Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Blaðsíða 32

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Blaðsíða 32
108 EYRN ALOKKU RIN N N. Kv. Að endurgjaldi krefst eg aðeins þess, að nafn mitt verði ekki bendlað við þetta mál að neinu leyti. Ef þér gerið það, stefnir það hamingju minni í voða, og eg vil ekki hætta á slíkt. Þér megið tkki segja neinum, hvað- an þér hafið fengið þessar upplýsingar og þess má ekki verða getið í neinum mál- skjölum eða fréttum." Hann var enn mjög lítillátur. „Það er ekki lítið, sem þér krefjizt, það verð eg að segja. Eruð þér vissar um, að við höfum nokkurn áhuga fyrir þessu?“ „Þér eruð yfirmaður í sakamáladeildinni. Er það ekki rétt hjá mér? Það er hún, sem hefur um morð að fjalla? — Jú, eg er viss um, að þér hafið áhuga á þessu.“ Hann horfði á mig með vaxandi athygli. „Ágætt, þá geng eg að skilmálum yðar.“ „Já, þér gerið það. En hef eg nokkra tryggingu fyrir að það nægi? Getur ekki hugsast að yðar loforð og sjónarmið verði ekki viðurkennt af þeim aðilum, sem fjalla síðar um íramgang málsins? Þtta mál er þannig vaxið, að þér verðið neyddir til að trúa ýmsum samstarfsmönnum yðar fyrir því.“ „í minni deild fæ eg ráðið því sjálfur hvaða aðilum eg veiti trúnað minn. Og verði eg neyddur til, eins og þér segið, að trúa samstarfsmönnum mínum fyrir ein- hverju varðandi þetta mál, þá get eg kraf- ist þagnarloforðs af þeim á sama hátt, og þér hafið krafist þess af mér. Þér getið ver- ið nafnleysingi. Þér getið verið „frú X“ eða „ókunn kona“. Eruð þér ánægðar? Þér hafið loforð mitt sem lögreglumanns." Eg var ekki alveg viss um, að eg væri ánægð. Eg þekkti ekki lögreglumannastétt- ina nógu vel. „Eg verð að biðja yður að gefa mér lof- orð yðar sem manns.“ Hann liorfði á mig með meiri athygli en áður. „Það er nú öllu rneiri skuldbinding," viðurkenndi hann. „En einnig það loforð skal eg gefa yður.“ Hann stóð á fætur og þrýsti liönd mína. Eg leyndi ekki neinu og reyndi ekki að réttlæta gerðir mínar eða hlutdeild í mál- inu á nokkurn hátt. Eg sagði honum frá bréfunum, hvernig Carpenter hafði kom- izt í samband við mig, — frá fyrstu heim- sókn minni til hans og tíu þúsund dollur- unum, sem eg hafði látið hann hafa. „. . . . Eg tók raunar með mér skamm- byssu til vonar og vara, ef hann skyldi verða of nærgnögull. Hér er hún. Eg hélt, að þér vilduð ef til vill athuga hana, reyna hana. Þér verðið að vera sannfærður um, að eg hafi ekki drýgt þennan glæp.“ Eg rétti hon- um skammbyssuna. Hann vó hana í hönd sinni og brosti lítilsháttar. „Eg lield að þess gerist ekki þörf. Kúlan sem þeir fiskuðu innan úr Carpenter, var úr byssu nr. 45. Þessi hérna hlýtur að vera dóttur-dóttir þeirrar byssu.“ Hann fiktaði eitthvað við byssuna og gaut til mín augunum. „Segið mér eitt. Vissuð þér að hún var óhlaðin?“ Hann gat séð það á mér, að eg hafði ekki vitað það fyrr en nú. Hann skoðaði byssuna nánar. „Undir ölum kringumstæðum væri það hreinasta kraftaverk, að drepa mann með henni. Hvar fenguð þér hana?“ „í París. Fyrir stríð.“ „Einmitt. Á eg að segja yður nokkuð? Þér hafið verið leikin grátt. Mestan hluta umbúnaðarins vantar! Þetta er ekki öllu meira en dálaglegur sýningargripur. Dálítið af perluskel og gylltum málmi — með byssu- lagi.“ Eg hélt áfam frásögu minni og síðari þætti málsins, þess, sem raunverulega hafði mesta þýðingu fyrir mig. Ef eg hefði ekki vitað það áður, að nú kom eg að merg máls- ins, þá hefði mér orðið það ljóst af svip- bryggðum hans. Hann gleymdi að leika

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.