Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Side 4

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Side 4
114 NÝJAR KVÖLDVOKUR. sjer, en tumar hennar, himinháir, böðuðu sig í tunglsgeislaflóðinu. Pessi einmanalega risahöll minti á riddarakastala miðaldanna, eins og jeg hafði hugsað mjer þá. Og þetta kvöld Ijet jeg mig dreyma hundruð ára aftur í tímann. í kast- ala þessum var þá glaumur og gleði, skáldin kváðu um hreystiverk og vopnaleiki meðan hrynjandi hljómar margvíslegra hljóðfæra bylgj- uðu umhverfis þá. Og kastalinn var fullur af alskeggjuðum hrykalegum víkingum, er unnu mest vopnahljómi og orustusöng. Svo kom jeg sjálfur sem farandi sveinn, er elskaði hina tignu og goðum líku ungfrú í kastalanum. Og jeg stóð á bakkanum og mændi ástsjúkum aug- um yfir um. Alt í einu var jeg rifinn upp frá þessum draumum mínum við að heyra fótatak í sand- inum skamt frá mjer. Jeg sá tvær verur nálg- ast mig, en enn voru þær í all langri fjarlægð. Annað var auðaæilega karlmaður, en hin gat eins vel varið kvenmaður. Jeg áleit að það væru elskendur, er svöluðu ástarþrá sinni við bleikföla geisla mánans. Og þar eð jeg eigi vildi trufla elskendur eða hlera samtal þeirra dró jeg mig í hlje upp að borgarmúrunum, og stóð þar í skugga. Pegar elskendurnir væru komnir fram hjá, ætlaði jeg að halda ferð minni áfram. Nú nálguðust verur þessar óðum og mjer til mikillar undrunar, sá jeg nú að hvorug var kvenmaður, heldur maður í munkakufli og hettu á höfði. Hinn var auðsæilega hermaður. — Maðurinn í munkakuflinum var — Ulrik Apfelbaum. Jeg var viss uni að þetta var hann. Raunar voru þeir í svo mikilli fjarlægð, að jeg gat eigi með vissu þekt röddina, eða heyrt nokkuð af samtali þeirra. En þó var jeg fullviss þess, að munkur þessi var enginn annar en hinn horfni kongabani. Peir námu staðar spölkorn frá mjer og rædd- ust við í hálfum hljóðum. Jeg sá Ulrik benda í áttina til Gústafskastala. Jeg lagði hlustirnar við og heyrði nú orð og orð af samtali þeirra, en samhengislaust. »Pegar búið er að flytja íallbyssurnar þang- að« ... »Eftir átta daga . . . « «... Óvinnandi .. . « » . ... ágætis vígi... « » ... sigur keis- arans .. . « » .... Tilly ...» Þetta voru þær setningar, sem jeg heyrði glögt, en það var ekki fyr en nokkru eftir að jeg fór að skilja, hvað þeir áttu vlð. Mjer varð samt Ijóst, að eitthvert ráðabrugg var á seyði gagnvart hinum nýja kastala. Þeir töiuðu sam- an alt að hálfri klukkustund. Par næst sneru þeir við og hjeldu í sömu átt og þeir komu úr. Óðara en þeir voru komnir dálítið frá, brá jeg við og flýtti mjer að borgarhliðinu. Jeg hrópaði upp inngangsorðið. »Hest og vopn — samstundis!« sagði jeg við þann, er opnaði hliðið. »Hvað er nú . . . « »Spurðu einkis. — Flýltu þjer að ná í hest og sverð. »En..........« »Ætlar þú að verða til þess, að Ulrik Apfel- baum gangi úr greipum mjer. Flýt þjer nú!« Hann spurði nú eigi lengur, en kom að vörmu spori með bestinn og sverðið. Jeg stökk á bak, og reið af stað svo hratt, sem hestur- inn komst, í áttina þangað, sem jeg hafði sjeð hina tvo þorpara hverfa. Pað virtist, sem þeir hefðu sokkið í jörð niður, því jeg hvorki sá eða heyrði hið minsta til þeirra. Alt í einu 'heyrði jeg einhvern hávaða í dá- lítilli fjarlægð. Jeg nam staðar til að heyra betur. Heyrði jeg þá brátt að það var jódyn hesta, en hve margra var mér eigi unt að heyra. Jeg knúði hest minn sporum, svo hann þaut af stað, sem stormbylur, og eftir nokkrar mín- útur varð jeg þess var, að jeg nálgaðist þá. Nístandi kuldi vetrarvindarins beit mig í andlit- ið, en um það hirti jeg eigi. Allar hugsanir mínar snerust um það eitt, að ná Ulrik Apfel- baum á mitt vald. Hesturinn, sern jeg reið, var ágætis skepna og svo var sem liann virtist skilja hugsanir mínar, því hann herti á ferð- inni eftir því sem lengra Ieið.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.