Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Blaðsíða 34
114
TYRKIR OG UNGVERJAR
N.Kv.
að Ungverjar urðu með tíð og tíma áhrifa-
ríkir mjög og réðu mestu um utanríkispóli-
tík keisarastjórnarinnar. Það voru ung-
verskir stjórnmálamenn, sem réðu því, að
Bosnía var innlimuð í ríkið 1908—1909,
og það varð orsökin að fjandskap Serba við
Austurríki, svo að upp úr logaði 1914, þeg-
ar Franz Ferdinand ríkiserfingi Austurrík-
is var skotinn til bana í Sarajevo í Bosníu
af serbneskum ofstækismanni. Það var hin
formlega orsök heimsstyrjaldarinnar fyrri.
Eftir lát Franz Jeseps 1916 fór keisaradæm-
ið að liðast í sundur.
Eftir ósigur miðveldanna 1918 liðaðist
Dónárveldi Habsborgaranna sundur að
fullu og öllu.
Karl keisari, síðasti Habsborgarinn á
veldisstóli Austurríkis og Ungverjalands,
varð að segja af sér. Þar með rofnaði að
fullu samband Austurríkis og Ungverja-
lands. Landamærahéruðum þess var skipt
upp á milli nágrannaríkjanna. Pólland fékk
Galisíu, Italir Istríu og Týrol syðst í Aust-
urríki, Rúmenar fengu Transylvaníu, hin
suður-slavnesku héruð Austurríkis, og Ung-
verjaland Bosníu. Króatisku héruðin og
Slovenía var sameinuð Serbíu og Monten-
egro í eitt suður-salavenskt ríki, er tók upp
nafnið Júgóslavía. Því sem eftir var af hinu
forna Habsborgaraveldi var skipt í þrjii
ríki.
Hin tékknesku lönd Bæheimur, Mæri og
Slóvakía voru gerð að einu lýðveldi, sem
kallað var Tékkóslóvakía og hin þýzku-
mælandi erfðalönd Habsborgaranna með
Vínarborg voru gerð að lýðveldi, sem kall-
að var Austurríki. Það, sem eftir var af
Ungverjalandi, þ. e. hinar magyarisku
byggðir Ungverjasléttu, voru gerðar að sér-
stöku ríki, konungsríkinu Ungverjalandi, en
útjaðrar Ungverjasléttunnar, bæði í suðri
og austri, féllu Rúmenum og Júgóslövum í
skaut, enda þótt þar byggi fjöldi Magyara.
4. Horty aðmíráll og stjórn hans.
Ósigurinn, landamissirinn og neyðin, sem
sigldi í kjölfar styrjaldarinnar varð þess
valdandi, að alþýða Ungverjalands missti
traust og álit á hinum fornu forréttinda-
stéttum Ungverjalands. Undir forustu Bela
Kuns náðu kommúnistar völdum í Ung-
verjalandi og þar var mynduð sovétstjórn,
en Horty, ungverskur aðalsmaður, sem ver-
ið bafði aðmíráll í flota Austurríkiskeis-
ara, efldi ber á móti Bela Kun. Hann fékk
bjálp frá Rúmenum og Júgóslövum. Blóðug
borgarastyrjöld hófst í landinu og var bar-
izt af mikilli grimmd á báða bóga. Fór Bela
Kun halloka og varð að flýja land. Horty
varð að láta smáspildurá landamærumlaus-
ar af hendi við Júgóslava, þegar hinir end-
anlegu friðarsamningar voru undirritaðir í
Trianon. Varð Ungverjaland lítið ríki, 93
þús. ferkm. að stærð með 8 millj. íbúa.
Þrjár milljónir ungverskumælandi manna
voru orðnir rúmenskir, júgóslavneskir eða
tékkneskir þegnar. Aftur á móti var Ung-
verjaland orðið að hreinu þjóðríki að heita
mátti. Allur þorri manna þar voru Magyar-
ar, en þó var þar dálítið af Þjóðverjum,
sem bjuggu út af fyrir sig í einstaka smá-
héruðum, nokkrir tugir þúsunda flakkandi
sigauna og auk þess hinir ungversku Gyð-
ingar, sem flestir bjuggu í borgunum eða í
hinum stærri þorpum, og mynduðu milli-
stéttina í bæjunum og að nokkru leyti sjálfa
borgarastéttina. Þeir voru einn tuttugasti
af íbúum landsins, en mæltu nálega allir á
ungversku og litu á sig sem Ungverja. Hor-
ty og stjórn lians beittu upphaflega Gyð-