Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 5
NÝAR KVÖLDVÖMJR.
115
Nær og nær íæröist jeg þeim, sem á undan
riðu, enda þótt þeir auðsæilega knúðu hesta
sína, sem þeim var unt. Jeg gat nú séð að
þeir voru tveir, svo lítill vafi gat leikið á því
að jeg væri á rjettri leið.
Við þutum á fleygiferð gegnum livert þorp-
ið á fætur öðru. Jeg vissi að í öllum þessum
smibæjum var fjöldi landsmanna minna, sem
þó að öllum líkindum mundu nú gengnir til
hvílu, þar eð klukkan hlaut að vera nálægt
ellefu, en mjer kom eigi eilt augnablik til hug-
ar að vekja þá og biðja þá að koma til liðs við
*nig við mannaveiðarnar.
Sá, sem oft hefir barist móti þremur — fjórumi
getur eigi beðið um styrk móti tveimur. Svo
var og hver mínúta dýrmæt ef jeg vildi eigi
hætta á að missa sjónar á flóttamönnunum.
En þegar jeg reið gegnum éilt þorpið sá
jeg góðvin minn Hans Færdig standa fyrir ut-
an lítið hús, fast við veginn. Hann horfði
undrandi á mig, því hann skyldi auðsæilega
ehki hvert jeg gat verið að fara. Jeg nálgaðist
nú flóttamennina óðfluga, og eftir á að giska
fjórðung stundar var jeg svo nálægt þeim að
jeg gat nær því náð til hesta þeirra með sverðs-
°údi mínum.
»Nemið staðar eitt augnablik!« hrópaði jeg.
Reir sneru sjer við, er þeir sáu, að sá, sem
elti þá, var einn, hafa þeir víst álitið að þeir
yrðu eigi lengi að leggja hann af velli. Reir
sneru því hestum sínum við. Og nú stóðum
við andspænis hver öðrum með brugðin
sverð.
»Ha, ha,« hló nú maðurinn í munkakápunni,
sem jeg sá glögt að var Ulrik Apfelbaum.
»Ert það þú, Flink. Ert þú aftur á hælum
mier. En í þetta skifti hefir það verið ógæfu-
stjarna þín, sem vísaði þjer á spor mín.«
»Vegir þínir, Ulrik Apfelbaum, virðast allir
*'ggja til gálgans,« svaraði jeg.
»Gættu orða þinna, Flink. — t*ú átt eigi
^argar mínútur ólifaöar. Pegar sól rennur
m,Jn lík þitt liggja hjer við veginn til átu fyrir
hrafnana.«
»Spyrjum eigi að vopnaviðskiftum heldur að
leikslokum. Ef hamingja mín ræður, skalt þú
við dagrenning hanga í greinum trjesins hjerna
við veginn öllum óþokkum til viðvörunar.
»Ha, ha. — Afram!«
fJeir rjeðust á mig báðir í einu. En héstur-
inn minn stóð kyr eins og bjarg, og jeg bar
höggin af mjer með sverði mínu.
Það söng í sverðunum og glampaði á þau
í tunglsljósinu.
Dálitla stund börðumst við af kappi án þess
að milli mætti sjá. Alt í einu heyrði jeg Ulrik
hrópa:
»Verjist hraustlega um stund. Jeg kem von
bráðar aftur til baka.«
Hann reið hratt, svo hratt sem hann gat
knúð hestinn. Hvert hann ætlaði var mjer eigi
unt að gera mjer í hugarlund. En mjer kom
til hugar að hann mundi ætla að sækja lið-
styrk. En hvert hann ætlaði að sækja þann
styrk var mjer ráðgáta, því í þessu bjeraði
voru flestir Svíar. *
Pað, sem jeg óttaðist mest, var að Ulrik
mundi ganga úr greipum mjer, svo jeg herti
nú sókn mína. Varð það til þess, að mót-
stöðumaður minn fjekk höggstað á mjer og
særði mig í vinstri handlegg. Nú gerðist jeg
varkárari og ljet hann sækja á. Leið þá ekki
á löngu, fyr en jeg hafði sært hann mörgum
sárum og stórum. En í því hann var nær
því yfirunninn, slógu á að giska 30 riddarar
hring um mig, sem Ulrik Apfelbaum hafði
sótt til liðs við sig. — Pað virtist nú sem
mjer mundi engrar undankomu auðið. Ulrik
var sjálfur einn í flokknum, og frá honum gat
jeg eigi búist vægðar.
Á þessari stundu varð mjer Ijóst, hvernig á
ferðum Ulriks kongsbana stóð í þessu hjeraði.
Hann hafði eflaust náð samböndum við ein-
hverja þýska herdeild og fengið flokk þennan
með sjer til Mains, í einhverju mjer óþektu
augnamiði, en jeg þóttist vita, að eitthvað
djöfullegt væri í ráðum hans.
Nú rjeðist allur flokkurinn á mig. Fyrir mig
var eigi annað að gera en verjast, sem mjer
var unt og selja líf mitt fyrir hæsta verð. Með
15*