Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Page 15

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Page 15
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 125 gleyma öllu því liðna. Pað virðast Iitlir mögu- Ieikar fyrir því að þetta takist, en reyna mætti það. Aðalatriðið er, hvort þjer munduð vilja leggja þetta í sölurnar fyrir mig: að verða milligöngumaður!« Hann leit á mig og virtist mjer jeg sjá tár glampa í augum hans. »Ress þurfið þjer ekki að spyrja, fyrirætlanir þínar eru hjer um bil þær sömu og mínar, og stefna að sama takmarki. En hvernig hefir þú hugsað að jeg hefji verk mitt?« »Þú verður að finna föður minn og tala við hann, leiða honum fyrir sjónir afbrot sitt, eða á hveru hátt sem þú helst vilt haga þjer. En hvernig kemst' þú burtu hjeðan frá St. James án þess að það vekji grun. Allir vita að þú hefir ákveðið að dvelja hjer lang- an tíma.« »Það er auðvelt, jeg á vin í London, lækn- irinn heimsfræga John lávarð. Hann er skóla- bróðir föður míns og æskuvinur. Jeg ætla að skrifa til hans og biðja hann að senda mjer um hæl nokkrar línur þess efnis, að hann verði að fá að tala við mig um áríðandi málefni, samstundis. Jeg veit bann gerir það umsvifa- laust, svo skýri jeg honum nánar fiá mála- vöxtum, er jeg get talað við hann. Nú verður fyrsta verk mitt að ná tali af Philips, þegar hann kemur, og svo vona jeg að okkur báð- um í sameiningu takist að ná takmarkinu, að sætta ykkur feðgana og finna Ellinor.« Jeg sá nú að Sidney gat eigi lengur haft faumhald á tilfinningum sínum, tárin runnu °fan kinnar hans og varirnar skulfu. » Vinur«, sagði hann með hljómfögru, angurværu >"öddinni sinni. »Hvenær skyldi jeg verða niegnugur þess, að launa þjer göfuglyndi þitt, e^ki með orðum heldur í verkinu. Hví hafa örlögin leikið mig svo grátt ?« »Minstu orða síra Grahams,« svaraði jeg alvarlega, »er hann sýndi þjer sjávarflötinn, þar sem blómandi himinhvelfingin speglaði sig í: ‘Einhverntíma mun þessi lygntæri yfirflötur syna þjer svört ský á himinhvelfingunni, en svo mun sólin á ný gægjast brosandi fram og þurka tár skýjanna.* — Pannig er mann- lífið.* >Jeg man þessi orð vel og nú er sem mjer finnist, að sannleikur þeirra sje að koma fram í lífi mínu. Jeg finn, að helkaldir skuggar næt- urinnar eru að hverfa og að innan skamms muni morgunsól hamingjunnar varpa geislum á veg minn.« Við skildumst nú. Jeg gekk upp á herbergi mitt og skrifaði brjefið til hins gamla vinar míns John F . . . Næsta dag Ijet jeg það í póstinn. Svo fór jeg í laumi að undirbúa burtför mína. Tveim dögum síðar sat jeg snemma morg- uns við skrifborð mitt. Var þá barið á her- bergisdyrnar. Jeg opnaði og brást glaður við, er jeg sá að komumaður var Philips. »Góðan daginn, herra minn!« hrópaði hann glaðlega um leið og hann gekk inn fyrir dyrnar og svipaðist um. »Jæja, þá sjáumst við nú aftur. En segið mjer fyrst af öllu, hvernig hann hefir það?« »Pað fer að birta af degi,« sagði jeg og brosti um leið. »Ágætt, góði herra, fyrst þjer segið þetta veit jeg að þjer eruð fróðari en síðast, þegar við skildum um hagi »vitfirringsins frá St. James.« »Alveg rjett, Philips minn,« svaraði jeg. »En hefir þú góðar fregnir að færa?« »Hvorki góðar nje vondar, það er að segja hjer um bil engar.« Hann sagði mjer nú í fám orðum hvar hann hefði verið og hvar hann ætlaði næst að byrja leit sína. »En hvað ætlið þjer næst að gera?« spurði hanu mig. »Jeg ætla að gera það sama og þjer bafið svo lengi gert. Jeg ætla að leita, í von um að jeg finni.« »Aðalatriðið er aðfinna,* sviraði hann. »En nú verð jeg að fara, því að sá tími er úti, sem jeg má vera innan veggja hælisins. Hvar hitti jeg yður aftur?*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.