Vörður - 01.03.1918, Síða 4

Vörður - 01.03.1918, Síða 4
44 VÖRÐUR H Þýöandi hefir valiö ágætiskvæði til þess aö þýöa, og er þaö lofsvert. En meö því leggur hann fyrir sig þyngri þraut. Þaö er enginn barnaleikur aö þýöa afbragöskvæöi vel. Hverjir geta þýtt listakvæði stórskálda svo vel, aö frumkvæðin tapi sér ekki? Engir aðrir en afburða orð- hagir skáldsnillingar. Og vill þeim jafnvel verða hált á hellunni. Um það verður ekki deilt, að frumkvæðunum má að engu breyta, hvorki fella úr né bæta inn í. Höfunda þeirra ætti að virða svo mikils, aö sýna kvæðin annari þjóö nákvæmlega eins og þau eru. Og þjóðin, sem þýtt er fyrir, á heimtingu á að sjá listaverkin sjálf algerlega óbreytt. Þýðandinn má ekki leggja til annað en málið og rímlistina. Þýðandi Sjafnar leyfir sér meira en hóf- legt er. Jafnvel hittast stef, sem hann hefir sjálfur ort, að heita má. Er hér eitt dæmi þess: Líð þú, fljót, með fargið þitt, flýt þér sævar til; settu lag við lífið mitt, lífsins hörku og yl. Goethe: An den Mond. Rausche, Fluss, das Thal entlang, Olme Rast und Ruh, Rausche, flústre meinem Sang Melodieen zu! Of mikill hluti þýðinganna er ónákvæmari en æski- legt hefði veriö og búast mátti við, margt fremur stælt en þýtt. Eru hér örfá dsemi;

x

Vörður

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vörður
https://timarit.is/publication/518

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.