Skátinn - 01.01.1914, Side 2

Skátinn - 01.01.1914, Side 2
2 SKÁTINN við alla og hróðir annara skáia, / jafnt ríkra sem fátækra. þegar tveir skátar hittast, leit- ast þeir ávalt við að hjálpa hvor öðrum. Ef annar er í vanda staddur,tekur hinn þátt í honum eins og bróðir. Skáti má aldrei vera ofiátungur. Oflátungur er piltur, sem lítur smám augum á annan, af því að hann er fátækari eða lægra settur eða ef fátækur piltur fyrirlítur annan af því að hann er ríkari eða í meiri metum. Skátinn tekur ástandinu eins og það er og leitast við að þekkja félaga sinn að hinu besta 5. Skáti er kurteis og drengi- legur við konur, gamalt fólk og örkumla menn. Hann tekur aldrei þóknun lyrir hugulsemi og hjálpsemi. 7. Skátinn gerir daglega e'dt- hvert góðverk. 8. Skátinn er vinur dýranna. Ef hann sér dýr kveljast hjálpar hann því. Hann drepur aldrei dýr nema hann þurfi þess til að bjarga lífi sínu. 9. Hin fyrsta skylda skátans er að hlýða. Hann skilur það, að agi er nauðsynlegur fyrir al- menningsheill. Ef hann fær skip- un sem honum er ekki um, verð- ur hann að framkvæma hana, af því það er skylda hans. En er hann hefirframkvæmt skipun- na, getur hann kvartað yfir því við flokksstjóra sinn, ef honum hefir fundist skipunin vera órétt- lát. Haldi flokksforinginn fast við sína skoðun slær skátinn samanhælunum oghættir að hugsa um það. það er agi. 10. Skátinn á ávalt aðveraí góðu skapi. Ef hann fær skipun framkvæmir hann hana með fullu fjöri. Hann verður ekki óánægður þótt illa gangi fyrir honum. Hann reynir heldur að brosa og blístra. Skáti á að venja sig á að vera ávalt hýr, það fjörgar bæði hann og aðra, og sé háski í vændum, sefar það ávalt þá sem með hoir um eru 11. Skátinn er fégœtinn. Hvern eyri sem hann getur án verið sparar hann. Hver skáti verður sjálfur að leggja sér til búning. Búningar kosta frá kr. 10,50 — 18,00 fyrir. skátana. Sveitarstjóra og annara yfirmanna frá kr. 28,00—60,00. Skátabúningurinn er: Brúnn flókahattur, barðamikill. Brún úlpa, með 2 vösum. Bláar eða svartar stuttbuxur. Svartir sokkar með grænum fitjum. Brúnt leðurbelti. Flauta(AcmeBoy scouts aðeins). Hnífur (The Boy-scout knife). Axlarslaufa, samlit hálsklút. Hálsklútur, sameiginlegur litur fyrir flokkinn.

x

Skátinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátinn
https://timarit.is/publication/526

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.