Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Page 15
N. Kv.
95
Þorsteinn M. Jónsson:
Bjarni Sveinsson á Borgaríirði
Borgarfjörður eystra gapir móti norð-
austri. Hann má eins vel telja stóra vík sem
fjörð. Fjörðurinn er fremur grunnur og í
norðaustan hvassviðrum brýtur hann allan
og brimið herjar með hamförum á strendur
lians. En sveitin, báðar strendur fjarðarins
og breiður dalur inn af honum, er ein af
fegurstu sveitum landsins, gróðursæl með
fjölbreytilegum fjallahring. Yfir vestur
framfjöll dalsins að norðan gnæfa hin tígu-
legu Dyrfjöll, kolsvört basaltfjöll, og beint
á móti þeim austan við dalinn er Staðarfell
og undir því stendur prestsetrið, Desjamýri.
I Staðarfelli er oftast að sjá sólskin, þótt
annars sjái ekki til sólar, og er orsökin sú,
að fjallið er að miklu leyti hlaðið upp úr
líparíti. Litbrigði í Borgarfirði eru meiri,
en í flestum eða öllum öðrum sveitum
þessa lands. Veðurbrigði eru mikil í Borg-
arfirði. Norðaustan byljir með feikna snjó-
komu eru þar tíðir á vetrum, óstæðir storm-
byljir af vestri, þar kallaðir Dyrfjallabylj-
ir, koma á hverju hausti. En á sumrin í
sunnan og suðvestan átt er oft blíðskapar-
veður, og þá er Borgarfjörður töfrandi
sveit.
Veðrátta, landslag, litir náttúrunnar og
gróðurfar, hefur áhrif á mennina. Svo er í
Borgarfirði sem annars staðar. Þar hafa
allt frá því er saga íslands hófst búið marg-
ir hraustir menn og harðgerðir, en jafn-
framt góðir drengir með sumaryl í hjarta.
I Gunnars þætti Þiðrandabana er getið
tveggja bræðra í Borgarfirði, Sveinunga og
Gunnsteins, og bjó annar þeirra á Bakka en
hinn á Desjamýri. Voru þeir synir Þóris
línu, landnámsmanns í Breiðuvík í Borgar-
Bjarni Svéinsson.
fjarðarhreppi. Sveinungi sýndi hinum út-
lenda flóttamanni, Gunnari Þiðrandabana,
þann drengskap að bjarga lífi hans, og
Gunnsteinn tók þeim heljartökum á hönd-
um Helga Droplaugarsonar, frægasta kappa
Austurlands, að þær voru sem í skrúf-
stykki.
Um 1800 voru uppi í Borgaríirði hinir
nafnfrægu Hafnarbræður, Jón og Hjörleif-
ur. Bjó Hjörleifur í Höfn austan fjarðar-
ins, en beint á móti á Snotrunesi bjó Jón
bróðir hans. Bræður þessir eru taldir að