Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Side 37
N.Kv.
PITCAIRN-EYJAN
117
urnar höfðu sagt mér. Mc Coy áleit, að við
ættum að láta þær afskiptalausar.
— Það er affarasælast úr því sem kom-
ið er, sagði liann. — Við skulum láta þær
sjá um sig sjálfar og sjá svo sjálfir um okk-
ur.
— Hvað segirðu? sagði Matt. — Við
ætlum ekkert að hafa saman við þær að
sælda, það sem eftir er ævinnar.
-— Vertu rólegur, sagði Mc Coy. Held-
ur þú að þær verði lengi þarna? Þær átta
sig, ef við förum eftir því, sem þær segja.
Það er Maimiti og Taurua sem hafa leitt
þær út í þetta og nokkrar af konunum
fylgja þeim. Við skulum aðeins láta þær
eiga sig. Þær munu bráðlega koma aftur til
okkar.
Quintal fékk eitt æðiskastið. — Eg vil
ekki láta þær sjálfráðar, sagði hann. —
Þið skuluð ekki ímynda ykkur, að ég sé
fífl. Ég sæki einhverjar þeirra nú þegar.
— Nei, það máttu ekki gera, sagði Mc
Coy. Hagaðu þér nú ekki eins og bjáni. Þær
eru allar með byssur og flestar þeirra
kunna eins vel að fara með skotvopn og
hver okkar. Þær eru ekki lömb að leika sér
við, þegar þær eru í þessum ham, en ef við
híðum rólegir koma þær aftur af fúsum og
frjálsum vilja.
— Vert þú rólegur fyrst þú ert ánægður
með það, sagði Quintal. Síðan reis hann á
fætur, fór út og stefndi í áttina til dalsins,
án þess að hafa fleiri orð um þetta.
■— Heldur þú, Alex, að þær muni reyna
að ráða niðurlögum hans? spurði Mc Coy.
— Eftir því sem Maimiti hafði sagt, ef-
aðist ég ekki um að þær rnundu gera það.
Við höfðum alltof lengi hagað okkur eins
°g okkur sýndist og ekkert tillit tekið til
þeirra, og hlutum því að skilja, að þannig
gæti það ekki verið til langframa.
— Eg tel alveg víst, að þær skjóti ekki,
nema því aðeins að hann reyni að klifra
yfir girðinguna, en það ætti hann ekki að
reyna, því að hún er um tíu fet á hæð.
— Við verðum að fara og sjá, hvað ger-
ist, sagði Mc Coy. — Mig langar líka til að
sjá víggirðinguna sjálfur.
Síðan iögðum við af stað þvert yfir dal-
inn upp á syðri fjallshrygginn. Við sáum
Quintal ekki fyrr en við komum í efri
hluta Autédalsins. Hann stóð utantil í
kjarrinu og horfði á víggirðinguna.
— Hamingjan hjálpi mér! hrópaði Mc Coy
þegar hann sá mannvirkið. Við stóðum
þarna þrír saman og horfðum yfir dalinn.
Nokkrar af kounum unnu í görðunum um
það bil 100 metra frá okkur og aðrar
lengra í burtu. Þær sáu okkur ekki, því að
við földum okkur inn á milli trjánna.
— Hvenær hafa þær gert þetta? spurði
Quintal. Þeir voru báðir jafn undrandi af
að sjá víggirðinguna, og ég hafði verið,
þegar ég sá hana fyrst, hvorugur þeirra
hafði búizt við að sjá svo rammgert virki.
— Það skiptir engu máli, sagði Mc Coy.
— Þú séð, Matt, að það er þarna, og ef þú
ert ekki blindur og skilningslaus, þá kemur
þú heim með mér og Alex. Þú munt aðeins
bæta gráu ofan á svart, ef þú reynir að ráð-
ast á þær. Komdu nú og láttu þær afskipta-
lausar.
En það var engin leið að fá Quintal til
að hætta við það, sem hann á annað borð
hafði hugsað sér að gera. Hann vissi að
hann var sterkur, en hann var svo heimsk-
ur að trúa því, að konurnar mundu ekki
þora að veita honum mótstöðu, jafnvel þótt
þær væru með byssur í höndunum.
—- Bíðið þið hérna og standið við, sagði
hann. — Ég kæri mig ekki um aðstoð ykk-
ar, ef það er það, sem þið eruð hræddir
við.
Quintal hafði ekki þvegið sér í marga