Vörður - 01.01.1918, Page 3

Vörður - 01.01.1918, Page 3
V Ö R Ð U R ■27 Gott ar! Allur fjöldi heimila getur alls ekki veitt börnum þá fræðslu, sem heimta ber fyrir 14 ára börn. Þar aö auki hafa fæst heimili ástæöur til aö stunda slika kenslu. Þaö getur því ekki verið um aö ræða að færa til skólaskylduna. Hitt gæti komið til mála, að bæta henni við. En undir 8 ára skólaskyldu, myndi mörgurn þykja hart að búa. Æskilegt er að unglingar á 16 til 20 ára aldri njóti fræðslu, sem að notum gæti komið. Væri þvi sjálfsagt að fjölga unglingaskólum. En það er ekki nægilegt. Fjöl- mörg heimili mega ekki missa unglingana frá heimilis- störfum. Námfúsir unglingar eru margir svo fátækir, að þeir geta ekki kostað sig í skóla, þyrfti því að veita svo rífleg- an námsstyrk, að félitlir unglingar yrðu ekki útundan. Það mun verða happadrýgst að lofa unglingafræðsl- unni að vera frjálsri eins og nú er, en hlynna að henni svo sem kostur er. Að leggja niður barnafræðslu en taka upp unglinga- fræðslu er afturför. „2. Hvern veg þá skyldi liaga skólum handa mönn- um á skólaskyldualdri, og einkum hvernig kensla í öll- um þjóðlegum, íslenskum fræðum megi njóta sín sem best, og söngur og íþróttir og annað það, sem fegrar lífið og gleður mennina.“ Niðurlag þessa liðs er skáldlegt mjög og sver sig í ættina. Og vandi er að taka á fiðrildinu, án þess að eitt- hvað verði eftir á gómunum. En bent skal á það, að haga

x

Vörður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.