Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 11
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 121 Fjelagar mínir voru allir hraustir og harð- fengir, svo eigi þíddi fyrir óvinina, að veita mótspyrnu, þótt þeir reyndu. Starf okkar gekk því bæði fljótt og vel, og er við höfðum bundið þann síðasta, töldum við hópinn. Voru þeir alls 130. í þessu augnabliki heyrðum við lúðra þeytta fyrir utan kastalann. Jeg hraðaði mjer út að Lastalahliðinu. Nokkra af mönnunum skyld* jeg eftir hjá föngunum og skipaði þeim að höggva hvern þann, er reyndi að leysa sig. Þegar jeg kom út að borgarhhðinu, sá jeg að þar var konungur sjálfur kominn með heila herdeild. Fremst í fylkingunni stóð Þrymur. »Guði sje þökk,c mælti konungur,* aðGústafs- Lastali er enn þá á valdi Svía. — Jeg var hræddur um að jeg mundi koma of seint. Jeg gekk nú fram fyrir konung og skýrðj honum frá hvað við hafði borið. Gústaf Aðólf hlustaði á frásögu mína með eftirlekt. Jeg lauk máli mínu með þessum orðum: »Herra konungur, jeg hefi einnig þá gleði- fregn að flytja yður, að Ulrik Apfelbaum er einn meðal fanganna.* Vel að verið, hraustu drengir. Hall flokks. foringi hefir sýnt sig vera tryggan og dug. ar>di foringja. Hvar er kann? Jeg vil þakka honum fyrir hið ágæta starf sitt. Við litum hvor framan í annan, fjelagarnir ur kastalanum, enginn okkar vildi verða til bess að skýra konungi frá rjettum málavöxfum, »Hvar er Hall flokksforingi?« endurtók kon- uugur. Sannleikurinn varð að segjast. Jeg gekk því aftur fram fyrir konung og mælti: »Hann er í matsal kastalans, þar skyldum v'ð við hann fyrir klukkutíma síðan.« Hvað eigið þið við. — Var hann eigi með 1 viðureigninni?« »Nei, herra konungur.* »Hver var orsök þess. — Var hann veikur?* sPurði konungur, hniklaði brýrnar og varð dimmur á svip. »Já, konungur,« mælti jeg, því jeg sá að eigi var unt að dylja hið sanna Iengur. »Hann var veikur á sína vísu, það er að segja af of- mikilli ölneytslu.« »Einmitt það,« mælti konungur með auðsærri uppgerðar ró. »Svo að þannig rækir hann þau störf, sem jeg hefi trúað honum fyrir. — Sækið hann hvernig sem hann er á sig kominn.« Pessari skipun vjek konungur að hérmönn- um þeim, sem næstir honum stóðu. Þeir fóru þegar brott. Konungur stóð hugsi um hríð. Svo leit hann upp og sneri sjer að mjer um leið og hann mælti: »Jæja, Flink, seg þú mjer hver lagði ráðin um þetta snildarlega herkænskubragð, og hver stjórnaði framkvæmdunum.« »Herra konungur,« mælti jeg. »Allirþeir, er í kastalanum voru, að undanteknum Hall flokks- foringja, eiga hjer hlut að máii. — Verkið var unnið í sameiningu.* »Grunur minn er sá,« mælti konungur, »að þar um munir þú samt hafa ráðið mestu. — Eða hvað segið þið hinir? »Pað er sannleikur,* hrópuðu fjelagar mínir. »Pað var Flink, sem lagði öll ráð á og stjórn- aði verkinu, við hlýddum aðeins skipunum hans. Við kusum hann a'.lir samhljóða til foringja. — Flink á foringjastöðuna mörgum sinnum frekar skilið en fyllirúturinn í matstof- unni.« »Jæja«, svaraði Gústaf Aðólf. »Er ykkur alvara? — Flink hefir í það minsta sýnt eins og svo oft áður, að hann er hraustur, vitur og trúr.« í sama bili sem konungur mælti þetta komu hermennirnir með Hall. Hann var enn þá eigi fyllilega vaknaður, og þar að auk jafn- drukkinn og er hann sofnaði. 1&

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.