Vetrarblaðið - 04.11.1916, Side 6

Vetrarblaðið  - 04.11.1916, Side 6
4 VETRARBLAÐIÐ Glíma. „Hrörnar þöll, bús stendr þorpi á, hlýrat henni hörkr né barr“. Nú er íslenzka glíman að verða oln- bogabarn þjóðarinnar. Nú er hún hrak- yrt af mörgum og fáir leggja henni liðsyrði. Láta margir gildlega gegn henni og vinna henni það ógagn, er þeir mega. Reyna þeir að koma þeirri flugu í munn fávísum mönnum, að hún sé hættuleikur og lítt fallin til gamans, því stór meiðsl geti hlotist af. Þar að auki sé hún ljót og leiðinleg íþrótt. Þeir menn, sem slikt mæla, þekkja lítið til glímunnar, og sýnist svo, að ekki þyrfti að saka, þótt menn þessir vildu gerast henni gustillir. En það verður jafnan svo, að fleiri trúa lasti en lofi. Hvaðan þessar óvinsældir eru runnar, veit eg ekki gerla, en rekja má víst sum sporin að dyrum glímu- mannanna sjálfra. Þeir hafa fáir borið þá virðingu fyrir íþróttinni, sem hún á skilið. Nú eru aldrei kappglímur háðar af því að engir fást til að glíma. Nú eru glímufélög að leggjast niður af því að enginn vill læra að glima. Nú talar fólkið um íslenzku glímuna eins og úr- elt gaman. Svona er nú komið fyrir þjóðlegustu og fegurstu íþrótt vorri. Tómlæti íslendinga ríður ekki við ein- teyming. Það lítur nú helzt út fyrir, að glím- an ætli að leggjast niður með öllu. Er slíkt allmikil skömm fyrir íslendinga, að týna þannig íþrótt, sem hefir verið þjóðaríþrótt þeirra frá landnámstíð og aðrar þjóðir hafa ekki þekt til skamms tima. En nú eru ýmsar þjóðir farnar að iðka þessa íþrótt og engan skyldi undra, þótt Mörlandinn yrði eftirbátur þeirra i sinni eigin iþrótt áður en langt pm líður. En hvað þarf að gera til þess, að firra þjóðina þeirri skömm, að glata þessari íþrótt og láta aðrar þjóðir verða sér snjallari í henni? Hvað þarf að gera til þess, að glíraunni verði skipað á þann bekk, er henni ber? Það á aB kenna glímu i öllum barna8kólum. >Það ungur nemur gamall temur*. Það á að kenna drengjum að glíma strax og þeir fara að ganga í skóla. Það á að kenna þeim að bera virðingu fyrir glímunni, eins og öllu sem þjóð- legt er. Þegar drengir fara fyrst í skóla, eru þeir vanalega svo stálpaðir, að það er hægðarleikur að kenna þeim að glíma svo vel fari. Leikfimi er nú kend í mörgum skólum. Glíman og leikfimin geta sameinast. Glíman á að verða skyldu-námsgrein í hverjum opin- berum skóla, þar sem leikfimi er kend, og leikfimi8kennararnir eiga að vera færir um að kenna hana. Eg sé ekki að neitt geti verið þessu til fyrirstöðu, ef þeir, sem fyrir skól- unum ráða, vilja sinna þessu. Ef þessi hugmynd næði fram að ganga, mundu glímufélög rísa upp þróttmeiri en áður. Áhuginn mundi vaxa og hóp- ur glímumannanna stækka með hverju ári. Það vex ætíð gengi hvers málefnis því meira, sem fleiri veita því fylgi. Eg hygg, að flestir drengir mundu halda áfram að iðka glímu eftir að þeir hætta að ganga í skóla, ef þeim hefir verið kend hún þar og vakinn áhugi þeirra fyrir henni. Glíman verður að lifa og þetta er ráð til þess, að auka gengi hennar. Ef þeir menn vilja sinna þessu, sem ráð hafa á að koma því í framkvæmd, þá vinna þeir þjóðinni meira gagn en margir hyggja.

x

Vetrarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vetrarblaðið
https://timarit.is/publication/523

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.