Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Qupperneq 16
94 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Frakkar af einni fallbyssnnni og þutu svo leiðar sinnar, en við tókum virkið án orustu og þótti mjer ekkert að því. Mjer fanst mig bæði skoita afl og aldur til þess að Ieggja að fullorðnum mönnum í alvöru. Meðau tveir bátarnir reru til skipanna til að athuga, hvort hægt væri að koma þeim aftur á flot, naglráku aðrir fallbyssur virkisins og brutu fallbyssupallana; en jeg gekk með O’Brian heim að fiskimannskofa, er þar var ijett hjá, til að litast þar um. Heimamenn voru allir flúnir, sem eðlilegt var, en þar á móti var þar gnægð af nýjum fiski, sem auðsjeð var á, að aflast hefði sama dag. O’Brian benti þar á heljarmikla skötu, og sagði: »Nei! Hver skrambinn er þetla! Hún er svo nauðalík henni ömmu minni, að jeg held við verðum að taka hana með, þó ekki sje nema vegna ættarmótsins. Styngdu fingr- unum inn í tálknopin á henni og dragðu hana niður að bátnum.« Ekki kom jeg fingrinum inní tálknopin á henni, svo að gagni væri, en af þvi jeg hjelt að skötuskrattinn væri stein- dauð, staklc jeg fingrinum uppí kjaptinn á henni, en þar skjátlaðist mjer hrapallega. Skatan var ennþá lifandi og beit nú utan um fingurinn á mjer, svo að tennurnar stóðu í beini. Hún slepti heldur ekki takinu, en hjelt sem fastast, og jeg gat ekki kipt fingrinum í burtu, því jeg hafði ekki hörku í mjer til þess. Jeg hafði verið tekinn til fanga af skötu! Til allrar ham- ingju hrópaði jeg svo hátt á hjálp, að O’Brian heyrði. Var hann kominn niður að bátnum með sirin þorskinn undir hverri hendi og kom nú hlaupandi til að hjálpa mjer. Er hann sá hvernig ástatt var fyrir mjer vellist hann svo um af hlátri, að hann um stund fjekk ekkett að gert, en loks hafði hann sinnu á því, að stinga rýfingi sínum inn á milli tanna sköí- unnar og losaði þann'g um fingur minn, sem var hörmulega útleikinn. jeg leysti nú af mjer annað sokkabandið og batt því um halann á skötunni og dróg hana þannig ofari að bátn- um, sem Iá ferðbúinu. Hinar bátshafnirnar höfðu athugað skipin og álitu ógerning að lcoma þeim á flot, nema úr þeim væri tekinn farmurinn fyrst. Skipaði því kapteinninn svo fyiir, að kveikja skyldi í þeim. Var það gert og voru þau öll brunnin niður að sjó, er við hjeldum á stað. Mjer var ilt f fingrinum í 3 vikur og varð þar að auki að þola ertni foringjaefnanna út af þessu skötusári. Við hjeldum áfram vaiðgæsluvakkinu með- fram Frakklandsströndum, og bar ekki til tíð- inda fyr en við komum þar sem heitir Arkasan- flói, Par hertókum við 2 eða 3 skíp og neydd- um mörg til þess að hleypa á land. Hjer kom- umst við líka að raun um það, hve nauðsyn- legt það er á herskipum, að foringinn sje ör- uggur og góður sjómaður, og að skipshöfnin sje undir svo góðum aga, að hver maður hlýði í btindni því, er fyrir hann er lagt. Og er hætt- an var um garð gengin, heyrði jeg alla for- ingja skipsins viðurkenna það einum rómi, að einungis snarræði og hugdirfð kapteinsins hefði í það sinn bjargað skipinu, að það færist tkki með allri áhöfn. Við höfðum verið að eltast við kaupskipa- flota lengst inni í flóanum og höfðum neytt þau til að hleypa á land. En er við vorum aftur á leið til hafs, fór að hvessa, og jós upp kviku og brimi við stiöndina, svo auðsjeð var, að skipin, er hleypt höfðu á land, mundu brotna í spón áður en tiliök yrðu að bjarga þeim eða koma þeim á flot. Við neyddumst til þess að tvihefta smásegl- in, er við fórum að beita uppí vindinn, og leit út fyrir að voðaveður væri í aðsigi. Einni stundu síðar var himininn orðinn biksvartur og leit næstum því svo út, að skýin snertu siglutoppana. A't í einu kom nú líka svo ógur- legt hafrót, að engu var líkara en að sjórinn hefði verið æstur með gerningum. Ultu nú yfir okkur brotsjóirnir hver af öðrum og tóku vindinn úr seglunum, svo okkur hrakti á hlið upp að hafnlausri, brimgirtri ströndinni. Og þegar nóttin skall á, var komið afspyrnurok, og var senr freigátan mundi þá og þegar skrúfast til botns fyrir ofurmagni seglanna, sem nauð- synlegt var að hafa uppi sein flest. Heíðum

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.