Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Síða 38

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1956, Síða 38
118 PITCAIRN-EYJAN N.Kv. daga, og hann var kominn með svo mikið skegg, að það náði honum niður á bringu. Hann var ekki í öðrum fötum en óhreinni mittisskýlu, og er hann stóð þarna, með kylfu sína í hendinni, var hann ægilegri út- lits en nokkur villimaður, sem ég hef séð. Allt landsvæðið, sem lá fyrir neðan fjallshiygginn, hafði verið rutt. Konurnar höfðu búið þannig um, að þær gátu séð ef einhver kom. Jafnskjótt og Quintal kom út úr skóginum, gaf konan, sem stóð vörð, merki. Konurnar, sem voru að vinna í görð- unum, höfðu séð hann á sama tíma. Þær voru nokkurn spöl utan við virkið, en í stað þess að hlaupa þangað, eins og við höfðum búizt við að þær mundu gera, röðuðu þær sér hlið við hlið og biðu þess að Quintal kæmi nær. Eg sá Moetna og Prudence í miðri röðinni, aðra með kylfu en hina með byssu. Frú Christian stóð yzt í röðinni ann- ars vegar, en Balhadi og Taurua hins veg- ar. Moetna kraup á kné og Prudence, sem var smá vexti, stóð á bak við hana og lét byssuna hvíla á öxl hennar. Frú Chrisian tók sér stöðu bak við stóran stein og hafði byssu sína til taks. Það hafði ekki tekið þær meira en tuttugu sekúndur að búa sig undir að taka á móti Quintal. Hann nam staðar um það bil þrjátíu fet frá þeim, síð- an hélt hann hægt áfram. Er hann hafði gengið nokkur skref, skaut Maimiti. Við sáum hann riða við og falla til jarðar. Hann rak upp ægilegt öskur, en reis svo upp aft- ur. Um leið skaut Prudence. Quintal snéri nú við og hljóp sem fætur toguðu upp brekk- una. Konurnar eltu hann, með Moetna í broddi fylkingar. Við sáum Quintal hverfa inn í kjarrið og konurnar snúa aftur til virkisins. Við Mc Coy snerum nú aftur heim á leið. Quintal sat á bekk fyrir framan dyrnar á húsi sínu og hélt hendinni um vinstri öxl- ina.Andlit hans var allt löðrandi í blóði. Maimiti hafði sært hann í öxlina, en litlu munaði að skotið, sem Prudence skaut, yrði honum að bana. Kúlan hafði sniðið af hon- um annað eyrað. Við Mc Coy höfðum því nóg að gera næstu klukkustundirnar, að búa um sár hans. Við vorum nú ekki lengur í vafa um, að fullkomin alvara var á bak við það, sem konurnar höfðu sagt okkur. Quintal hafði fengið áþreifanlega sönnun fyrir því. Hann lá í sárum sínum í tvo mánuði. Allan þann tíma var hann í hræðilegu skapi, svo að varla var hægt að tala orð við hann. Við tókum greinilega eftir því, að hann var und- arlegri með hverjum deginum sem leið. Jafnvel þótt við værum í herberginu hjá honum, talaði hann löngum við sjálfan sig, eitthvað rugl, sem við ekki skildum. Eftir þetta leið nokkur tími, án þess að neitt markvert gerðist. Mc Coy og Quintal unnu að áfengisgerðinni, fylltu allar flösk- ur, sem til voru, og þar að auki eina eða tvær tunnur. Ég forðaðist þá eins og ég gat. Síðan tók ég aftur til vinnu minnar í garð- irmm, og stöku sinnum fór ég á fiskveiðar. Þannig liðu dagarnir, en á kvöldin fór ég til Mc Coy og Quintal og drakk með þeim, þótt ég fyrirliti sjálfan mig fyrir að gera það. Mc Coy var sannfærður um að einhver af konunum mundi koma aftur. — Vertu rólegur, Matt, sagði hann við Quintal. Við þurfum ekki að taka þær með valdi, það koma áreiðanlega tvær eða þrjár þeirra hingað niður eftir, áður en vikan er liðin. En það liðu tveir mánuðir og engin kom. Við sáum herra Young örsjaldan. Eins og ég hef áður sagt, fór liann heim til sín sama daginn, sem ég talaði við hann um konurnar, og hann kom ekki aftur til Mc Coy. Eftir þetta, drakk hann ekki svo mikið

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.