Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Qupperneq 10

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Qupperneq 10
1^0 NYJAR KVÖLDVÖKUR. eigi; heldur stafaði dráttur þessi af því að þeir ætluðu sjer að vinna kastalann með brögð- um, en eigi áhlaupi. Konungur hafði látið grafa einskonar jarð- göng frá kastalanum ofan að fljótinu, til þess að geta náð í ferskt vatn, ef setið væri um kastalann. Var bygð yfir þau hvelfing úr granit- steini. Hafði svo jörð verið lálin efst og sneri gra^svörðurinn upp. í göngum þessum lá svo vatnsleiðslan. Göngin voru svo stór um sig að maður, sem skreið á liöndum og fótum, gat hæglega komist þannig gegnum þau og inn í kastalann. — Kom mjer nú til hugar að óvinirnir mundu ætla sjer að fara þessa leið. Gálu þeir með því að fara stóran krók, komist að þeim enda vatnsleiðslunnar, sem endaði út við íljótið, án þess að hægt væri að koma auga á þá úr kastalanum. En leið sú var alllöng og þurftu þeir að vaða út í Mainsfljótið á einum stað. Óðara og mjer kom þetta til hugar, brá jeg við og kraup á höndtim og fótum spottakorn burt frá kastalanum; þangað sem jeg gat sjeð yfir hluta af veg þeim, sem óvinirnir yrðu neyddir til að fara, og ætluðu þeir að nota þessa vígaðferð. Tlgáta mín hafði verið ije:t. í tunglsljósinu sá jrg þá ganga í langri röð áleiðis 11 fljótsins. Fremstur gekk maður er jeg þekti óðara að var Ulrik Apfelbaum, konungsbaninn; var auðsjeð á öllu að hann var foringi fararinn3r. Jeg flýtti mjer sem unt var til baka aftur til fjelaganna, til að undirbúa móttöku hinna óvel- boðnu gesta. — Hefði óvinunum tekist að komast þessa ieið hefði kastalinn verið á valdi þeirra eftir nokkrar mínútur. — En fyrst að svo fór að jeg konist að aðferð þeirra virtist það hægðarleikur að veiða þá alla í gildru, sem þá gat eigi grunað að þeir mitndu hitta fyrir. — Yfirvinna þá án þess að skjóta einu skoti eða draga sverð úr slíðrum. Þegar jeg kom til fjelaga minna, mælti jeg: »Fjelagar og vopuabræður, ef þið viljið urn stundarsakir hlýða fyrirskipununt n'ínum og forystu, heiti jeg ykkur þvi að taka alla óvin- ina til fanga áður en Þrymur kemur með lið- styrk úr borginni. Hefði Hall flokksforingi ver- ið svo á sig kominn að hann hefði getað haft forystuna á hendi, mundi jeg óðara hafa snúið mjer til hans með fyrirætlanir mínar, — en fyrst svo er eigi, spyr jeg ykkur hvort þið viljið eigi hlýða forystumanninum í hálfan tíma.« »Já. — Við erum allir fúsir til að hlýða þjer, Flink. —« »Komið þið með mjer.« Jeg fór með þá þangað, sem valnleiðslu- göngin enduðu inn í kastalann. Tvo menn sendi jeg eftir reipum, eins mörgum og þeir gætu fundið. — Og jeg hafði sjálfur reipi það, sem jeg hafði bundið Ulrik Apfelbaum með forðmn í kjallaranum undir kjörfurstahöilinni. Hafði jeg eigi skilið það við mig síðan. Var það ákveðið íil þeirra nota að hengja Ulrik með því. Við röðuðum okkur umhverfis upp- gönguna þannig, að við værum eigi sjáanlegir fyrir þann, sem koin eftir ganginum fyr en ltann var koniinn upp í opið. Stóð jeg fremst- ur manna minna og átti að taka þann er fyrst- ur kom og binda um leið og hann rak höf- ið inn um opið. Þar næst átti sá, er næstur mjer stóð, að taka þann er næst kom og svo koll af kolli. Jaínskjótt sem einhver hafði b.:ndið s'tin fattga, skyldi hatin ganga aftur á sinn stað í röðinni. Skyldum við kefla hvetn og einn jafnskjótt og unt var, svo að þeir eigi gætu aðvarað hina tneð hrópum, Eigi Ieið á löngu fyr en jeg sá bóla á ntannshöfði með munkahettu. Óðara og hann var kominn hálfur gegnum opið greip jeg í hnakka hans með annari hendi og kipti hon- unt upp, með hinni tók jeg fyrir munn hans, svo hann eigi gæti hljóðað. Dró jeg hann nú afsíðis og batt hann ramlega og tróð kefli í munn hans. Því næst kipti jeg munkahettunni af hoiiutn og kom þá í Ijós hið ófrýnilega andlit Ulriks Apfelbaums.. Þtgar jeg hafði gengi svo frá honum, sem mjer þótti við þurfa, höfðu hinir fjelagar mínir þegar bundið sex aðra.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.