Nýjar kvöldvökur - 01.08.1925, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1925, Blaðsíða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR 123 aði O’Brian, »en jeg held nú reyndar, að ekk- ert verði úr þessu fyrst um sinn. Foringinn, sem er reglulegt Ijúfmenni fram í fingurgóma, og ætti sannarlega skdið að vera af írskum æltum, kvaðst ætla að biðja leyfis að jeg yrði hjá þjer meðan þjer væri að balna, gegn því, að jeg hjeti því við drengskap minn, að flýja ekki.« Nú rjetti Htla stúlkan mjer límonaði, og drakk jeg ofurlítið af því, en þá var líka kröft- um mínum lokið í bráðina, svo jeghneignið- ur á koddann. O’Brian steinþagði og eftir stund- arkorn var jeg sofnaðnr. Klukkustund síðar vaknaði jeg við það, að foringinn og sáralækn- irinn komu inn í herbergið. Foringinn fór að tala við O’Brian á frakknesku, en hann ljest ekkert skilja og hristi höfuðið. • »Ffversvegna svararðu ekki,« spurði jeg hann, »fyrst þú skilur málið?« ^Rú verður að hafa það hugfast, Pjetur, að jeg má ekkert skilja í þessari skollaþýsku .þeirra. A þann hátt get jeg komist að því, hvað þeir segja, en meðan þe:r ekki vita annað en við skiljum ekkert, tala þeir alt, sem þeim býr í brjósti.« »En er það heiðailegt?« ' »Heiðarlegt! Væri það nokkuð óheiðarlegt, þó jeg sýndi ekki hverjum götustrák 5 punda seðil, sem jeg ætti í vasanum?« »Nei, Iangt í frá!« »Nú-jæja, er það þá ekki að sínu leyti eins með frakkneskuna mína?« »Rað nær þá ekki lengra, en mjer hefði nú fundist langrjettast, að segja þeim sannleikann strax, og ekki síst vegna þess, hve vingjarnlega þeir komu fram við okkur.« Meðan við vorum að tala saman, hafði liðs- foringinn oft snúið máli sínu til læknisins, og fanst mjer hann þá horfa eitthvað svo hvat- skeytlega á okkur. Stundu síðar komu inn í herbergið tveir menn. Sneri annar sjer þegar að O’Brian og kvaðst vera túlkur. Bað hann O’Brian að svara fáeinum spurningum, er hann ætlaði að leggja fyrir hann. Spurði hann þvf næst um nafnið á skipi okkar, hve margar fallbyssur það hefði og hve lengi við hefðum verið í leiðangri þessum. Pví næst vildi hann fá að vita, hve stór væri floti Englendinga og hversu öflugur hanti væri. Allar þessar spurn- ingar bar sá upp, er var með túlkinum, en hann þýddi þær og sömuleiðis svör O’Brians. Var alt fært inn í bók, er þeir höfðu meðferð- is. Sumum spurningunum svaraði O’Brian rjett, sumt þóttist hann ekki vita og enn öðrum svaraði hann með einhverri haugalýgi. Ekki gat jeg ásakað hann fyrir það, því jeg áleit það skyldu hans, að gefa fjendum vor- um engar upplýsingar, er þeim mætti að haldi koma. Loks spurðu þeir um nafn mitt og stöðu og svaraði hann því eins og hjer skal greina. »Er hann aða!smaður?« »Já,« svaraði O’Brian. »Hví segirðu þetta maður?« tók jeg fram í. »Pað skilur þú ekki, drengur minn. Pú ert sonarsonur Privilege lávarðar.« »Pó það, en þra'tt fyrir það er jeg enginn aðalsmaður sjálfur. Jeg verð að biðja þig um að segja þeim satt frá hvað mig snertir.« • Vertu ekki að heimskunni þeirri arna, stiák- ur. Og auk þess verða töluð orð ekki aftur tekin. Hafðu það hugfast, að þetta eru frakk- neskar spurningar, og hjer í Frakklandi værir þú aðalsmaður eftir landslögum. Pað getur þó aldrei valdið þjer neinu tjóni.« »Jeg er of veikur til að tala, en rjett mundi jeg hafa frá sagt. Vildi jeg óska, að þú hefðir aldrei sagt þetta.« Pví næst spurðu þeir O’Brian að nafni og um stöðu hans á skipinu. Og loks hvort hann væri líka aðaismaður. »Jeg er af 0’Brian-ættinni,« svaraði hann. »Og má jeg spyrja, herra túlkur? Hversvegna er þetla O fyrir framan nafnið mitt, ef ekki væri jeg aðalsættar? En því megið þjer gjarna bæta við, túlkur góður, að vjer höfum lagt niður titla vora, af því oss var engin þægð í að dragast með þá.« Nú rak foringinn upp skellihlátur, og urðum við hissa á því. Túlknum veitti ö’-ðnet að 16*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.