Vetrarblaðið - 04.11.1916, Qupperneq 12
6
VETRAKBLAÐIÐ
bregðist vel við og kaupi þær bækur
sem sambandið gefur út. Munu allir
játa að hér er tilfinnanlegur skortur á
íþróttafræðBlubókum. Það eru slikar
bækur sem eiga að glæða áhuga manna
fyrir íþróttum og leiðbeina mönnum, því
hér eru ekki íþróttakennarar á hverju
strái.
Þeir menn eiga allar þakkir skilið,
sem unnið hafa að glimubók þessari.
Þeir hafa unnið að því að ein þjóðleg-
asta íþrótt vor mætti á lofti haldast.
Gamall glímumaður.
Lanöið og þjóöin.
-----— það er líkt um landið og
leiksvið með tilteknum útbúnaði, leik-
tjöldum, húsmunum, ljósfærum o. s. frv.
Leik8viðið afmarkar að nokkru leyti
eðli þeirra sjónleika sem þar geta farið
fram, svo að vel sé. En af þeim leik-
um, sem þar má sýna, geta sumir verið
góðir. en aðrir ómerkilegii. Þar má
leika vel og illa, eftir þvi hver leikar-
inn er.
Vér höfum hlotið að erfð eitt hið
einkennilegasta leiksvið, sem nokkur
þjóð hefir fengið. Saga vor sýnir, að
hér má lifa lifi svo merkilegu, að aldrei
fyrnist. En vér þurfum ekki að leita
lengi til að finna að landið býður þjóð-
inni ótal tæki, bæði til íþrótta og
alvarlegra starfa, sem hún hefir ekki
notað, og margt hefir verið látið ógert
sem landið virðist skapað til. Leik-
sviðið hefir ekki skapað leikarann.
Hér eru til dæmis fjöll með einhverri
fegustu útsjón í víðri veröld. Þó hafa
íslendingar ekki verið neinir fjallgöngu-
menn, og eg hygg, að það hafi verið
útlendingar, sem fyrstir gengu upp á
sum hæstu fjöllin hér á landi, Á norð-
ur og austurlandi er venjulega ágætt
skíðafæri á vetrum. Ýmsir ganga þar
á skíðum af nauðsyn. En skíðalist hefir
aldrei verið til hér á landi, er berandi
sé saman við list frænda vorra Norð-
manna í þeirri grein. Líkt mætti segja
um skautaferðir. Víða eru hér heitar
laugar — ágætt tækifæri til að læra
sund. Forfeður vorir voru miklir sund-
garpar. En vér höfum til skams tíma
verið ósyndir, allur almenningur. Land
vort er eitt hið einkennilegasta og fjöl-
breyttasta land að náttúru, og jarðsaga
þess er stórmerkileg. Þó eru íslending-
ar ekki alment hneigðir til náttúru-
skoðunar -------------
Guðm. Finnbogason (i »Skírni«).
Víðavangshlaup
verður haldið fyrsta sumardag næst-
komandi. Er hér með skorað á öll
íþróttafélög bæjarins að taka þátt í hlaupi
þessu og fara þegar að æfa sig. Öllum
skólum er og heimilt að taka þátt í
hlaupinu, samkvæmt leyfi I. S. í.
Mönnum er engi vorkunn að æfa sig
fyrir hlaup þetta, þótt að vetrarlagi sé.
Menn geta æft sig á skíðum og skautum,
því alt sem miðar að því að styrkja
vöðvana og liðka er óbeinlínis æfing
fyrir hlaup þetta. Þess gerist engi þörf
að hlaupa úti fáklæddur og léttskóaður.
Það er eins gagnlegt að hlaupa alklæddur
i þungum stígvélum. Það eykur þolið
og styrkir vöðvana.
Erlendis eru svona hlaup haldin á
hverju vori. Þykir ætíð mikið til þeirra
koma því að þátttakendur skifta oftast
mörgum hundruðum. Er vanalegt að
láta þá hlaupa yfir grafir og garða og
hvað sem fyrir er, svo að hlaupararnir
eru oftast all-skringilegir útlits er þeir
korna á áfangastaðinn,