Vetrarblaðið

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Vetrarblaðið - 04.11.1916, Qupperneq 13

Vetrarblaðið  - 04.11.1916, Qupperneq 13
VETRARBLAÐIÍ) 9 Verðlaun verða því félagi veitt sem sigurinn hlýtur. Iþróttafélag Reykja- víkur ætlar að æfa fjóra 5 manna flokka í vetur fyrir hlaup þetta. Upp á Oræfajökul. Þann 7. júlí í sumar gekk hr. verk- fræðingur Guðmundur Hlíðdal, ásamt tveimur fylgdarmönnum, upp á Hvann- dalshnúk á Öræfajökli, sem er hæsti tindur á íslandi; mun Hliðdai vera fyrsti Islendingur er það hefir gert. Þeir félagar hófu jökulgönguna frá Sandfelli í öræfum kl. 4*/2 e. m. og komu á hnúkinn kl. 1280. Gekk þeim ferðin vel þó ekki hefðu þeir annað af þeim áhöldum er venjulega eru notuð við slik tækifæri, en broddstafl og alpa- taug. Var jökullinn svo harður að brodd- ar mörkuðu varla. Þar sem brattast var urðu þeir að höggva sex spor í ísinn og tók það V2 tíma. Eins og fleBtum mun kunnugt er uppi á jöklinum stór hjarnfönn, en upp úr henni standa nokkrir hnúkar. Norðvestan er Hvanndalshnúkur 6752 fet, en á syðstu röndinni eru 2 hnúkar er heita »Knapp- ar« (5603 og 5900) og vestur af þeim Rótarfjallshnúkur 5890 fet. Sá er fyrstur gekk upp á öræfajökul var Sveinn Pálsson, gekk hann upp á »Knapp« 11. ágúst 1813. Fyrstur upp á Hvanndalshnúk var Hans Frisak (10/7 1813), næstur honum var Engleudingur F. W. Howell, hann gerði tvær tilraunir, fyrri tilraunin (12/8 1890) misheppnaðist, en næsta ár gerði hann aðra tilraun og komst upp 17. ágúst. J. P. Kock Grænlandsfari gekk einnig á Hvann- dalshnúk er hann var. hér við landmæl- ingar. Prófessor A. Heusler mun einnig hafa gengið á jökulinn en hvort hann hefir verið á toppnum er ókunnugt. “ Brot. Nú hefir sumarið kvatt landiö. öll náttúran er er eins og stirðnað bios. Þú, sem harmar sumarið, hefurðu notað alt sem það bauð þér? Hefurðu nokkurntíma horft af háu fjalli yfir landið algrænt 0g vafið í sólskini, og fundið augað stækka af fegurðinni. Hef- urðu nokkurntíma fundið brjóstið lyftast af lifandi fjallalofti og fundið hugann renna 'Saman við brosandi náttúruna. Hefir nokkurntíma gripið þig titrandi gleði yfir fegurð fósturjarðarinnar og þér hefir fundist þú eiga alt landið í kring ura þig? Ef þú hefir ekki fund- ið þetta, þá hefurðu látið sumarið fara frá þér án þess að þiggja það bezta, sem það býður. En mundu að það kemur annað sumar á eftir þessu. Láttu það ekki fara eins. Vér Islendingar byggjum eitthvert fegursta og fjölbreyttasta land í heimi, samt eru undarlega fáir, sem finna það sjálfir, hve landið er fagurt. Þeir sam- sinna þvi ef þeir heyra einhvern halda því frara. Það er fjöldi manns sem hefir jafnlítinn smekk fyrir alla uátt- úrufegurð og kálfar fyrir listaverk. Vísið börnunum veg til náttúrunnar, þá munu þau sjálf læra að meta feg- urðina og elska landið, sem fóstrar þau. Lofið börnunum að leika sér. Heftið ekki gleði þeirra þótt aldurinn hafi inn- rætt yður ímugust á öllum brekum. Sjáið um að þau verði hraust og sterk. Bann- ið þeim ekki að hlaupa og hlægja. Veit- ið þeim tækifæri til að þroska líkamann. Gleymið ekki að þér eruð að ala þau upp fyrir þjóðina og þjóðin þarf að fá hraust börn. Gefið ekki visin strá i mælirinn.

x

Vetrarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vetrarblaðið
https://timarit.is/publication/523

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.