Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Side 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
117
sem öðru, yfirburði sína framyfir aðra dauð-
iega meim.
Regar liðið var á kvoldið tók jeg að hugsn
til heimferðar, en það var sem eitthvert hug-
boð aftraði mjer, jeg var kvíðafullur og ákvað
því að bíða til miðnættis. Þegar þeir fjelagar
mínir, sem skipaðir höfðu verið til að halda
vörð þar um nóttina, buðu mjer að dvelja þar
til morgunsins, þáði jeg boðið og ákvað að
sofna eigi þá nótt.
Sökum þess að við vorum langt frá óvina-
hernum og hjeraðið umhverfis á valdi voru,
höfðu yfirmenn hersins eigi álitið þess þörf
að hafa mikinn liðsöfnuð á verði í kastalanum.
— Retta gat því skapað Ulrik Apfelbaum
möguleika til að komast að kastalanum án þess
að verðirnir yrðu þess varir.
Um kvöldið sátum við allir í sal þeim, sem
ætlaður var varðliði kastalans til íbúðar og
matstofu. Varðliðið voru aðeins 15 mant s
undir forustu flokksforiugja eins, er Hall hjet,
og sem þektur var meðal fjelaga sinna og
undirmanna sem drykkjusvoli, einkanlega sólg-
>nn í hið áfenga þýska öl. — Honum hafði
tekist hingað til að leyna yfirmenn sína Iesti
þessum, eða þeir Ijetu, sem þeir vissu það eigi,
því aldrei hafði hann fengið áminningu eða
refsingu.
Við vorum allir sestir undir borð að undan-
teknum fjórum mönnum, sem stóðú vörð á
múrum kastalans. Við borðsendann sat Hall
flokksforingi. — A borðinu voru nægar vistir
og ótal könnur fuilar af þýska ölinu. Sá jeg
að Hall rendi hýru auga til þeirra. Drakk
hann einnig ósleitilega og gerðist brátt óvenju-
giaður i anda.
»Halló! — hetjur og hermenn, eruð þið
hræddir við bjórinn? Drekkið drengir. Pað
reynir á hetjuna í ástum og við vfndrykkju, en
svo virðist sem þið sjeuð aumingjar við hvor-
tveggja® — hrópaði Hall.
»Okkur skortir æfingu og vana,« svaraði jeg
hurteislega, því jeg vildi eigi verða valdur að
misklíð milli mín og yfirmanns í hemum.
»Vel mælt, — það er rjett, drengur minn!«
svaraði Hall, sem farinn var að verða loðmælt-
ur. »En jeg er reyndur maður, góðir hálsar.«
Rað virtist svo sem hann vildi sýna okkur hvað
hann megnaði, því eftir þessi orðaskifti drakk
hann tvöfalt á við það, setn hann hafði drukk-
ið áður.
Var hatin nú orðinn ölvaður mjög og vissum
við, að það mundi eigi langt að bíða, að hann
fjelli undir borðið og sofnaði.
Hann hjelt áfram að eggja nienn sína í sí-
fellu. Drakk því margur meira en endranær,
sökutn þess að þeir vildu forðast óeiningu við
yfirboðara sinn.
Jeg var einn af þeim, sem verst gekk að
hlýðnast fyrirskipunum hans um svallið og
varð jeg því að þola mörg háðsyrði og bitur-
yrði í minn garð.
»Ha, ha! — Flink,<> hrópaði hann hæðnis-
lega. »Ertu þvíllkur vesalingsbjálfi, — heigull?
Jeg kæri mig eigi um að hafa þig i minui
liðsveit. F*ar vil jeg aðcins hafa menn, sem
eru dugandi í orustum og meðal drykkju-
fjelaga.«
Jeg svaraði eigi, en til þess að gefa honutn
eigi oftar tækifæri til þess að móðga mig, eða
auka gremju hans við mig fyrir það, að jeg
eigi vildi taka óhóflegan þátt í drykkjunni, þá
stóð jeg á fætur og gekk út úr salnum. Einn-
ig ákvað jeg að gefa nánar gætur að, hvort
eigi væri nein hætta á ferðum, eða hvort jeg
yrði einkis vísari í þá átt.
Jeg gekk ofan á víggarðinn og leit yfir um-
hverfið, er var einkennilega fagurt í glamp-
andi, bleikfölu tunglsljósinu. Silfurbláir straum-
ar mánageislanna runnu saman við dimmblátt
djúp fljótsins og ntynduðu Ijósýrðar smáöldur.
Einn varðmannanna kom til mín.
»Hefir nokkuð borið við?« spurði jeg.
»Nei«, svaraði vörðurinn og gekk aftur brott.
Aftur var jeg einn.
Stundarkorn stóð jeg kyr og hugsaði ura,
hvort ekkert mundi ske þessa nótt, — hvort hug-
boð mitt mundi eigi rætast. — Ef til vill
hafði ósigur Ulriks Apfelbaums kvöldið góða.