Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Blaðsíða 13
NYJAR KVÖLDVÖKUR 123 koma með eina athugasemd viðvíkjandi þess- um einkennilega herramanni.« »Hvað eigið þjer við?« »Rað má vel vera, að læknarnir sjeu eigi á sama máli og jeg. — En jeg hefi mitt álit, og þeir sitt. »Jeg gerist forvitinn.« »Jæja, — jeg skal þá segja yður hvað mjer býr í brjósti. — Álítið þjer, að Sidney sje i raun og veru geggjaður?« Jeg horfði undrandi á manninn, sem mælti þessi orð. Hann hjelt áfram: »Rjer horfið spyrjandi á mig. — En jeg er fyllilega þeirrar skoðunar að »vitfirringurinn frá St. James« sje sá af öllum íbúum hælisins — að meðtöldum læknum og yfirmönnum, — sem er minst vitskertur.* »Á hverju byggið þjer þá skoðun,« mælti jeg. >Herra minn, jeg er hvorki læknir nje rök- fræðingur, — en jeg hefi í mörg ár haft vit- firringa undir höndum og því orðinn glögg- skygn á því sviði.« Jeg var í fyrstu mjög undrandi yfir orðum þessa manns, en eftir litla umhugsun undraði það mig minna. Rví hve oft hittum vjer ekki menn, sem standa neðarlega í menningarstig- anum, er hafa gleggra auga og fullkomnari skilníng á ýmsu í h'finu en margir hinna há- lærðu og stórgáfuðu. En hvernig sem hann hafði nú lært þessa speki sína, þá var jeg innilega glaður yfir orð- um hans. — Jeg þiýsti hönd hans af alliug og mælti: . »Segið þjer eigi fleirum en mjer frá þessu áliti yðar. — Fratntíðin mun leysa úr mörg- um óráðnum gátum.« »En hvað álítið þjer um þetta?« spurði hann kænlega. »Jeg hefi enga skoðun á þessu máli, — en reytiist þjer ætíð náunga yðar vel og skiftið eigi um skoðun gagnvart Mr. Sidney.« »Ágæ(t, herra minn, — við skiljum hvor annan. — Og jeg legg drengskaparorð mitt við því, að jeg skal aldrei skifta um skoðun f þessu máli og vona að geta sýnt það síðar í verki. — Viljið þjer skila kveðju og þakklæti mínu til hans?« »Rað vil jeg gjarna, — verið þjer sælir.« Jeg gekk nú brott. Regar jeg var orðinn éinn, fór jeg að hugsa um alt það, er skeð hafði þessa nótt, og hina einkennilegu sögu, er jeg hafði heyrt, þessa hlekkjafesti af svívirðlega ónáttúrlegum verkum föðursins gegn syni sínum og bróðursins gegn bróður sínum. — Pað greip mig viðbjóður, er jeg hugsaði til þessa. Hjer verður að koma gerbreyting. Sannleikurinn varð að koma fram í dagsljósið. Og jeg ákvað að gera alt sem jeg megnaði til að frelsa vin minn frá hinum hörmu- legu afdrifum, sem hinir djöfullyndu aðstandend- ur hans höfðu ætlað honum. Æfintýraþrá mín vaknaði einnig. — Barátta stóð fyrir dyrum, ótal þrautir og erfiðleikar að yfirvinna. Blóðið rann örara í æðum mjer við þá tilhugsun. Og sigur þessa málefnis var sigur hins góða. Jeg braut nú heilann lengi um, hvaða aðferð jeg ætti að nota, en komst að engri ákveðinni niðurstöðu lengi vel. — Loks þóttist jeg hafa fundið leiðina, en fyrst varð jeg að spyrja Percy — eða Sidney — hvort honum líkaði hún. — Ef til flótta kæmi, gat Chappert orð- ið okkur mjög gagnlegur; ákvað jeg því að gera alt er jeg gæti til að hann fengi að halda stöðu sinni á hælinu. Með allar frekari framkvæmdir varð jeg að bíða þar til Philips kæmi aftur úr ferð sinni, því hann þekti alt, sém þessu máli viðkom, utan St. James, miklu betur en jeg, — einnig gat vel átt sjer stað, að hann liefði einnverjar þær fregnir að færa, er að notum kæmi. — Ef til vill hafði hann nú fundið Ellinor og föður hennar, og að minsta kosti hlaut hann að vita hvar tnarkíinn frá Seymour var þessa stundina. Tveim dögum síðar var Percy laus úr stofu- fangelsinu. Kom þá Chappert til mín og Ijet mig vita, að hann æskti eftir viðtali við mig. Jeg flýtti mjer þegar út í garðinn til hans. 16*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.