Nýjar kvöldvökur - 01.08.1925, Blaðsíða 6

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1925, Blaðsíða 6
116 NÝJAR KVÖLDVÖKUR slaðar í hinum afar stóra og prýðilega viðhafn- arsal og dáðist að útsýninu yfir vallargrund- iinar og skóglendurnar, sem blöstu við fyrir utan, og meðan jeg stóð þarna, fyltíst jeg inni- legu þakklæli og vinarþeli gagnvait vini mín- um, því að honum og hollráðum hans átti jeg þessa fögru eign að þakka. Jeg sneri mjer við og greip um hönd haus. »Retta er alt saman yðar verk, Lúcíó,« sagði jeg, »og jeg fæ aldrei fullþakkað yður, Jeg hefði kanske aldrei hitt Síbyl, ef yðar hefði ekki not ð við og kanske aldrei heyrt hana eða Willowsmere nefnda á nafn og aldrei orð- ið eins hjartanlega ánægður og jeg er í dag,« »Jæja, þjer eruð þá ánægður?« spurði hann brosandi. »Rað hjelt jeg ekki væri.« »Nú-jæja! Jeg er raunar ekki út af elns á- nægður og jeg gerði mjei' í hugarlund,« svar- aði jeg. »Rað er eitthvað við þessi auðæfi mín, sem mjer finst hafa lífillækkað mig í stað þess að hefja mig upp — það er undarlegt —.« »Rað er ekkeit undar!egf,« greip hann fram í. »Rað er þvert á móti mjög svo eðlilegt. Auð- ugir menn eru að jafnaði óánægðastir allra manna.« »Eruð þjer þá til dæmis óánægður?* purði jeg. Hann horfði á mig þungbúinn og dapur- legur. »Eruð þjer svo blindaður, að sjá það ekki?« spurði hann og var titringur í röddinnni. »Hvernig getið þjer hugsað yður, að jeg sje ánægður? Þetta bros, sem menn setja upptil þess að leyna angursemdum sinum fyrir tilfinn- ingalausri hnýsni náungans — getur þetta bros komið yður til að halda, að jeg sje á- hyggjulaus? Hvað auðæfi mín snertir, þá liefi jeg aldrei sagt yður, hve mikil þau eru. Ef jeg gerði það, þá munduð þjerauðvitað verða forviða, en ekki öfundsjúkur, að jeg held, að minsta kosti þegar þessergætt, að þessar vesa- lings fimm miljónir yðar geta gert yður angr- aðan. En jeg — jeg gæti keypt heil konungs- ríki og verið þó að engu snauðari — jeg gæti steypt konungum af stóli og slyrkt þá til valda án þess að verða nokkuð hygnari — jeg gæti kollvarpað heilum þjóðurn með fantabiögðum fjeglæfranna — jeg gati eignast allan heiminn og þó ekki rr.etið hann meira en jeg geri nú — það er að segja ekki meira en hismið, sem berst í lo'tinu, eða sápubó'una, sem hrekst fyrir vindinum.« Hann hleypti brúnum og kom sorgar-, þótta- og hæðnissvipur á andlitið. »Rað er eitthvað leyndardón sfult við yður, Lúcíó,« sagði jeg. »Rjer bú ð yfir einhverri sorg, sem auðæfi yðar geta ekki vegið á móti og þess vegna eruð þjer svona undarlegur. En einhverntíma segið þjer mjer, ef til vill —« Hann hló hátt og næstum hrottalega og klappaði á öxlina á mjer. »Já, það skal jeg gera!« sagði hann. »Jeg skal segja yður sögu mína, eins og hún er og þá skuluð þjer, þessi dæmalausi vantrúarnraður, »reyna að bæta sorg og sút og sundra mein- um öllum«. Retta er djúpviturt vísuorð hjá Shakespeare, þessum ókrýnda konungi Englands. Ekki aðeins »að bæta sorg og sút«, heldur »sundra meinum öllum«. í þessu eru djúp sannindi falin og eflaust hefir skáldið haft grun um hina óttalegustu staðreynd tilverunnar —.« »Og hver er hún?« »Hún er sú, að minnið, minningin, endur- minningin lifir að eilífu,« svaraði hann. »Guð getur engu gleymt og þess vegna gela skapað- ar skepnur lians það ekki heldtir.* Jeg svaraði þessu engu, én líklega hefir mált lesa hugsanir mínar út úr sv!p mínum, því að þetta háðbros, sem jeg þekti svo vel, sást nú leika um varir hans. »Jeg reyni alt of mikið á þolinmæði yðar — er ekk: svo?« spurði hann hlægjandi. »Jeg geri yður ilt til með því að vera að nefna guð, sem sumir vísindamenr. hafa lýst yfir, að væri enginn til, nema þá sem blindur, tilfinn- ingalaus náttúrukraftur eða skapari. Jeg sje þetta ofurvel og bið yður fyrirgefningar! Við skulum halda áfram að skoða þennan yndis- lega búitað. Rað má vera erfitt að gera yður til hæfis, ef þjer getið ekki orðið fyllilega á-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.