Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Blaðsíða 42
118
HEIMILISLÍFIÐ
N. Kv.
fjúka. Þetta var allstór syrpa, og hygg eg
hún sé nú á Landsbókasafninu í Reykja-
vík.
Áður en eg lýk þessum þætti, ætla eg að
minnast á kaupstaðarferðirnar á haustin.
Ein slík ferð er mér sérstaklega minnisstæð,
en hún er líka sýnishorn af mörgum öðrum.
Það var haustið 1882. Sumarið áður liafði
verið eitt hið versta, er eg man eftir, ísar
við land fram eftir öllu vori, en óþurrkar
og kuldaveður, er fram á leið. Mislingar
gengu um Hlíðarhrepp á slætti, og töfðu
þeir heyskapinn mjög. Sáu menn því al-
mennt fram á lieyskort á næsta vetri. Þó
voru bændur nú það hyggnari en oft áður,
að þeim kom saman um að lóga fé sínu í
kaupstaðinn heldur en að setja mjög á vog-
un. Það haust var því rekið með langflesta
móti til slátrunar. Sú var venja Úthlíðar-
bænda, að vera flestir samferða í haustferð-
inni, og svo var einnig þetta haust. Við
lögðum því af stað með 800 fjár í einum
hóp. Voru tveir eða þrír menn frá hverju
heimili, því að sumir fóru með áburðarhesta
til að flytja iieim slátur og ýmsar nauð-
synjar til vetrarins. Fór eg með fjárrekslur-
inn, en faðir minn með hestana. Veður var
allgott um daginn, en kuldalegar horfur.
Við komum fénu inn fyrir fjarðarbotninn
og yfir Hofsá, en þar vöktu nokkrir menn
yfir því um nóttina. Flestir bændurnir fóru
út í kaupstað til að búa undir sláturvinn-
una daginn eltir. Þegar þangað kom, fréttu
þeir, að enginn vegur væri til að hægt yrði
að slátra þann dag, því að svo margt fé
hefði borizt að undanfarna daga, öll kjöt-
hús væru full og yrðu varla tæmd á einum
sólarhring. Sömuleiðis fréttum við, að
Fjallamenn og Laugnesingar væru væntan-
legir með fjölda fjár þá um daginn, svo að
engar horfur væru á skjótri afgreiðslu. Þetta
var á fimmtudag, og voru mest líkindi til,
að við mundum rnega bíða fram yfir helg-
ina. Þó varð það úr fyrir atbeina föður
míns og Jóns Sigurðssonar, að allir Hlíðar-
menn fengu að taka út á föstudaginn, svo
að því væri lokið á undan slátruninni. Nú
var um að gera, hverjir yrðu fyrstir að kom-
ast í réttina og á sláturvöll um morguninn,
og svo fór, að það urðu Hlíðarmenn. Var
heiðríkja og tunglsljós síðara hluta nætur,
og var það notað. Víst sváfu ekki allir mikið
þá nótt, því að búið var að drepa 200 fjár
í dögun um morguninn. Þá komu Fjalla-
menn með sinn hóp, en urðu frá að hverfa,
því að livergi var autt rúm í réttum eða á
sláturvelli. Þótti þeim súrt í brotið, því að
nú urðu þeir að bíða til mánudags eða
lengur. Var unnið af kappi allan daginn og
margir Vopnfirðingar teknir í vinnu, lofað
slátri að launum, og þótti þurrabúðar-
mönnum það góð kaup, enda voru slátrin
yfirleitt vel úti látin, því að fáir fluttu þau
öll lteim til sín. Þar lief eg séð einna sóða-
legastar aðfarir á sláturvelli og sízt snyrti-
lega að unnið, en með því lagi var 1200
fjár slátrað um daginn, allir kropparnir
lagðir inn og slátur flutt burtu um kvöldið,
en rétt um dagsetur var lokið við að binda
klyfjar og láta upp á hestana. Svo lögðum
við vinnumennirnir af stað með lestirnar,
en flestir bændur, sem vinnumenn höfðu
með sér, urðu eftir í kaupstaðnum til morg-
uns. Gott veður hafði verið um daginn, en
þegar við lögðum af stað, tók að rigna.
Samt héldum við áfrarn eins og leið liggur
inn fyrir fjarðarbotn og út með fjöllum. Er
það ein hin óskemmtilegasta lestaferð, sem
eg hef farið, og hafa þær þó margar hverjar
verið vondar. Það rigndi alla nóttina, en
ekki mjög rnikið; myrkrið var glórulaust að
kalla, því að ekki naut tungls fyrr en rétt
fyrir dögun. Vegurinn út með fjöllunum
var aldrei góður, en nú var hann nær því
ófær, enda var illmögulegt að þræða hann
vegna myrkurs. Hestarnir lágu öðru hvoru
á kafi í keldum, bönd og gjarðir slitnuðu
og sumir týndu jafnvel liestunum stund og