Vetrarblaðið - 04.11.1916, Page 5

Vetrarblaðið  - 04.11.1916, Page 5
VETRARBLAÐIÐ 3 Nú eru ýras ráð til að herða og styrkja líkamann, svo að þeir sem hraustir eru, eiga kost á að verða enn hraustari og þeir sem eru heilsuveilir, geta fyrir þau ráð náð góðri heilsu. Þess eru mörg dæmi, að veikluðu fólki, hefir tekizt fyrir dugnað og góð- an vilja að herða og stæla líkamskrafta sína. [síkaminn vEikist af hrEufingarlEysi. beikir barnanna. Ef spelkur eru bundnar um heilbrigð- an lim í nokkrar vikur, verður hann stirður og megrast, og vöðvarnir missa þróttinn og rýrna stórum. Lífið er stöðug hreyfing. Allar sellur þurfa að neyta sín og starfa með viss- um hvíldum hver á sinn hátt til þess að líkamanum líði vel. Og ekkert fjörg- ar betur líffærastarfið í heild sinni, enn starf vöðvanna, hreyfingarnar. Við þær örvast blóð- og lymfurásin, og um leið andardrátturinn, og þar af leiðir aftur aukin efnaskifti í sellum allra líffæra. Þetta finna börniu ósjálfrátt og eru á sífelldu iði og þurfa altaf að vera að leika sér. Enginn skyldi heldur hindra þau í því, heldur stuðla sem mest til þess að þau hreyfi sig og þá helzt undir beru lofti, þegar þess er kostur. Fullorðna fólkið á að greiða fyrir leikj- um barna, leiðbeina þeim og kenna þeim skemtilega leiki. Við það þrosk- ast um leið skilningur þeirra og gáfur. [iEikfimi og aörar tþrottir. í flestum skólum er nú tíðkað að kenna leikfimi, þ. e. að æfa vöðvana og liðamótin eftir röð og reglu. Þvi miður hættir mörgum að gleyma leik- fimisæíingunum þegar skólanum sleppir. Margir fullorðnir skoða sig upp úr þvi vaxna að fást við leikfimi og íþróttir; fyrir það eldast þeir fyrir tímann og gigtin heimsækir þá. Og ekki er kven- fólkinu síður en karlmönnunum þörf á að styrkja vöðvana, hvort sem er með göngulagi eða íþróttaæfingum; siður en svo. Flestar örðugar fæðingar stafa af kyrsetum og hreyfingarleysi, og margt afkvæmi veiklast af sömu ástæðum. SJcautaferðir og sTcíðahlaup jafnast á við beztu líkamsæfingar. Margar fleiri íþróttir mætti nefna, sem hollar eru og styrkjandi, en það yrði of langt mál að fjölyrða um þær. ,flf huErju kEmur kuEfiö og hóstinn?4 »Það kemur af leti og því er nú ver.« Þetta vísubrot má til sanns vegar færa. Ef menn nentu því að fórna svo sem þriðjung stundar á degi hverjum, til að herða og styrkja líkamann, þá er eng- inn vafi á því að heilsufar mundi batna að stórum mun. Þvi miður er húsakynnunum viðast hvar á voru landi svo ábótavant, að naumlega verður komið við likamsrœstingu. Það er sorglegt til þess að vita, að þó baðstofa sé á hverjnm bæ, þá bera þær ekki nafn með rentu, og er það leiðinleg afturför frá þvi sem fyr hefir tiðkast. Yonandi breytist þetta til batnaðar i framtiðinni, svo að regluleg baðstofa kemst upp á hverju heimili auk svefnskála og iveruherbergis. Bað- klefi þarf hvorki að vera stór né kostnaðarsam- ur 'til aö koma að tilætluðum notum. Steingr. Matthíasson. (Heilsufræði).

x

Vetrarblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vetrarblaðið
https://timarit.is/publication/523

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.