Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Qupperneq 19

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Qupperneq 19
N Kv. MAÐUR FYRIR BORÐ 99 skipsbókina? sagði Jósep Cardin ósáttfúsri röddu. — Já, ég bef séð það. — Hann útnefndi yður skipstjóra, ef hann dæi. Röddin var hörð og biturleg. — Eg veit það. Hann var vinur minn. — Hann gerði þetta gegn mínum vilja. Orðin voru eins og svipuhögg. Davíð Gorman sneri sér að honum. Hann sá hin kuldalegu augu, sem á liann horfðu, köld cg ósáttfús. Hann stóð andartak hreyfingar- laus og mætti þessu miskunnarlausa hatri með þóttafullri þögn. En gráu augun kipr- uðust saman, og vöðvi titraði í öðnnn vang- annm. Þegar hann tók til máls, talaði hann hægt og rólega. — Fyrir tíu árum vöruðuð þér mig við og sögðuð, að ég mundi aldrei fá að stjórna neinu af skipum yðar. Þér hafið rétt til að taka slíka ákvörðun. Þér eruð eigandinn. Þér skuluð sigla þessu heim. Það er skip- stjóralaust ennþá. Ég hef ekki skrifað undir það, sem skipstjórinn skráði í bókina. — Ég varaði yður líka við því að vinna við mína skipaútgerð. — Ég er vanafastur. — Þér eruð líka heimskur. Ég sagði við yður þá og segi við yður nú: Þér áttuð að vera kyrr í sjóliðinu, þar sem eitt mannslíf er einskis metið og þar sem menn geta tek- ið ákvarðanir án allrar tilfinningasemi. Ég skal sjá til þess, að þér eigið engrar upp- reisnar von hér í verzlunarflotannm. Því heiti ég. Rödd hans skalf af hatri. Djúp hrukka skarst milli hvítra augnahrúnanna. Hann sneri sér frá Gorman. — Fyrsti stýrimaður á Cardin-skipi á að geta tekið við stjórninni, bætti Jósep Cardin við eftir andartaks þögn — því miður verða nokkrir dagar, þangað til skip hans kemur í höfn. Annar stýrimaður á skipi yðar hef- ur ekki skilríki til að taka við skipstjórn, allra sízt á þessum árstíma. Fellihyljimir eru byrjaðir. Og ég vil ekki taka skipstjóra, sem ég ekki þekki. Þess vegna .... — Ég leyfi mér að stinga upp á, að þér takið sjálfur við skipstjórninni, greip Davíð Gorman fram í. — Þér hafið skipstjórnar- réttindi, herra Cardin. Þér getið .... — Ég hef hugsað um það, greip hinn hvasst fram í. En það væri gagnstætt öllum venjum og reglum. Ég hef að engu það, sem Bledson skipstjóri færði inn í skipsbókina. Sem eigandi hef ég rétt til þess. Skipun yð- ar er aðeins til bráðabirgða. Þér verðið yfirvald á skipinu, herra Gorman, þangað til það er komið í höfn í San Francisco. — Og ég gæti neitað að taka við stjórn- inni. — Það getið þér ekki. Þér hafið lært í sjóliðinu að taka við skipunum og fram- fylgja þeim. Hann horfði nístandi köldu augnaráði á Davíð Gorman. Hái, magri maðurinn sneri sér snarlega við. Hann gekk að stiganum, sem lá niður að vélbátnum, sem beið. Nýi skipstjórinn á Cardinan heyrði, að vélin var sett í gang. En hann gaf því engan gaum og stóð hreyf- ingarlaus. Þá var kallað til hans djúpri röddu: A ég að senda bátinn til baka eftir yður, skipstjóri? Þetta var Jenkins, bátsmaður á Cardinan. Hann hafði heyrt það, sem sagt var. Og hann vissi allt, sem á hak við lá. Skipstjóri! Honum var svo eðlilegt að segja þetta. Það var ekki í fyrsta sinn, að hann ávarpaði Davíð Gorman svo. Davíð Gorman horfði niður til hans. — Eftir klukkutíma, Jenkins. Það var sem straumur af hlýju færi gegnum hann, þegar

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.