Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Page 10

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Page 10
90 FRÁ GRÍMI THOMSEN N. Kv. dóm hans um Steingrím Thorsteinsson. Hann er svona: Steingríms Ijómar ljóða fans. lærdómsblóma falinn; er í sóma utanlands annar Hórner talinn. Nú eru menn að vísu hættir að jafna Steingrími við Hómer, en hins vegar njóta ljóð Gríms sívaxandi hylli, og er það ef til vill eðlilegt, að þau séu lengi að vinna sér vinsældir. I kvæðum Gríms eru oft auðsæir gallar á kveðandi og rími, en vandlega og oft þarf að lesa kvæðin, til þess að menn fái notið að fullu kosta þeirra: skynsam- legrar hugsunar og kjarnmikils máls. Kvæði Gríms eru betur fallin til lestrar en upp- lestrar, og þau þola það kvæða bezt að vera lesin aftur og aftur, en fölna ekki eftir fyrstu kynni ems og svo mörg kvæði, sem glæsileg eru við fyrstu sýn og hrífa lesanda og áheyranda í svip. Kvæði Gríms þurfa tíma til þess að hljóta vinsældir, og þann tima hafa þau nú fengið, svo að nú er Grími skipað á fremsta bekk íslenzkra ljóðskálda fyrr og síðar. Grímur Thomsen fæddist á Bessastöðum á Álftanesi 15. maí 1820. Faðir hans var Þorgrímur Tómasson gullsmiður og skóla- ráðsmaður á Bessastöðum, en móðir Ingi- björg Jónsdóttir, alsystir Gríms lögmanns. Tvær dætur áttu þau hjón, en Grímur var einkasonur, og skyldi ekkert til sparað, að uppeldi hans og menntun mætti verða sem bezt. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal, sem einnig ólst upp á Bessastöðum, segir svo í Dægradvöl: „Gullsmiðurinn átti 3 börn: Grím og tvær dætur og voru þau öll nokkuð eldri en við. Við börnin sáum þau. sjaldan, og fengum nærri því aldrei að koma út á hlaðið gullsmiðsstofumegin og vorum við því ókunnug; það var eins og þessi börn væru álitin meiri háttar en við. Við lékum aldrei saman; um Grím vissi ég ekkert, en ég fann þá þegar, að hann átti að verða eitthvað extra.“ Þetta voru orð Gröndals, og svo mikið er víst, að Grímur var ekki settur í Bessa- staðaskóla, heldur nam hann skólalærdóm bjá séra Árna Helgasyni í Görðum og brautskráðist stúdent frá honum 17 ára gamall. Séra Árni var lærður vel og gáfað- ur, orðheppinn og fyndinn með afbrigðum, en stundum svarakaldur og meinlegur, og trúlega hefur Grímur meira af honum lært en latínu og grísku. Þegar að loknu stúdentsprófi sigldi Grímur til Kaupmanna- hafnar og skyldi lesa lögfræði, en það hef- ur þá þótt einna framavænlegast. En litla rækt lagði Grímur við lögin og snéri sér brátt að fagurfræði og bókmenntum. í Höfn barst hann meira á en dæmi voru til um ís- lenzka stúdenta. Umgekkst hann höfðingja og ríkismenn og reyndi að halda til jafns við þá, en reikningunum rigndi yfir föður hans, og hafa menn jafnvel komizt að þeirri niðurstöðu, að hann hafi á einu ári eytt allt að fjórföldum árslaunum föður síns. Bæði þetta háttalag og fráhvarf hans frá lögfræð- inni olli foreldrum hans sárum vonbrigð- um, en um sama leyti og móðir hans talar um það í bréfi, að hann sé að „drabba í skáldskap“, fékk hann önnur verðlaun fyrir samkeppnisritgerð um franskar bókmennt- ir. Þá er að geta ástarævintýris, er Grímur rataði í á námsárum sínum. Kynntist hann í Höfn glæsilegri kennaraskólastúlku að r.afni Magdalene Krag. Urðu kynni þeirra svo náin, að 16. júní 1843 ól hún Grími son. Ekki gekkst þó Grímur opinberlega við fað- erni sveinsins, og var hann skírður Axel Pe- ter Jensen. Hins vegar sá Grímur um upp- eldi hans og kostaði hann til sjóliðsforingja-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.