Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Blaðsíða 34

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Blaðsíða 34
114 TYRKIR OG UNGVERJAR N.Kv. að Ungverjar urðu með tíð og tíma áhrifa- ríkir mjög og réðu mestu um utanríkispóli- tík keisarastjórnarinnar. Það voru ung- verskir stjórnmálamenn, sem réðu því, að Bosnía var innlimuð í ríkið 1908—1909, og það varð orsökin að fjandskap Serba við Austurríki, svo að upp úr logaði 1914, þeg- ar Franz Ferdinand ríkiserfingi Austurrík- is var skotinn til bana í Sarajevo í Bosníu af serbneskum ofstækismanni. Það var hin formlega orsök heimsstyrjaldarinnar fyrri. Eftir lát Franz Jeseps 1916 fór keisaradæm- ið að liðast í sundur. Eftir ósigur miðveldanna 1918 liðaðist Dónárveldi Habsborgaranna sundur að fullu og öllu. Karl keisari, síðasti Habsborgarinn á veldisstóli Austurríkis og Ungverjalands, varð að segja af sér. Þar með rofnaði að fullu samband Austurríkis og Ungverja- lands. Landamærahéruðum þess var skipt upp á milli nágrannaríkjanna. Pólland fékk Galisíu, Italir Istríu og Týrol syðst í Aust- urríki, Rúmenar fengu Transylvaníu, hin suður-slavnesku héruð Austurríkis, og Ung- verjaland Bosníu. Króatisku héruðin og Slovenía var sameinuð Serbíu og Monten- egro í eitt suður-salavenskt ríki, er tók upp nafnið Júgóslavía. Því sem eftir var af hinu forna Habsborgaraveldi var skipt í þrjii ríki. Hin tékknesku lönd Bæheimur, Mæri og Slóvakía voru gerð að einu lýðveldi, sem kallað var Tékkóslóvakía og hin þýzku- mælandi erfðalönd Habsborgaranna með Vínarborg voru gerð að lýðveldi, sem kall- að var Austurríki. Það, sem eftir var af Ungverjalandi, þ. e. hinar magyarisku byggðir Ungverjasléttu, voru gerðar að sér- stöku ríki, konungsríkinu Ungverjalandi, en útjaðrar Ungverjasléttunnar, bæði í suðri og austri, féllu Rúmenum og Júgóslövum í skaut, enda þótt þar byggi fjöldi Magyara. 4. Horty aðmíráll og stjórn hans. Ósigurinn, landamissirinn og neyðin, sem sigldi í kjölfar styrjaldarinnar varð þess valdandi, að alþýða Ungverjalands missti traust og álit á hinum fornu forréttinda- stéttum Ungverjalands. Undir forustu Bela Kuns náðu kommúnistar völdum í Ung- verjalandi og þar var mynduð sovétstjórn, en Horty, ungverskur aðalsmaður, sem ver- ið bafði aðmíráll í flota Austurríkiskeis- ara, efldi ber á móti Bela Kun. Hann fékk bjálp frá Rúmenum og Júgóslövum. Blóðug borgarastyrjöld hófst í landinu og var bar- izt af mikilli grimmd á báða bóga. Fór Bela Kun halloka og varð að flýja land. Horty varð að láta smáspildurá landamærumlaus- ar af hendi við Júgóslava, þegar hinir end- anlegu friðarsamningar voru undirritaðir í Trianon. Varð Ungverjaland lítið ríki, 93 þús. ferkm. að stærð með 8 millj. íbúa. Þrjár milljónir ungverskumælandi manna voru orðnir rúmenskir, júgóslavneskir eða tékkneskir þegnar. Aftur á móti var Ung- verjaland orðið að hreinu þjóðríki að heita mátti. Allur þorri manna þar voru Magyar- ar, en þó var þar dálítið af Þjóðverjum, sem bjuggu út af fyrir sig í einstaka smá- héruðum, nokkrir tugir þúsunda flakkandi sigauna og auk þess hinir ungversku Gyð- ingar, sem flestir bjuggu í borgunum eða í hinum stærri þorpum, og mynduðu milli- stéttina í bæjunum og að nokkru leyti sjálfa borgarastéttina. Þeir voru einn tuttugasti af íbúum landsins, en mæltu nálega allir á ungversku og litu á sig sem Ungverja. Hor- ty og stjórn lians beittu upphaflega Gyð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.