Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Side 30

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Side 30
110 TYRKIR OG UNGVERJAR N.Kv. ar eða Ungarar, sjálfir nefna þeir sig enn Magyara og land sitt Magyarorzag. 2. Hið posfullega konungsríki, Ungverjaland. Stefán konungur, sem katólskir menn nefna hinn helga, kom á föstu skipulagi í hinu postullega konungsríki sínu. Hann veitti kirkjunni afar mikil sérréttindi, braut á bak aftur vald stórhöfðingjanna, gerði þá að embættismönnum og stórjarðeigendum með aðalstignum og aðalsréttindum, en háða konungi sínum á þann hátt, að þeir fengu sæmdir, laun, völd og eignir af náð hans, en ekki vegna ættgöfgi eða afreka. Á þann hátt myndaðist hinn auðugi ungverski aðall. Fólkinu hafði nú fjölgað það mikið, að ekki var lengur landrými fyrir jafnstór- ar hjarðir og áður, fór því akuryrkja mjög í vöxt. Allur þorri manna tók sér fasta ból- staði í smáþorpum og á bændabýlum. 0- ræktuð-hirðingjalönd urðu aðeins mýrlend- in við fljótin Theiss og Dóná. Þar ganga bufflahjarðirnar enn í dag, og á hinni þurru steppu á svæðinu fyrir austan Theiss lifir nokkur hluti ungversku þjóðarinnar hálfgerðu hirðingjalífi enn í dag innan um hálvilltar hesta- og nautahjarðir. Alls stað- ar annars staðar hefur akuryrkja orðið að- alatvinnuvegur fólksins og hefur verið það síðan á 11. öld. Stefán helgi lét sér mjög um það hugað, að efla atvinnuvegi lands- ins, einkum akuryrkjuna. Hann lét líka byggja borgir og bæi verzluninni til efling- ai, skipulagði herinn, treysti takmörk ríkis- ins, svo að Karpatahéruðin Transylvanía og Slóvakía voru áfram ungversk skattlönd. Suður-slavnesku héruðin nyrzt og vestast á Balkanskaga, sem einu nafni nefnast Kró- atía, voru einnig sameinuð Ungverjalandi, þó þannig, að Króatía var ávallt konungs- ríki í persónulegu sambandi við Ungverja- land, en að formi til ekki ungverskt skatt- land. Hið sameiginlega mál ríkisins var lat- ína. Klerkar og kirkjunnar menn skrifuðu allir á latínu, tilkynningar stjórnarinnar voru og á latínu. Á magyarisku eða ung- versku var ekkert skrifað fyrr en á 13. og 14. öld. Ungverjaland var allöflugt ríki þangað til á 13. öld, að Mongólar hófu herhlaup sitt inn í Evrópu. Lögðu þá hersveitir þeirra rnikinn hluta Ungverjalands í auðn. Land- ið rétti þó við aftur. Árið 1301 varð ætt Ar- padsins gamla aldauð í Ungverjalandi. Hófst þá ítölsk ætt til valda í Ungverja- landi. Voru margir menn af þeirri ætt mjög mikilhæfir stjórnendur, t. d. Lúðvíg mikli, sem varð konungur yfir Ungverjalandi, Pól- landi og hafði ítök í fleiri ríkjum. En eftir dauða hans skildu þó leiðir Pólverja og Ungverja. Ungverjaland komst síðar í mjög náið samband við Þýzkaland og Austurríki. Varð það landinu til mikillar ógæfu, því að þýzkir og austurrískir höfðingjar reyndu mjög að nota Ungverja sem útverði í barátt- unni á móti Tyrkjum á 15. öld. Varð Ung- verjaland að lokum aðalvígvöllur Tyrkja og kristnu þjóðanna í Mið-Evrópu. Eigi að síður efldist menning landsins og bókmennt- ir á ungversku eða magyarisku fóru að dafna á 15. og 16. öld. Árið 1526 gerði Soliman mikli Tyrkja- soldán endi á ríki Ungverja. Lúðvíg II., síðasti konungur Ungverjalands, lét líf sitt, og mestur hluti landsins og skattlanda þess komast á vald Tyrkja. Aðeins vestustu hér- uðin komust á vald Austurríkis.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.