Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.08.1923, Qupperneq 16
126 NÝJAR KVÖLDVÖKUR »Á morgun um sama leyli getið þjer hitt mig hjer í herberginu.« »Jeg ætla að reyna að hitta hann áður en (eg fer. Er annars ekki nóg að nefna hann hann. Hjer í frá skiljum við það báðir ha, ha, ha.< Hann gekk brott. Næsta dag kom hann og við ræddum um fyrirætlanir okkar, þar til við komumst að ákveð- inni niðurstöðu með framkvæmdirnar. Seinna um daginn hitti jeg Sidney og skýrði honum frá viðræðum okkar og ákvörðunum, og \ar hann mjög ánægður með alt frá okkar hendi. Philips átt; að kanna nýja stigu, en jeg ætlaði mjer að fara fyrst til Dunsdale, jarðeigna Percy. Par hlaut alt að vera á Ijá og iundri, því Percy hafði eigi getað haft nein sambönd við bústjórann og enginn þar hafði minstu hugmynd um hvar húsbóndi þeirra var niðurkominn. Philips hafði raunar komið þangað, en hann þekti ekki bústjórann og hafði því eigi gefið sig fram við hann, heldur aðeins spurst fyrir í umhverf- inu hjá bændunum. Mjer hafði óðar flogið í hug, að Ellinor og síra Graham mundu, þegar þau heyrðu ekkert frá Percy, hafa spurt eftir honum þar, í það minsta brjeflega. Percy skrifaði brjef til bústjórans, er heimilaði mjer að opna öll þau brjef, er kynnu að hafa komið í fjarveru hans. Pví öll þau brjef, sem í fjögur ár höfðu kom- ið til hans þangað, hlutu að vera óhreyfð, þar að enginn þekti heimilisfang hans nú. Allir þeir peningar og annað, sem jeg þurfti með, sem til væri í Dunsdale, varð jeg að lofa við drengskap minn að nota eftir þörfum og vild. Er jeg kæmi aftur átti jeg að færa henni all- mikla fjárfúlgu, því ef að til flótta kæmi mátti eigi skorta fje. Pegar jeg svo hafði lokið erindi mínu í Dunsdale og skýrt bústjóranum frá því, að lávarður hans kæmi bráðlega heim aftur, þá skyldi jeg næst fara til markíans föður hans frá Seymour. Gengi alt að óskum eins og við vonuðum, átti jeg hraðfari að fara aftur til baka til St. James með brjef frá markianum til að láta Sidney lausan. Síðan ætluðum við báðir að leggja af stað og leita að Ellinor, Reyndust aftur á móti allar sáttatilraunir mínar árangurslausar, skyldi jeg óðara snúa mjer t;l málaflutningsmanns Percy og William Graham og undirbúa löglega málsókn, Er því væri lok- ið skyldi jeg láta Percy vita svo fljótt, sem unt væri. Álitu lögmennirnir að málið mundi vinnast, ætlaði jeg að snúa aftur til St. James og undirbúa flótta Sidneys. En fengi jeg ein- hverjar fregnir af Ellinor og síra Graham, skyldi jeg óðara reyna að hitta þau, en geyma frek- ari framkvæmdir. Jeg hafði því ærinn starfa, en til að Ijetta mjer ferðahgið var ákveðið, að Bob, elsti son- ur Philips, skyldi verða þjónn minn á ferða- laginu. Voru báðir bræðurnir, Bob og Will, á prestssetri einu, þar sem Philips hafði komið þeim fyrir. En vagninn drógu nú tveir stórir hundar, eins og víðast hvar í Englandi var siður. Fræðakorn. (Framhald). Lewis Wallace er fæddur 1827 í borginni Brookville f Indiana, sem er eitt af Bandaríkj- unum. Var útskrifaður lögfræðingur, gekk í herþjónustu sem liðsforingi, fjekk síðar kapt- einsnafnbót. Tók þátt í stríðinu milli Mexiko og Bandaríkjanna, seinna í þrælastríðinu og var þar sæmdur hershöfðingjatign. Árið 1878 — 1881 var hann landstjóri í Utha. Par næst var hann sendiherra Ameríku í Tyrklandi. Fyrstu bók sína skrifar hann í Mexiko; kom hún út 1874 og heitir »Hinn bjarti guð«. Skýrir hún frá yfirgangi Spánverja í Mexiko á 16. öld. Næsta bók hans er »Ben Húr« 1880; birtist í Nýjum Kvöldvökum II. árg. Bók sú varð þegar heimsfræg og voru gefin út í Ame- ríku 72 miljón eintök. Er hún lesin og þýdd um allan heim. Bækur hans eru þrungnar af efni og viti. Hann hefir allmikið hugmyndaflug og frá- sagnalist hans er ótvíræð. Mildur og göíugur blær andar i gegnum öll verk hans. »Ben Húr« hefir verið gefin út þrisvar á íslensku og er það sjaldgæft.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.