- inn og bursta á þjer tennurnar. Það er baga- legt, að enginn tannlæknir skuli vera á skipinu. En það verður þá að bjargast við það, sem fyrir hendinni er. — Látið járnsmiðinn koma hingað, og biðjið hann að hafa með sjer teng. ur sínar!« Járnsmiðurinn kom, og drengurinn varð að glenna upp munninn eins og hann gat meðan járnsmiðurinn var að draga út úr honum tó- bakstugguna með einni tönginn1', þó grófgerð væri hún í meira lagi og miður þokkaleg til þeirra hluta. »Sjáum til!« sagði næstráðandi; »nú er jeg viss um að þjer líður mikið betur; þú hlýtur að hafa verið alveg lystarlaus. Rjer, þarna, yfir- maður afturreiðamanna! Komið hingað með sand og segldúksræmu og þvoið rækilega á honum tennurnar, svo þær verði snjóhvítar!« Maðurinn kom með það, er til var tek'ð, tók drenginn og hjelt höfði hans milli hnjánna og tók að fága á lionum tennurnar með segl- dúknum og sandinum. Var hann að því svo sem tvær eða þrjár mínútur. sÞetta verður að duga,« mælti næstráðandi, »og nú er jeg viss um, að þú, lilli vinur, etur 'norgunverðinn með góðri lyst, því nú er munn- or þinn hreinn og fágaður. Pað hefði verið ógerningur fyrir þig að koma niður nokkrum hita, meðan mur.nurinn á jajer var f slíku ástandi. Komdu svo til mín affur, ef munnur- inn á þjer kynni að óhreinkast á ný. Jeg skal vera tannlæknir þinn.« Rað var einhvern daginn að jeg var staddur uppi á framþiljum hjá Chucks bátstjóia. Varð honum þá eitthvað það að orði, er bar vott um, að hann væri í rauninni mikið meiri heim- spekingur en timburmaðurinn, þrátt fyrir allar hans 27 þúsundir og tugstafina. Ljet jeg hann skilja þetta lítillega á rnjer. Jeg hefi líka fengið betra uppeldi, herra Simple,« svaraði bátstjórinn, »og er — að því er jeg held — töluvert meiri snyrtimaður og prúðmenni.c »Já, það eruð þjer sannarlega, herra Chucks,« svaraði jeg. »Og leyfið mjer að bæta því við — án þess að jeg ætli á nokkurn hátt að skjalla yður, — að þjer hafið á yður meira menningarsnið en nokkur annar af undirfor- ingjum vorum. Hvar eruð þjer uppalinn?* »Herra Simple,« svaraði hann; »hjer er jeg einungis lítils viitur bátstjóri með hreint háls- lín, og þótt jeg segi sjálfur frá, — og þar þýðir engum í mót að mæla — þá þykist jeg vera full fær til minna starfa, og inna sóma- samlega af hendi mín skyldustörf. En þótt jeg þori ekki að berja það fram sem blákaldan sannleika, að jeg hafi einhverntíma verið hærra settur í mannfjelaginu, þá hefi jeg þó átt sam- neyti með löfðum og lávörðum og öðrum aðli þessa lands, og hefi meira að segja neytt kvöldverðar með honum afa þínum.« jRað er meira en jeg get hrósað mjer af,« svaraði jeg. »Hann hefir aldrei boðið mjer í gildi sín, og yfir höfuð aldrei gefið mjer hinn minrta gaum.« »Petta er þó sannleikur, sem jeg segi,« hjelt herra Chucks áfram. »Jeg vissi það ekki fyr en í gær, að þjer voruð sonarsonur Privi'egs Iávarðar; var það rjett af hendingu, að jeg komst að þessu hjá herra O’Brian; en afa yðar man jrg ennþá vel, þótt jeg væri unglingur, er þetta skeði. Nú skal jeg lofa yður að heyra sögu mína, ef þjer leggið þar við drengskap yðar — og jeg veit að þjer eruð sannur drengskaparmaður — að segja hana engum.« Og er jeg hafði heitið honum því, að við- lögðum drengskap, að segja hana engum, fyr 12*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.