Nýjar kvöldvökur - 01.07.1954, Blaðsíða 28
104
EYRNALOKKURINN
N. Kv.
á þessari hæð. Henni hafði sennilega verið
aukið við, er húsinu var breytt í leiguhús.
Engin hreyfing, ekkert hljóð. Það var ein-
mitt það, sem eg hafði búizt við. Sá, sem
lifir glæfralífi, getur haft fyllstu ástæðu til
að hrökkva í kút, sé barið óvörum að dyr-
um á myrkri nóttu. Eg sá greinilega í hug-
anum, hvar hann stóð eins og festur upp á
þráð og þorði tæplega að draga andann.
Eg barði aftur. Eg laut höfði fast að dyra-
karminum og sagði lágt:
„Opnaðu, það er eg — aftur.“
Eg gat ekki fengið mig til að nefna nafn
hans. Að mínum dómi verðskuldaði hann
ekki að hafa nokkurt heiti, aðeins númer.
Mitt eigið nafn forðaðist eg að nefna.
Engin hreyfing. Eg var alveg að missa
þolinmæðina. Eg greip í handfangið og
hristi það, og hurðin opnaðist eins og af
sjálfri sér.
Eg áræddi að ganga inn, þótt eg byggist
við, að hann stæði bak við hurðina og
beindi að mér skammbyssuhlaupi. Það er
aðferðin, sem þeir nota, er ekki svo? Hann
var ekki í stofunni, svo að hann hlaut að
vera í lokrekkjunni inn af henni. Hann gat
hafa lagt sig útaf alklæddur og sofnað út
frá ljósinu.
Eg fór ekki inn fyrir. Það gat verið mögu-
leiki, — örlítill möguleiki — að hann hefði
ekki ennþá fundið eyrnalokkinn, og að
liann lægi einhvers staðar á gólfinu. Gæti
eg fundið hann, yrði eg að reyna að komast
út, án þess að mín yrði vart. Eg efaðist þó.
Það var alltof góð lausn málanna, til að geta
verið sú rétta. En eg byrjaði samt sem áður
að leita.
Fyrst leitaði eg í legubekknum, þar sem
eg hafði setið og blaðað í bréfunum. Svo
lagðist eg á fjórar fætur, prúðbúin sem eg
var, og leitaði á gólfinu undir og umhverfis
legubekkinn. Birta var næg frá ljósi í miðju
lofti, en hátt bak legubekkjarins kastaði
dimmum skugga á gólfið bak við hann.
Eg strauk með hendinni gólfið meðfram
bekknum og áfram fyrir hornið, en þar
snerti hún aðra hönd, sem virtist hafa beðið
mín þar, til að bjóða mig velkomna. Eg*
kippti að mér hendinni og þaut á fætur í
ofboðslegri hræðslu. í sama mund heyrðist
mér eg heyra snögga innöndun einhvers
staðar nærri.
Eg þokaði mér aftur fyrir legubekkinn,
og þarna lá hann. Bekkurinn hafði skýlt
lionum til þessa. Gat eg þess ekki, að hann
verðskuldaði ekki unnað en númer? Ágætt,
nú hafði hann öðlast sitt hinzta númer í
happdrætti lífsins.
Önnur hönd hans lá á gólfinu, — það var
höndin, sem hafði heilsað mér. Hann lá á
bakinu, með jakkann hnepptan frá sér. Eg
gat séð hvar kúlan hafði horfið. Hún hlaut
að hafa lent í hjartanu. Gatið á hvítri skyrt-
unni og blóðbletturinn voru einmitt þar.
Hann hafði ekki fengið ráðrúm til að nota
sína eigin skammbyssu, hún lá á gólfinu,
dálítið frá.
Fyrsta hugsun mín var auðvitað sú að
flýja sem skjótast. En eg neyddi mig til að
vera kyrr. Fyrst verðurðu að finna eyrna-
lokkinn þinn, sagði eg við sjálfa mig. Þú
verður að finna hann. Nú var það ekki leng-
ur aðalatriðið, að Jimmy komist ekki að
því, að eg hefi verið hér. Nú valt á öllu, að
lögreglan komist ekki að neinu. Hvað var
gjaldþvingun saman borin við það, að vera
flækt inn í morðmál með öllum þeim ókjör-
um lyga og blaðaskrifa, sem því fylgdu?
Og nú tók eg mér fyrir hendur verk, sem
eg hafði aldrei látið mig dreyma um, að eg
hefði kjark til að gera: Eg beygði mig yfir
hinn dauða og hóf leit í vösum hans. Hann
hafði hann ekki á sér. Hann hafði ekki
heldur á sér tíu þúsundirnar, sem eg hafði
látið hann hafa. En það skipti mig minna
máli. Enginn gat vitað, að hann hefði feng-
ið þær hjá mér.
Allt í einu stirnaði eg upp af skelfingu.
Eg hafði snert liönd hans óvart, meðan eg
leitaði í vösum hans. Hún var andstyggi-