Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Blaðsíða 17

Nýjar kvöldvökur - 01.06.1925, Blaðsíða 17
NÝAR KVLDÖVÖKU1R. 05 við verið úti i rúmsjó, mundum við hafa látið reka fyrir smábrandsegli, en nú vorum við til- neyddir að láta slarka fyrir þvínær fullum segl- um til þess að gela komist klakklaust framhjá ströndinni. í hvert sinn, er við vorum niðri í bylgjudölunum, braut yfir okkur sjórinn svo, að allar þiljurnar voru í fossandi sjóflaum frá stefni og aftur að stýrisskýlinu. Oft var það, að sk pið dengdist með þeim heljarkrafti niður af ölduhryggjunum, að jeg var í alvöru mjög hræddur um, að það mundi þá og þegar liðasl sundur. Tvöfaldar kaðalhömlur voru settar á fallbyssurnar, því skipið valt svo ógurlega og hallaði sjer svo mjög undan vindi, að það voru kaðalhömlurnar einar, er hjeldu svo aftur fallbyssunum, að þær runnu ekki yfir til hljes og 8egn um skipssúðina og sykkju þannig skipinu. Bæði kapteinninn og næstráðardi og þar að auki flest'r aðrir foringjar freigátunnar voru á þiljum uppi alla þessa nótt, og mjer fanst það alveg óhugsandi, að verða að fara til sængur. Etida þraukaði jeg uppi við. Loks tók að b'rta af degi og köguðurinn kallaði: • Land þvert á hljeborðal* Jeg sá að yfirstýri- maður barði hrefanum í skjólborðsaukann, eins og í gremju. G kk hann svo alvariegur á sv:p leiðar sinnar og mælti ekki orð. »Farið uppí stórsiglureiðann, herra Wilson,* mælti kapteinninn við annan foringja, »ogreynið að vita hvort þjer getið sjeð, hve langt Iandið skagar út og, ef unt er, að eygja oddann. Annar foringi fór óðar uppí meginreiðar.n og benti með hendinni, hve langt landið næði út og var það tveim strykum nær vindi en skipið tók. rSjáið þjer hæðirnar uppi á tanganum?« »Já, herralr svaraði Wilson. »Rá erum við þó á rjettri leið,« sagði kapt- einninn við yfirstýrimann. »Og komutr.st við framhjá þessu nesi, þá verður rýmra um siglinguna. Akið seglunum betur eflir vindin- um, svo hún noti sem best skriðsins! Heyrið það, varabálstjóriU »Já, herraU »Gott svona! Ekki meira! S'áið henni örlítið undan, en varið ykkur að hún rífi ekki af ykk- ur stýrishaldið!« Rað var voðalegt að sjá, hvernig sjórinn braut og freyddi kringum skipið og yfir það, og nú brakaði og gnast f hverju trje. Kapl- einninn gekk aftur að stýrisskýlinu og sagði: »Hún ber sig ágætlegaN og leit um leið á áttavitann. »Aðeins að vindurinn verði ekki þverstæðari, þá tekur hún fyrir oddann.« En ekki var hann fyr búinn að sleppa orðinu en seglin tóku að slást, og urðu af því ógnar- hvellir eins og væru það stærstu fallbyssuskot. Vindurinn kom nú beint í stefnið! »Upp með stýrið! Hvað gengur að, varabátstjóri?« »Vindurinn er rjett í stefnið, herra kapteinn!« svaraði varabátstjórinn eins og ekkert væri um að vera. Kapteinninn og yfirstýrimaður staðnæmdust við áttav tann, og athuguðu vindstöðuna. Er vindurinn var aftur kominn í seglin, hafði okk- ur hrakið undan um tvö stryk, svo nú var svona rjett um það, að hægt væri að segja að við stefndum laust við nesið. »Við verðum að venda, herra Fa'kon! Verið við því búnir að venda! Allir tilbúnir!« »Nú hleypur húri aftur uppí vindinn!« hróp- aði yfirsfýrimaður, er sfóð við áttavitann. »Reynið að halda henni svona í eina mín- útu eða svo! Hvert hotfii!« »Mil!i norðurs og landnorðurs, herra, sama horf og áður en okkur hrakti.« »Setjið allar klær fastar!« skipaði kapteinn- inn. »Falkon! Ef hana kann að hrekja aftur, verður líklega of þröngt til að venda. Pað er nú þegar orðið svo hæpið, að jeg verð að taka á mig ábyrgðina. Var það stórakkeriskað- allinn, er hringaður var upp í gær?« »Já, herra!« »Hlaupið þá til og látið bregða honum tvö- földum um vinduásinn, þannig að 30 faðmar sjeu til að gefa út. Sjáið um að þetta verði traustlega gert, því svo kann að fara, að undir því verði líf okkar komið.« Ennþá hjelt þó freigátan stefnunni og nú vorum við svo sem svara mundi um háfa mílu

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.