Nýjar kvöldvökur - 01.08.1925, Blaðsíða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1925, Blaðsíða 12
122 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Loks hugkvæmdist þeim að gefa mjer vatn að drekka. Ó! hvað mjer fanst það Ijúffengt! Síðan hefi jeg oft um það hugsað, er jeg hefi sjeð sælkerana hvolfa í sig allskonar vínum, að þeir þyrftu að tæma einn vatnsbolla særðir og Ijemagna til þess að geta að rjettu metið, hve endurnærandi blessað vatnið er. Við vorum hálfa aðra klukkustund á leið- inni til Cette, en svo leið mjer illa þann spöl, að ekki hafa mjer í annan tíma fundist f,mm dagar lengur að líða en þessi hálf önnur klukkustund þá. Pegar til bæjarins kom, var jeg borinn inn í hús deildarstjórans, er vörninni slýrði í virk- inu. Oft laut hann ofan að mjer á leiðinni og sagði þá altaf í meðaumkvunarróm: »Pauvera enfaut/« — veslings barn. — Jeg var lagður í rekkju og fjell jeg þar starx í ómegin á ný. Er jeg kom til sjálfs mín aftur, var búið að afklæða mig og binda um sár mitt. O’Brian stóð við rúm mitt og held jeg að hann hafi verið að gráta, því að hann hafði haldið mig í andarslitrunum. Regar jeg lauk upp augunum og leit á hann, varð hon- um að orði: >Mikill asni eitu, Pjetur, að gera mig svona hræddan. Fari það í grenjandi sem jeg skal taka að mjer íleiri bjálfa! En hversvegna Ijestu vera dauður?« «Mjer líður nú miklu betur,« svaraði jeg. »Mikið á jeg þjer að þakka, vinur niinn. Pú Ijest taka þig til fanga mjer til bjargar!* »Jeg var að gera skyldu mína, þegar jeg var tekinn, svo það gildir einu, hvernig það atvikaðist. Og hefði smiðshálfvitinn ekki hald- ið jafn fast í hamarinn eins og hann gerði, þegar hann var dauður og þurfli hans ekki lengur við, hefðurn við hæglega sloppið, báðir tveir. — En eftir því sem jeg kemst næst, er maðurinn einlægt að lenda í hættum og sleppa úr þeim aftur. Með guðs hjálp erum við nú slopnir úr fyrstu vandræðunum og með hans aðstoð sleppum við vafalaust úr þeim næstu. Vertu nú duglegur, skinnið mitt, flýttu þjer að komast á fætur, því hverjum sem er getur hepnast að flýja á tveim fótum, en hins hefi jeg aldrei heyrt getið, að nokkur maður hafi hoppað á öðrum fæti út úr .frakknesku fang- elsi.« Jeg þrýsti hönd vinar míns og leit í kring um mig. Öðru megin við rúm mitt stóð læknirinn, en hinum megin fiakkneski deildarforinginn. En við höfðalag mitt stóð lítil stúlka, á að giska 12 ára gömul. Hún hjelt á bolla í hendinni og var dreypt á mig úr honum. Jeg virti hana fyrir mjer og sá skína innilega hluttekn- ingu út úr gullfögru andliti hennar. Mjer var sem sæi jeg þar engil og bylti jeg mjer til, svo jeg gæti sjeð hana sem best. Hún bar bollann að vörum mjer og dreypti jeg á því, er í honum var; en viss er jeg þess, að ekki hefði jeg gert það fyrir neinn annan. Nú kom maður inn í herbergið og hófst nú samtal á frakknesku. »Pað hefði jeg gaman að vita, hvað þeir ællast fyrir með okkur,« sagði jeg við O’Brian. »Uss! haltu þjer saman!« sagði hann. Svo beygði hann sig ofan að mjer og sagði hvísl- andi: »J.jg skil hvert orð, er þeir segja. Manstu ekki hvernig jeg lærði einu sinni frakknesku?* Eftir alllangt samtal fóru þeir allir út, Frakk- arnir, en litla stúlkan og O’Brian urðu eftir hjá mjer. Undir eins og þeir voru farnir, sagði O’Bri- an: »Þetta var sendimaður frá landstjóranum með þau boð, að fangana skyldi flytja til fanga- klefa borgarvirkisins til yfirheyrslu. En liðs- foringinn er mesti gæðamaður, eftir því sem jeg kemst næst. Hann sagði að þú værir barn að aldri og þess utan hættulega særður. Væri það hinn mesti ósómi að lofa þjer ekki að deyja í næði. Jeg ímynda mjer því, að við verðum að skilja bráðlega.« »Pað vona jeg að ekki verði,« svaraði jeg. »Farir þú í fangelsið, þá fer jeg með þjer. Jeg yfirgef þig ekki, sem ert besti vinur minn. Enda liði mjer hjer mikið ver án þín, hversu vel sem um mig færi, heldur en hjá þjer í fangelsinu.* »Þökk fyrir þessi orð, drengur minn,« svar-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.